Vikan


Vikan - 29.01.1970, Blaðsíða 13

Vikan - 29.01.1970, Blaðsíða 13
fulla grein fyrir því að kinn- arnar áttu eftir að kala örlítið og sá eftir að hafa ekki orðið sér úti um nefband eins og Bud var vanur að nota í miklum kuld- um. Svoleiðis bönd voru strengd yfir kinnarnar um leið og þar með hefði ekki verið nein hætta með þær. En það skipti ekki svo miklu máli, þegar á allt var lit- ið. Kal í kinnum var aldrei al- varlegt, aðeins örlítill sársauki til að byrja með, en svo var það búið. Þó svo að maðurinn gengi áfram, svo til hugsunarlaust, var hann varkár og tók vel eftir því sem var í kringum hann. Vík- inni, sem breyttist smátt og smátt, trjádrumbum hér og þar sem stóðu upp úr snjónum, hól- um, hæðum og beygjum og hann gætti þess alltaf vandlega að vera viss um hvar hann setti niður fæturna. Einu sinni, er hann fylgdi beygju sem var í slóðinni, hrökk hann skyndilega til baka, eins og fælinn hestur, og gekk nokkur skref aftur á bak. Auðvitað var víkin botn- frosin, en hahn vissi að litlir lækir komu niður úr fjallshlíð- inni og söfnuðust í polla á ísn- um — huldir snjó. Þetta var uppsprettuvatn, og því var það ómögulegt að það frysi — sem þýddi hætta! Þetta uppsprettuvatn var gildra. Það var ekkert grín að stíga niður í vatn, allt að 10 sentimetra djúpt, og sérlega þegar maður vissi ekkert af því, þar sem það var hulið örþunnri ísskán og snjór þar ofan á. Það var nú 55 stiga frost. Og stundum voru lögin mörg, þannig að um leið og maður var kominn niður úr einu lagi þá tók annað við og maður átti það á hættu að síga svona allt upp undir hendur. Þessvegna hafði hann hrökkl- ast burtu, dauðhræddur. Hann hafði heyrt braka í ísnum und- ir snjónum um leið og fótur- inn fór eitthvað aðeins dýpra en eðlilegt var. Og að bleyta á sér fæturna í svona veðri þýddi mikla hættu. Að minnsta kosti væri það töf, því þá væri hann neyddur til að stoppa, kveikja eld og reyna að þurrka fótabún- að sinn á meðan hann reyndi að halda fótunum sjálfum sæmilega hlýjum í skjóli eldsins. Hann stóð. nokkuð lengi og grandskoð- aði víkina og bakka hennar, og komst að þeirri niðurstöðu að vatnið kæmi frá hægri. Maður- inn nuddaði á sér nefbroddinn og kinnarnar um stund, gekk síðan rólega upp í hallann vinstra megin og bar fótinn varlega fyr- ir sig í hverju skrefi. Er hann taldi sig lausan úr allri hættu, fékk hann sér nýja, stór og góða tuggu af tóbaki — og hélt áfram, með fjögurra mílna hraða á klukkustund. Á næstu tveimur klukkustund- um varð hann var við fleiri svipaðar gildrur, en var fær um að varast þær, því venjulega var ógreinileg hola, sem stakk í stúf við flatt landið, til vitnis um hættuna. Einu sinni munaði þó ekki miklu, og í annað skipti ýtti hann hundinum út á. Hund- urinn vildi ekki fara, en maður- inn ýtti honum út á, og þá hljóp dýrið léttilega yfir hvítan og ósnortinn ísinn. Allt í einu brast ísinn undan dýrinu og það féll á hliðina, en tókst svo að jafna sig og ná öruggri fótfestu til að komast í öruggt skjól á ný. Hundurinn hafði bleytt á sér framfæturna, og það var orðið að ís áður en hann hafði náð upp á bakkann. Hann fór strax að reyna að sleikja af sér ísinn og lagðist síðan niður í snjóinn til þess að naga burtu klakann sem hafði sezt á milli tánna. Þetta var eðlisávísun hundrsins er sá fyr- ir þessu. Hundurinn vissi ekki að ef hann léti ísinn vera á milli tánna, fengi hann sára fætur. Nei, hann hafði ekki hugmynd um það, heldur hlýddi í blindni dularfullum kvöðum likama síns. En maðurinn vissi hættuna sem í þessu lá, því hann hafði lært um það í skólanum, og hann beygði sig niður til að hjálpa hundinum, eftir að hann hafði tekið af sér vettlingana. Hann var ekki vettlingalaus í meira en 50—60 sekúndur, og furðaði sig á því hversu fljótt fingur hans dofnuðu í kuldanum. Drottinn minn, hvað það var kalt. Hann flýtti sér að setja á sig vettling- ana aftur og barði sér hraust lega. Klukkan tólf var dagurinn bjartastur, en sólin var enn of langt í suðri á vetrarferð sinni, svo að hún kæmi í ijós við sjón- deildarhringinn. Manninum fannst það undarlegt að hann skyldi vera að labba þarna í Henderson-víkinni á hádegi. í heiðríkiu, en skuggar voru eng- ir. Og á mínútunni hálf eitt kom hann í botninn. Hann var ánægð- ur yfir því hversu vel ferðin gekk. Ef hann lenti ekki í nein- um vandræðum myndi hann ábyggilega vera hjá strákunum fyrir klukkan sex. Hann hneppti frá sér jakkanum og skyrtunni og dró fram matinn sinn. Þetta tók hann í mesta lagi 20 sekúnd- ur, en hann varð samt var við að kuldinn vann markvisst að því að deyfa tilfinninguna í fingr- um hans. Hann setti þó ekki á sig vettlingana, heldur sló fingr- unum duglega við legginn á sér, tíu eða tólf sinnum. Síðan settist hann á trjábol og ætlaði að fá sér að borða, en stingurinn sem hafði farið um fingur hans eftir að hann hafði lamið þeim við legginn á sér hvarf svo fljótt, að hann varð alveg gáttaður. Fingurnir dofnuðu svo að segja strax, svo hann hafði ekki nokk- urn möguleika á því að bíta í kexkökuna. Hann lamdi fingrun- um aftur og aftur utan í sig og setti að lokum á sig annan vettl- inginn, þar sem hann ætlaði að nota hina hendina við máltíð- ina. Hann reyndi að bíta í, en þá gat hann ekki opnað munn- inn vegna íssins, sem hafði hlað- ist upp í kringum munninn á honum. Hann hafði gleymt að kveikja eld og þýða aðeins af sér. Hann svekktist yfir fíflsku sinni og fann um leið dofann sem umlukti fingur hans og hendi. Hann varð einnig var við að stingurinn sem hann hafði orðið var við á tánum þegar hann fyrst settist niður, var að hverfa. Eitt andartak velti hann vöngum yfir því hvort tærnar á honum væru svona dofnar eða þá bara notalega hlýjar, en eft- ir að hann hafði hreyft þær inn í mokkasínunum komst hann að þeirri niðurstöðu að þær væru dofnar. Maðurinn setti vettlingana á sig í flýti og stóð upp. Hann var örlítið hræddur og hoppaði upp og niður þar til hann fann aftur fyrir stingnum í fótunum. Mik- ið andskoti var kalt. Maðúrinn í Sulfur Creek hafði sannarlega haft rétt fyrir sér þegar hann var að segja frá kuldunum hér í landinu. Og þá hafði hann hleg- ið. Ja, það sýndi bara að mað- ur gat aldrei verið viss. Það var ekkert um það að efast, það var kalt. Hann hoppaði upp og nið- ur og barði sér um leið, eins og gamall sjómaður, þar til hann var ánægður með hlýjuna sem streymdi um líkama hans. Þá tók hann eldspíturnar upp úr pússi sínu og fór að undirbúa eldinn. Hann týndji saman grannar greinar og ajlt upp í stóxa drumba, og innan skamms log- aði eldurinn glatt, og honum tókst að þýða ísinn úr andlitinu á sér svo hann gat tekið til við að borða kexið. Um stund fann hann ekki fyrir kuldanum og hundurinn naut þess að standa í varma eldsins; nægilega langt í burtu þó, til þess að fá ekki neista í feld sinn. Þegar maðurinn hafði lokið við að borða og hlýja sér, tók hann fram pípu og fékk sér að reykja. Síðan festi hann aftur á sig eyrnaskjólin og vettlingana og hélt áfram eftir vinstri slóð- Framhald á bls. 34. s.tbi. VIKAN 13

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.