Vikan


Vikan - 29.01.1970, Blaðsíða 39

Vikan - 29.01.1970, Blaðsíða 39
hún valdi fyrir hann bæk- urnar. Jack elskaði hana. Hann reyndi að flýta sér að lesa bækurnar, svo að hann gæti séð hana aftur sem fyrst. Drengurinn las alls staðar, í rúminu, við borðið, í fri- minútunum og þegar hann gekk á milli skólans og heim- ilisins. Hann hafði komizt að því í bókunum, að Oakland væri einmitt staðurinn til að leggja af stað frá, og heim- urinn og ævintýrin biðu hans, þegar hann kæmist af stað. Frú Robinson Framhald af bls. 19. farir ekki hjá þér þótt ég segi þér að ég er virkilega montin af því að þekkja þig. — Nei, sagði Benjamín, —¦ ég fer ekki hjá mér. En ég er að hugsa um... . — Hérna er eitthvað smáræði fyrir þig, sagði hr. Carlson og rétti Benjamín flösku vafða inn- an í rauðan silkipappír. — Ég vona að þú hafir líka lært að fara með vín þarna fyrir austan, hló hann svo um leið og hann dró Ben aftur með sér inn í hús- ið. Benjamín beygði sig undír handlegginn á Carlson og setti flöskuna frá sér á stéttina. — Heyrðu! Viljið þið vera svo væn og leyfa mér að fara? Sg ætla í göngutúr. — Hvað? — Mér þykir fyrir því að vera svona ófélagslyndur.... E*g er mjög ánægður yfir því að fólk vildi leggja það á sig að kíkja inn, en. . . . — Jæja, Ben, sagði frú Carl- son, um leið og maður hennar tók af henni kápuna, — nú vil ég að þú segir mér allt um þenn- an styrk sem þú fékkst. Hann var fyrir kennslu, var það ekki? Benjamín greip um hurðarhún- inn en áður en hann gat snúið honum birtist faðir hans við lhið- ina á honum og skellti hand- leggnum um öxlina á honum. ¦— Fáðu þér nú í glas, sonur sæll. — Pabbi — — — Láttu ekki svona, Ben, sagði faðir hans hljóðlega. — Þetta er orðið hálf-vandræðalegt. — Leyfðu mér þá að fara út! — Svona, svona, sagði hr. Braddock, og teymdi Ben frá dyrunum. — Jæja þá, sagði Ben um leið og hann gekk af stað á undan föður sinum inn í stofuna og hristi höfuðið. — Jæja, Ben . . . sagði kona nokkur. Benjamin kinkaði kolli. — Ertu bara ekki alveg í rússi? Hann gekk í gegnum stofuna og inn í borðstofuna, 'kinkaði kolli til gestanna og stanzaði síð- ast við borðstofuborðið, þar sem var fyrir bakki með vínflöskum, ísfata og glös. Hann tók stærsta glasið sem hann fann og hellti það fullt af bourbon. Hann tók nokkra stóra sopa, lokaði síðan augunum í nokkrar mínútur og kláraði síðan úr glasinu. Benja- mín fyllti glasið aftur og sneri sér við; móðir hans stóð beint fyrir framan hann. — Hvað er þetta? spurði hún, og benti á glasið sem hann hélt á. — Þetta? — Já. -— Ég veit það ekki. Kannske vín. Móðir hans leit beint á hann. — Ben, hvað er að? — Bara það að ég er að reyna að komast héðan út! — En um hvað ertu að hugsa? — Bara hitt og þetta, mamma. — Geturðu ekki haft áhyggjur af þessu seinna? — Nei Frú Braddock tók af honum glasið. — Komdu aðeins hérna inn í eldhús. Benjamín hristi höfuðið en fór þó á eftir móður sinni inn í eld- húsið, í gegnum vængjadyrnar. Frú Braddock gekk rakleiðis að vaskinum og hellti úr glasinu. Síðan fyllti hún það með vatni. — Geturðu ekki sagt mér hvað það er sem angrar þig? spurði hún svo um leið og hún þurrk- aði af glasinu með vizkustykki sem lá við hliðina á vaskinum. ¦— Mamma! það er bara hitt og þetta sem ég hef áhyggjur af. Ég hef áhyggjur af framtíðinni. — Um það sem þú ætlar að gera í framtíðinni? — Akkúrat. Hún rétti honum glasið aftur. — Þú ætlar vonandi samt að fara að kenna? — Nei — Nei? endurtók hún. — En hvað um styrkinn? — Ég ætla að afþakka hann. — Afþakka hann? — Já. — Ben. sagði hún. — Þetta hljómar hálf-kjánalega, að henda í götuna því sem þú hefur unnið fyrir í fjögur ár. Hr. Terchune kom blaðskell- andi inn í eldhúsið haldandi á glasi. — Ég vissi að ég myndi finna þig hérna. Segðu mér eitt- hvað um þennan styrk sem þú fékkst. — Ég ætla.... — Segðu honum frá styrkn- um, Ben, sagði móðir hans. — Ja, þetta er kallað Frank Halpingham Education Award, sagði Benjamín. — Skólinn veit- ir þessi heiðurslaun, sem eru nægilega mikil til að maður kemst frítt í gegnum tvö ár, á meðan maður vinnur að meist- aragráðu sinni — ef maður ákveður að fara út í kennslu. — Og af hverju voru þeir að velja þig? Benjamín svaraði ekki. — Hann hefur verið að fást við æfingakennslu þarna fyrir austan, svaraði móðir hans fyrir Ben. — í fyrra kenndi hann meira að segja fyrir sjálfan há- skólann. Hr. Terchune dreypti á glas- inu. — Hefurðu fengið skólavist einhvers staðar? — Já. — Hann hefur fengið jákvæð svör bæði frá Harvard og Yale, Vcrkir, þreyta í baki f DOSI bcltin hafa eytt þrautum margra. Reynið þau. R EMEDIAH.F LAUFÁSVEGI 12 - Sími 16510 sagði frú Braddock. — Og hvaða skóli var sá þriðji, Ben. .. .? — Columbia. Hr. Terchune fékk sér stóran sopa í þetta skipti. — Það lítur út fyrir að þér gangi hlutirnir í haginn í augnablikinu, ha? Benjamín snerist á hæli og gekk hratt í gegnum eldhúsið og að bakdyrunum. Hann fór út og gekk að barminum á sundlaug- inni sem var í garðinum. Þar stóð hann í stutta stund og starði á blátt vatnið. Þá heyrði hann allt í einu dyrum skellt og ein- hver gekk hrat* til hans. ¦— Ben? sagði frú McQuire. — Mér finnst árbók skólans alveg stórkostleg! Benjamín kinkaði kolli. — Á nokkur fleiri myndir af sér í henni heldur en þú? —¦ Já, Abe Frankel. Frú McQuire hristi höfuðið. — Þú hefur staðið þig alveg stór- kostlega þarna, ha? — Benjamín! Hr. Calendar birtist allt í einu og hristi hönd Benjamíns hjartanlega. —• Til hamingju! — Ertu búinn að sjá árbókina hans? spurði McQuire. — Nei, reyndar ekki. —• fig ætla að vita hvort ég get munað þetta allt, sagði hún. — Ben, þú verður að segja mér ef ég gleymi einhverju. Hún ræskti sig og taldi d fingrunum: — Fyrirliði frjálsíþróttaliðsins, for- maður málfundafélagsins, efstur í bekknum. ... — Nei, ég varð ekki efstur. — Nú? — Við Abe Frankel urðum jafnir. — Ó, jæja, ég ætla að halda áfram. Ritstjóri skólablaðsins, æfingakennari . . . verst að ég skuli ekki hafa 30 fingur . . . formaður hússnefndar og svo þessi dásamlegu verðlaun. — Má ég leggja fyrir yður eina spurningu? sagði Benjamín skyndilega og sneri sér snöggt að henni. — Já, auðvitað. — Af hverju eruð þér svona hrifnar af þessu öllu? — Því sem þú gerðir? — Afsakið mig, sagði hr. Cal- endar og lyfti glasi sínu. •—¦ É"g held ég fari og fái mér annan. Hann gekk aftur inn í húsið. — Gætuð þér sagt mér það, frú McQuire? Hún horfði vandræðalega nið- ur í blátt vatnið. — Ja, sagði hún, — ertu ekki hreykinn sjálf- ur . . . af öllu sem þú hefur gert? — Nei — Hvað? Þú ert ekki hreyk- inn? — Mig langar til að vita hvers vegna þér eruð svona hrifnar, frú McQuire? — Ja, sagði hún aftur, — ég held að ég viti ekki alveg hvað þú ert að fara.... Hún hristi höfuðið. — Þér vitið ekki hvað ég er að tala um, eða hvað? — Nei. ekki alveg. — Gott og vel, en hvers vegna . . . hvers vegna. ... Hann hristi höfuðið og gekk upp að húsinu. — Afsakið, sagði hann. — Ben, hrópaði hún á eftir honum, — mér þykir fyrir því að hafa ekki orðið að neinni hjálp, en ef það skiptir einhverju máli, þá vil ég að þú vitir að ég væri ekki hrifnari þó þú værir minn eigin sonur. Benjamín gekk inn um fram- dyrnar. Hann gekk í gegnum stofuna og hélt augunum límd- um við teppið þar til frú Cal- endar stöðvaði hann. — Ben, sagði hún, — mér finnst þetta svo stórkostlegt að ég á ekki eitt einasta orð yfir það. Hann gekk framhjá henni og inn ganginn. Þegar hann var að fara upp stigann kom faðir hans og hró hann inn í svefnherbergi. — Láttu mig í friði. — í Guðs bænum, Ben, hvað er að? — Ég veit það ekki. — Það virðist eitthvað vera að. — Nú, hvað? — Eg veit það ekki! svaraði Benjamín. — En allt — allt er svo fáránlegt. allt í einu. — Fáránlegt? — Þetta fólk er fáránlegt. Þú ert fáránlegur. — Ben! — E*g er fáránlegur, þetta hús er fáránlegt! Þetta er bara til- 5. tbi. VIKAN 43

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.