Vikan


Vikan - 29.01.1970, Blaðsíða 37

Vikan - 29.01.1970, Blaðsíða 37
fluttist fjölskyldan á bónda- bæ í Livermoore. Þar rækt- aði London alls konar ávexti og vildi setjast þar að fyrir fullt og allt. Jack kallaði London „pabba" og elskaði hann eins og föður sinn, jafn- vel eftir að honum var Ijóst, að hann var alls ekki faðir hans. Þarna komst drengurinn að því, hvað hann haf ði gam- an af bókum. Hann las allt, sem hann komst yfir. Garðyrkjustörfin gengu svo vel, að Jack fékk fyrstu búðarskyrtununa, þegar þau höfðu dvalið í Livermoore í eitt ár. En Flóra var ekki ánægð með þetta og hún fór til veitingahússtjóra eins í San Francisco og fékk hann til að hjálpa þeim að koma upp hænsnabúi. En London hafði ekkert vit á hænsna- rækt, svo að það fór allt út um þúfur. Um sama leyti giftist Elisa Næstu þrettán ár átti fjölskyldan í miklu basli. Jack sagði oft, að hann hefði enga bernsku átt. Fá- tæktin hefði eyðilagt sig. — Hann saknaði Elisu mikið. Jack var tíu ára, þegar John London varð að hætta við akuryrkjuna sem hann hafði haft svo gaman af, og fluttist til Oakland. Þar sett- ust þau að rétt hjá baðmullar- verksmiðju, sem var nýtek- in til starfa. og þegar for- stjórinn spurði John Lond- on, hvort hann vildi leigja verksmiðjustúlkunum, lét hann til skarar skríða og setti upp gistihús. Flóra sá um matinn og allir virtust vera ánægðir. En hún hafði ekki lengi áhuga á þessu, og það leið ekki á Iöngu, þar til hún fór með allt i hundana. I Oakland var opinbert bókasafn, og það var eitthvað fyrir Jack. Þegar hann kom i fyrsta skipti inn í bókasafn- ið, vissi hann. að hann yrði aldrei framar einmana. Aldr- ei hafði hann imyndað sér, að til væru svona margar bækur. 1 bókasafninu hitti hann í fyrsta skipti menntaða konu. Ungfrú Ina Coolbrith sá strax, að hverju hugur hans hneigðist, en það var að æv- intýrum og ferðasögum og ÞÉRSPARID MEDÁSKRIFT ÞÉR GETIÐ SPARAÐ FRÁ KR. 7.50 TIL KR. 15.38 MEÐ ÞVÍ AÐ GERAST ÁSKRIFANDI AÐ VIKUNNI OG ÞÉR ÞEKKIÐ EFN»: VERDLAUNAKROSSGATA VIKUNNAR VIKAN ER nEIMILISBLAD OG í ÞVÍ ERU GBEINA R OG E.FNI FYRIR AIXA Á ÍIEIMILINU, — CNGA OO GAMLA, SPENNANDI SÖGUR OG FRÁSAGNIR, FRÓÐLEIKUR, FASTIR ÞÆXTIR O.FL.., OJbTL. Vinsamlegast sendið mér Vikuna í áskrift n n D r m n i i i 4 TÖLUBLÖD Kr. 170.00. Hvert blað 6 kr. 42.50. 3 MÁNUÐIR • 13 Iðlubl. • Kr. 475.00. HVert blaS 6 kr. 36.58. 6 MÁNUÐIR ¦ 26 tSlubl. - Kr. 900.00. Hyert blaS 6 kr. 34.62. Gjalddagar fyrir 13 tölubl. og 26 tSIubl.: T. febróar - 1. maí — 1. ágúít —. 1. nóvombor. SkrifiS, hringiS e3a komið. I PÓSTSTÖÐ VIKAN SKIPH0LTI 33 P0STH0LF 533 REYKJAVÍK SÍMAR: 36720 - 35320 wmm i i i j 6. tw. VIKAN 41

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.