Vikan - 29.01.1970, Blaðsíða 25
STJORNUSPA*
\3^W
^ a
m
&
4?
«*
&%J
Hrútsmerkið (21. marz — 20. apríl):
Piltum þessa merkis er hætt við að lenda í rysking-
um og orðaskaki sem heppilegast væri þó að komast
hjá. Þú færð sendingu langt að komna og langþráða.
Þér mun nýtast tíminn mjög vel til verka þinna.
Nautsmerkið (21. apríl — 21. maQ:
Það ber nokkuð á neikvæðum eiginleikum þínum
eins og er. Það gæti átt rætur sínar að rekja til
ósættar þinnar við ákveðna persónu. Ráðlegast er að
gleyma þvl er á milli ykkur hefur farið.
Tvíburamerkið (22. maí — 21. jún():
Þér hefur gengið illa að halda ákveðið loforð sem þú
ættir þó að leggja þig fram við að halda. Líkur eru
til að þú verðir að sitja leiðinlegt samkvæmi eða fé-
lagsfund af einhverju tagi. Heillalitur rauður.
Krabbamerkið (22. júni — 23. júll):
Þú verður fyrir einhverju sérstöku, persónulegu
happi. Þú ferð fremur ógætilega með fjármuni þína
en það kemur ekki að sök eins og er. Þú lendir í
félagsskap mjög skemmtilegs fólks. Heillatala tveir.
Ljónsmerkið (24. júlf — 23. ágúst):
Það er nokkur deyfð og drungi yfir öllum þínum
háttum. Þú þarfnast tilbreytingar. Reyndu eitthvað
sem þú hefur aldrei gert áður. Útiíþróttir og ferða-
lög myndu henta þér sérlega vel eins og er.
Meyiarmerkið (24. ágúst — 23. september):
Eitthvað verður til að breyta áformum þínum varð-
andi næstu helgi. Þú átt óvenjumikið frí og tóm-
stundir sem þú skalt nýta vel. Þú hittir persónu sem
gerir þér gramt I geði með tali sinu um vini þína.
Vogarmerkið (24. september — 23. október)
Þú reynir þig á nýju verkefni sem þér lánast mjög
vel og færðu verðskuldað hrós fyrir hjá yfirboður-
um þínum. Þú skalt haga öllum þínum gerðum vand-
lega. Þú verður þátttakandi í umbótastarfsemi.
Drekamerkið (24. október — 22. nóvember):
Það skiptast á skin og skúrir og þú veizt ekki alveg
hvar þú ert staddur. Kunningi þinn kemur þér til
hjálpar í mikilvægu máli. Þú kemur í framkvæmd
verki sem þig hefur lengi langað til að hefja.
Bogamannsmerkið (23. nóv. — 21. desember):
Þú hefur unnið sigur sem er mikilvægur fyrir sjálf-
an þig. Það stendur mikið til og þú ert mjög niður-
sokkinn í framkvæmdir mála. Vertu ekki of bjart-
sýnn en hugsaðu rökrétt og hunzaðu ekki smáatriðin.
Steintieitarmerkið (22. desember — 20. janúar):
Þú verður mjög upptekinn við störf þín heimafyrir.
Þú hefur vanrækt kunningja þína og ert nokkuð
mikið einn, það er þitt að bæta úr því og góður tími
til þess einmitt nú. Heillatala er sjö.
Vatnsberamerkið (21. [anúar — 19. febrúar);
Þú færð yfir að ráða nokkuð hárri fjárupphæð og
mikið i húfi að þú höndlir rétt. Þú hefur reynzt
nokkuð eigingjarn og laun þess eru að kunningjar
þínir eru ófúsir að rétta þér hjálparhönd.
Fiskamerkið (20. febrúar — 20. marz):
Þú ert fullur af þolinmæði og bráðlæti og það er
ekki nema von. Reyndu að drepa tímann í skemmti-
legum félagsskap og þá mun tíminn liða fljótar. Þú
færð skemmtilegar fréttir innan skamms.
BRÉFASKÓLI
SÍS OG ASÍ
SKOLINN OKKAR ALLRA.
Starfar allt árið.
Nú er ágætur tími til að hefja nám, og ekki síður
til að ljúka yfirstandandi námi með snjöllu átaki.
40 námsgreinar um að velja. Biðjið um upplýsingar.
Velkomin til náms.
BRÉFASKÓLISÍS OG ASÍ
Sambandshúsinu, Reykjavík.
VAGINN
MÞ
5. tw. VIKAN 29