Vikan


Vikan - 29.01.1970, Blaðsíða 26

Vikan - 29.01.1970, Blaðsíða 26
EFTIR MARY STEWART Hringur soldánsins Hversvegna var Charles orðinn svona dular- fullur, hvað var þaS sem hann vildi leyna mig. Var það eitthvað sem hann vissi eða grunaði, sem hann vildi ekki segja mér frá .... ? FIMMTI HLUTI Ég var í fyrstu hrædd um að Charles hefði enga möguleika á að komast inn í höllina. Það var stutt til myrkurs, en ég náði því að at- huga nyrðri endann á tjörninni og súlnagöngin þar, áður en myrkrið skall á. Ég gekk frá einum glugg- anum að öðrum og athugaði vel járngrindurnar. Allt var í bezta standi, og eini glugginn, sem var með lélegum grindum, var ræki- lega lokaður með járnkrók. Ég skammast mfn fyrir að segja frá því að ég var einar fimm mín- útur að hugsa mig um, áður en mér datt ráð í hug. Það var auðvit- að þessi gluggakrókur, sem ég varð að beina athyglinni að, það hlaut að vera hægt að opna hann að inn- anverðu. Þegar ég svo komst inn til að athuga þetta, þá sá ég að krók- urinn var festur með skrúfum, en ekki nöglum, svo ég hlaut með ein- hverju móti að ráða við það. Ég þurfti ekki að leita langt eftir áhaldi til að losa skrúfurnar. ( næsta herbergi fann ég pappírshníf. Ég blés af honum rykið og sá þá að þetta var ekki pappírshnífur, heldur forláta rýtingur, með út- skornu skafti og sterku stálblaði. Ég flýtti mér að hinum lokaða glugga, og það fór eins og ég hafði búizt við, skrúfurnar losnuðu furðu fljótt. Ég losaði þær lauslega, það var ekki rétt að láta John Lethman sjá nokkur verksummerki. Ég kom inn í herbergið rétt mátu- lega til að taka á móti Jassim, sem kom með skilaboð um það að ég fengi mat klukkan ntu um kvöldið, og sjálfur ætlaði hann að koma klukkan tíu, til að fullvissa sig um að allt væri í lagi hjá mér. Hann kom á þeim tfma, sem hann hafði lofað, og fór rétt eftir klukkan ellefu. Nokkru stðar slökkti ég Ijósið og gekk út f trjágarðinn, yfir að glugganum og losaði glugga- járnið. Ég hengdi svo hvítan vasa- 30 VIKAN 5-tbl- klút yfir gluggakarminn, sem merki um það að þarna væri opin leið, og flýfti mér svo til baka eftir súlnagöngunum. Eitthvað hreyfðist við brúargarm- inn milli runnanna. Það gat ekki verið neinn páfuglanna, til þess var þetta of stórt. Ég snarstanzaði, og fékk ákafan hjartslárt. Þetta kvik- indi kom út á stéttina og skimaði f allar áttir. Þetta var annar hund- anna. Svo heyrði ég eitthvert krafs hinum megin við mig, það var hinn hundurinn, sem kom til mfn, frá tjörninni. Ég var sem steinrunn- in.Nú stóðu þeir sinn hvorum meg- in við mig, með hnarreista hausa og sperrt eyru. Þeir voru geysistór- ir og virtust sannarlega vera á verði. Þótt ótrúlegt megi virðast, þá hefði ég viljað gefa heilmikið til að heyra fótatak Johns Lethman. En það heyrðist ekkert fótatak, hundarnir voru greinilega einir á ferð. Lethman hlaut að hafa gleymt að loka hliðinu. Það var ekkert annað fyrir mig að gera en að standa grafkyrr. Tunglið lýsti upp augu þeirra, löng og mjó trýnin gerðu þá líkasta ref- um. — Blessaðir hundarnir mfnir, sagði ég fleðjulega og rétti hikandi fram höndina. Það var hryllilega hljótt, en svo rak annar hundurinn upp hvellt ýlfur og veifaði skottinu. Minni hundurinn virtist fylgja dæmi hans, og veifaði ákaft skottinu og kom hægt f áttina til mín. Ég varð alveg máttlaus í hnján- um og hné niður á eitt steinkerið. — Góði, litli voffi, komdu til mfn, og þegiðu svo, — fjandinn hafi þig .... Komdu nú, voffi minn .... Haldið þið kjafti, árans fíflin ykkar .... Ó, ræfillinn, en hve þú ert votur.... Og hundarnir voru himinlifandi. Ég talaði til þeirra, þangað til ég var viss um að þeir höfðu ekkert illt í huga. Þá þreifaði ég eftir háls- böndum þeirra og leiddi þá burtu, svo Charles yrði ekki fyrir árás frá þeirra hálfu. — Komið þið nú, flýtið ykkur og sinnið því sem þið eigið að gera, komið ykkur héðan, ffflin ykkar. Bráðum kemur innbrotsþjófur, og þá vil ég ekki hafa ykkur hér. Þeir voru greinilega hrifnir af mér, og það tók mig langan tíma að fá þá út í framgarðinn, en það heppnaðist að lokum. Ég beið í ofvæni, og allt í einu heyrði ég þrusk við gluggann, það var greinilegt að þar var Charles kominn. Ég vissi að hann var með vasaljós, og var óróleg vegna þess að ég var hrædd við að einhver kæmi á kreik, ef hann kveikti á Ijósinu, en hann gerði það ekki.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.