Vikan


Vikan - 29.01.1970, Blaðsíða 33

Vikan - 29.01.1970, Blaðsíða 33
ina. Hann gat ekki kreppt fing- urna saman til að slíta það upp, en beitti báðum höndum þess í stað. Að vísu kostaði það- að hann varð að taka með töluvert af rotnum og fúnum mosa sem var ekki beint heppilegur í eld, en betur gat hann ekki gert. hann vann vélrænt, hafði jafn- vel með í þessu armfylli af stór- um greinum sem hann ætlaði að nota þegar eldurinn væri far- inn að loga glatt. Á með- an sat hundurinn og starði á hann, með biðjandi augnaráði. Hundurinn leit á manninn sem þá skepnu er átti eldinn, og eldurinn var seint á ferðinni. Þegar allt var tilbúið fór mað- urinn í vasann eftir barkarbút. Hann vissi af berkinum I vasa sínum, og þó hann gæti ekki fundið fyrir honum með fingr- unum heyrði hann er börkurinn brotnaði. En það var sama hvern- ig hann reyndi, hann gat bara ekki náð í þennan litla bút af birkiberki. Allan tímann dunaði sú staðreynd í huga hans, að hann væri að missa eina tá í við- bót við þá sem fór áðan. Þessi hugsun barðist við hann og vildi hræða hann, en hann var við- skotaillur og barðist á móti, allt til að vera rólegur. Hann dró af sér vettlingana með tönnunum, og barði sér af öllu afli. Hann sat á meðan og hann stóð á meðan og alltaf sat hundurinn á snjón- um, skottið hringað fram fyrir hann og eyrun sperrt, sem hann fylgdist með manninum. Mann- inum fannst sem ímynd einhvers óvinar væri í dýrinu sem sat þarna og hafði það svo nota- legt í eigin loðfeldi, helvítis hundurinn, öruggur og hlýr, — þarna í því sem náttúran hafði úthlutað honum. Eftir stutta stund fannst hon- um einhver tilfinning vera að koma aftur í barða fingurna. Fyrst var það bara daufur sting- ur en fljótlega var það orðið ægilegur verkur - sem maðurinn þakkaði guði sínum fyrir. Hann var fljótur að slíta af sér vett- linginn og ná í barkarbútinn úr vasanum, en er hann ætlaði að taka eldspýturnar upp úr hinum vasanum, hafði kuldinn sópað allri tilfinningu úr þeim á ný. Hann reyndi að ná eldspýtunum sundur, en það fór ekki betur en svo að hann missti þær allar í snjóinn. Hann reyndi að grípa þær aftur, en án árangurs. Dauð- ir fingurnir gátu hvorki snert né gert nokkuð. Hann fór varlega. Með allri þeirri einbeitni sem í manninum býr, hætti hann að hugsa um freðna fætur sína, kinnar og nef, og lagði sálu sína á þessar eldspýtur sem lágu í snjónum; farmiða hans með líf- lestinni. í stað tilfinningar not- aði hann sjónina og um leið og hann sá að tveir fingur voru sitt hvorum megin við eldspýtu skellti hann þeim saman — eða ætlaði að gera það en taugarn- ar fylgdu ekki boðum heilastarf- seminnar. Hann setti vettlinginn á hægri höndina og lamdi henni af grimmd við hnéð. Síðan setti hann vettlinginn á hina höndina og með báðum höndum jós hann snjó — með eldspýtunum — í kjöltu sér. Það var ekki að miklu gagni. Eftir töluvert brask tókst hon- um að ná eldspýtunum upp á milli úlnliðanna innanverðra, og þannig bar hann þær upp að beit í hana og nuddaði henni ut- an í fótinn á sér. Tuttugu sinn- um mátti það vera áður en hon- um tókst að kveikja á henni. Hann flýtti sér að bera hana að barkarberkinum, en brenni- steinssvælan fór upp í nefið á honum og niður í lungun; hann hóstaði ákaft og missti eldspýt- una í snjóinn, þar sem drapst á henni. Gamli jálkurinn í Sulfur Creek hafði rétt fyrir sér, hugsaði hann í örvæntingu sinni: í 40 stiga ADDISlffi B STERKAR Fæst aðeins í lyfjabúðum MEÐ OKEYPIS á FERÐAHYLKI ADDIS TANNBURSTI TANNBURSTI Á HEIMSMÆLIKVARÐA munninum. Það brakaði í skegg- inu þegar hann opnaði munn- inn með miklum erfiðismunum. Hann dró hökuna inn og rak út efri vörina, svo hann gæti skafið mesta snjóinn af eldspýtunum með tönnunum, þannig að hann gæti náð einni. Það tókst, og hann lét hana falla í kjöltu sér. En það var skammgóður vermir. Maðurinn náði henni ekki upp. Hann hugsaði sig um stundar- korn og beygði sig síðan niður, frosti ætti maður ekki að ferð- ast einn síns liðs. Hann barði sér af öllum lífs og sálar kröft- um, en hvergi bólaði á tilfinn- ingavotti. Skyndilega tók hann af sér báða vettlingana með því að bíta í þá, og tók upp allar eldspýturnar á milli handarjaðr- anna. Handleggii hans voru enn lifandi, svo hann gat klemmt eldspýturnar f ast á milli handar- jaðranna Síðan strauk hann þeim öllum við legginn á sér. Það kviknaði á 70 stormeldspýt- um í einu! Þær voru öruggar, því vindur var enginn. Hann sveigði höfuðið til, svo loginn brenndi hann ekki og hélt berk- inum að logandi eldspýtunum. Þá fann hann stinginn í hend- inni á sér. Hold hans brann. — Hann gat fundið það á lyktinni. Það var að brenna þarna niðri; hann fann það undir yfirborði kuldans. Stingurinn varð að sár- um verki sem stöðugt varð meiri og meiri. En hann gat ekk- ert gert. Hann hélt loganum klunnalega að berkinum sem tók ekki strax við sér því hendurnar á honum voru fyrir og tóku að sér mestan eldinn. Að lokum gafst hann upp og kippti höndunum sundur. Eld- spýturnar féllu hvissandi í snjó- inn, en barkarbúturinn logaði. Hann hófst þegar handa við að leggja það allra minnsta sem hann gat á eldinn, en hann gat ekki valið að eigin geðþótta þar sem hann varð að nota handar- jaðrana til að safna eldiviðinum saman. Þó beitti hann tönnunum af grimmd. Hann hlúði að eldin- um sem mest hann mátti og tal- aði við hann eins og lítið barn. Þetta gat bjargað lífi hans og mátti alls ekki deyja út. Allt í einu missti hann stóran mosa- köggul ofan á eldinn og litlu greinarnar dreifðust um allt. Hann reyndi að pota þeim sam- an með fingrunum en var það farinn að skjálfa svo mikið að það gerði aðeins illt verra. Hann hvíldi sig aðeins, en er hann hófst handa fór skjálftinn með hann á ný og áður en hann vissi af höfðu greinarnar gefið frá sér örlítið brak, gráan reykjarstrók og síðan drapst í þeim. Honum hafði mistekizt enn einu sinni. Hann leit vonleysis- lega í kringum sig og langaði mest til að gráta. Þá rak hann augun í hundinn sem sat þarna og glápti á hann og leif ar eldsins sem hafði mistekizt svo hrapal- lega. Dýrið færði þungann öðru hvoru frá einum fæti yfir á ann- an og virtist nokkuð eirðarlaus. Maðurinn fékk brjálæðislega hugmynd. Hann minntist þess að hafa heyrt sögu af manni sem hafði týnzt í byl, og hafði drepið hestinn sinn; síðan opnaði hann kvið dýrsins og skreið þar inn þar til hjálp barst. Þetta var einmitt það sem hann ætti að gera. Drepa hundinn og grafa hendurnar í heitan kvið hans þar til hann fengi tilfinningu í þær aftur og þá gæti hann kveikt nýj- an eld. Hann kallaði á hundinn en í rödd hans gat dýrið greint eitthvað ógnandi sem hræddi það; maðurinn hafði aldrei tal- að svona áður. Það var eitthvað að og djúpt niður í hyggnum hugarfylgsnum dýrsins fann það að þetta var einhver hætta. — Hundurinn vissi ekki nákvæm- lega hvað það var, en hann fékk ýmigust á manninum. Eyrun 5. tw. VIKAN 37

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.