Vikan


Vikan - 29.01.1970, Blaðsíða 36

Vikan - 29.01.1970, Blaðsíða 36
rétt fyrir þér,“ muldraði maður- inn til þess gamla í Sulfur Creek. Síðan lognaðist maðurinn út af, í þann þægilegasta svefn sem hann hafði nokkru sinni vitað. Hundurinn sat á móti honum og beið. Stuttur dagurinn leið fljótt og það fór að rökkva. Það voru engin merki um eld og hundur- inn hafði aldrei vitað annað eins: Þarna lá maður í snjónum og var ábyggilega ekki að hugsa um að kveikja eld. Það dimmdi og hundurinn ýlfraði lágt, eins og hann væri að biðja manninn um að strjúka sér áður en eldurinn yrði kveiktur. En maðurinn var hljóður og kyrr. Seinna span- gólaði hundurinn hátt og lengi, og rétt á eftir rak hann nefið í manninn. Þegar hann skynjaði dauðann hörfaði hann aftur á bak og gelti. Dýrið beið eilítið lengur, horfði á stjörnurnar og ýlfraði öðru hvoru. Síðan sneri úlfabróðir sér við og hélt í þá átt sem þeir höfðu komið úr. Þar voru aðrir menn sem áttu mat og vildu kveikja eld. ☆ Eg átti enga bernsku Framhald af bls. 11. hann honuin um tvo menn, sem Flóra var orðuð við, en bætir því við, að hann viti ekkert með vissu. Síðan skrifar hann: „Um tíma var mér ákaf- lega hlýtt til Flóru, en síðan hataði ég hana af allri minni sál og mér meir en datt í hug að drepa okkur bæði. Tíminn liefur nú grætt sár- in og mér er ekki illa við hana lengur, og með yður hef ég mikla samúð, þvi að ég gel ímyndað mér hvernig mér liði, ef ég væri í yðar sporum.... í blöðunum stóð, að ég liefði rekið hana frá mér, af því að hún fékkst ekki til að láta eyða úr sér fóstri. Þetla varð til þess, að allir ætlingjar mínir sneru baki við mér, nema ein syst- ir min í Porllandi. Fyrst reyndi ég að verja mig, en gafst fljótlega upp á því. Nú liður mér vel. Ég er 76 ára og ákaflega fátækur." En Jack London var elcki ánægður með þetta og skrif- aði Chaney aftur, þar sem hann bað hann um gleggri upplýsingar. Chaney neitaði þvi enn að hann væri faðir Jacks og skrifaði: „Flóra sagði mér, að hún væri bamshafandi eftir mig. Ég hélt að hún segði þetta að gamni sínu og bar á móti því. Þá hljóp hún til Rutt- leys læknis og út í garð þar og kom siðan aftur með skammbyssu og sár á enn- inu. Fólk kom streymandi að og hellti yfir mig blóðug- um skömmum." Hvers vegna afneitaði Chanev syni sínum? Senni- lega hefur honum fundizt hann vera orðinn of gamall til að taka að sér fullorðinn son. IJann hafði áreiðanlega fengið sig fullsaddan af Flóru Welhnan. Það þýddi ekkert fyrir Chaney að afneita syni sín- um. Skriftin þeirra var al- veg eins. Jack hafði hið sterklega, fagra, irska and- lit föðurins, ljósa liárið, háa ennið, djúpu. dularfullu aug- un, fallega mnnninn og stuttu Iiökuna. Þar að auki liafði Jack erft gáfur og lyndisein- kunn föðurins. Sjaldan hafa feðgar verið eins gjörsam- lega likir og Chaney og Jack. William H. Slocumb, blaðamaðui’ við „San Fran- cisco Cronicle“ tók Flóru heim til sín, þangað til hún varð léttari. Rn Chanev fór til systur sinnar í Portland, sem var sú eina, sem trúði því, að hann væri saldaus. Þar bjó hann i mörg ár, en síðan fór hann til New Orle- ans. Að lokum fluttist hann til Chicago. þar sem hann kvæntist og vann fyrir sér með stjörnuspádómum. Hann dó rétt fyrir aldaniót- in. Flóra Welhnan hélt fyrir- lestra um andatrú og miðils- fundi, þar til sonur liennar fæddist. Fólk vorkenndi þess- ari konu, sc-in var svo ein- mana, og gaf henni peninga. 14. janúar 1876 rakst fólk aftur á nafnið Chaney i „San Francisco Cronicle“. Chan- ey — kona W,. H. Chaney — eignaðist son 12. janúar“ stóð í fæðingardálknum. -— Drengurinn hét John Chan- ey í aðeins átta mánuði, en þá giftist Flóra Jack Lond- on, ekkjumanni, sem hafði verið í amerisku borgara- styrjöldinni og átti tvær dæt- ur á munaðarleysingjahæli. Þá var John London á fimmtugsaldri, með alskegg og ákaflega alúðlegur mað- ur. Hann saknaði konu sinn- ar mikið, og vinnr hans fékk hann til að koma með sér á miðilsfund. En í stað þess að fá kveðju frá konunni sinni sálugu, eignaðist London nýja konu. Það er enginn efi á þvi, að honum var það vel, kunnugt, að Flóra liafði aldrei verið gift Chaney. Fólk varð hissa á því, að London skyldi ganga að eiga hana. En hann var einn síns liðs í San Fran- cisco og langaði til að eign- ast heimili handa dætrum sínum. í september 1876 skrifaði Flóra Wellman undir vigslu- vottorðið Flóra Chaney og fluttist ásamt syni sínum, átta mánaða gömlum, inn í íbúð .Tohn London. Jolin sótti dætur sínar, Rlisa, eldri dólt- ir hans, var átta ára gömul, lagleg stúlka. Þegar henni var sýnt bamið og sagt, að það værí hróðir hennar, tók hún að gæla við það. Siðan sá hún alltaf um barnið. Flóra skipti sér ekkert af sínu eigin harni, en það var mjög veildað. Læknirinn ráðlagði þeim að fara upp í sveit, og Flóra fékk bamfóstru Það var negra- kona, frú Jenny Preutiss, ná- grannakona þeirra. Hún var nýbúin að missa barnið sitt og varð fóstra og vinkona .Tacks. Jenny var kolsvört, dugleg og trúuð. IJún var hreykin af heimili sínu, fjöl- skyldu og stöðu sinni i þjóð- félaginu. Hún tók Jack i kjöltu sina og söng við hann negravögguvísur og lét cins vel að honum og hann væri hennar eigið barn. Jack var í góðum höndum hjá Rlisu og .Tenny. Að einu ári liðnu fluttist fjölskyidan aftur til bæjar- ins. John London vann fyrir sér með smíðum, þó að lítið væri um atvinnu. Jack og Elisa fengu bæði bólusótt, þegar hún gekk í San Francisco. Þau urðu bæði hættulega veik, og einu sinni heyrði Rlisa Flóru segja: „Er ekki hægt að jarða þau i sömu kistu til að spara?“ En eftir langa mæðu batn- aði þeim, og þá fluttist fjöl- skyldan til Oakland, þar sem hún hjó í litlu húsi. Jenny fluttist einnig þang- að skömmu siðar til að gæta „hvíta barnsins“ síns, en á meðan sá Elisa algjörlega um það. Hún varð að láta Jack fara með séi i skólann. John London opnaði nú matjurtabúð í Oaldand. Þar fékk Jaclc fyrst grun um, að ekki væri allt með felldu í fjölskyldulífinu. Hann hefur skrifað. að liann liafi heyrt á rifrildi foreldra sinna, þeg- ar hann vai sex ára gamall. Faðir hans skellti því á móð- urina, að hún hefði átt Iausa- leikskrakka. og liún sagði grátandi: „Ég var svo ung, að ég vissi ekki hvað ég gerði.“ Matjurtaverzlunin gekk vel. .Tohn London ferðaðisí um og keypti beztu tegundir af grænmeti, en Flóra og Elisa sáu um verzlunina og .Tack var heilu tímana hjá Jenny, sem bjó skammt frá. Verzlunin hefði getað gengið vel, ef Flóra hefði eklci kom- ið .Tohn London í kynni við mann, sem sctti allt á haus- inn. Þá tók London að stunda akuryrkju í Almeda. Flóra hafði alltaf miðilsfundi heima hjá sér annað veifið, þó að London kæmi þar hvergi nærri. Sfundum fékk Flóra móð ursýkisköst og þá urðu allir að stumra yfir henni. Af öllu þessu leiddi, að Elisa, sem var nú orðin 13 ára að aldri, varð að sjá um heimilið. Til eru niargar sögur um bernsku Jacks London, en á þeim er lítt hyggjandi. Hann virðist liafa verið eins og börn eru vfirleitt. Hann hafði ljóst, lirokkið hár, blá augu og fallegan litarhátt. 1 Al- meda hófst skólaganga hans. Á hverju laugardags- kvöldi fór London-fjölskyld- an i Tivoli-leikhúsið i Oak- land. Tohn hélt á Jack, sem lék við hvem sinn fingur af kæti. Það leið ekki á löngu, þar til London-fjölskyldan flutt- ist til San Meteo. .Tack mundi alla sína ævi eftir því, hvað hann liafði verið svangur þá. Hann stal kjötbita frá lítilli stúlku. Þegar .Tack var átta ára, 40 VIKAN 5'tbl’

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.