Vikan


Vikan - 29.01.1970, Blaðsíða 44

Vikan - 29.01.1970, Blaðsíða 44
Starfsdagurinn á sjúkrahúsinu endar á sama hátt og hann byrj- aði, með stofugang á skurðsjúk- lingadeildinni. Og heima hjá sjúklingunum, sem nýlega hafa gengið undir aðgerð, bíða eftir- væntingarfullir ættingjar, — prófessorinn hringir alltaf sjálfur til þeirra. Það gerir hann áður en hann fer heim, með skjalatösku undir hendinni, tösku sem er full af skýrslum, sem hann þarf að fara nákvæmlega yfir. Viking Olov Björk vill hlusta á tónlist meðan hann gerir að- gerðir sínar. Þegar hann vann á St. Göran sjúkrahúsinu, lét hann sjúklingana, sem voru aðeins staðdeyfðir, velja tónlistina úr plötusafni sjúkrahússins. Hinn heimsfrægi skurðlæknir Clarence Crafoord. sem einu sinni var kennari Björks prófess- ors, sagði fyrir nokkru: „Ég þurfti að læra starf mitt, Viking er fæddur skurðlæknir." „Hvað hugsið þér, þegar þér standið frammi fyrir alvarlegri aðgerð?" „Fyrst og fremst að vinna með tæknilegri nákvæmni, og því næst að varast tímahrak, vinna á sem skemmstum tíma. Það er hægt að halda lífi í sjúklingi í fjóra, fimm tíma með hjarta og lungnavélinni, en styttri tími er ávallt til bóta, batamöguleikar meiri. Meðan á sjálfri aðgerðinni stendur, getur mannslíf oltið á sekúndum." Það er notalegt í vinnustofu prófessorsisn. hann segir frá því hvernig samband hann hafi við aðstandendur sjúklinga, sem gang undir lífshættulega aðgerð. „Ég tala um áhættuna og möguleikana, það þýðir ekki að tala um hlutfallstölur, ef eitthvað óvænt kemur fyrir, til dæmis blóðtappi. Það er erfitt að horf- ast í augu við slíkt atvik." „Eruð þér aldrei hræddur um að hönd yðar titri?" „Slíkt má maður ekki hugsa um, og svo verður maður að lifa heilbrigðu lífi!" „Verðið þér ekki var við kald- hæðni í huganum?" „Þvert á móti. í þessu starfi verður maður auðmjúkur og þakklátur. Hugsið um þennan lífsloga, sem þér sáuð blakta í dag.... Að sjá svo þennan mann aka heim til sín, og að öllum lík- indum biðja um vinnuleyfi fyrr en ég hafði hugsað mér, — slíkt gerir mann þakklátan, það er stórkostlegt að upplifa það." Það væri eftirsóknarvert að haga lifnaðarháttum sínum líkt og Viking Olof Biörk gerir. Hann stundar siglingar, skíða- og skautaferðir, og er jafngóður á vatnaskíðum og venjulegum skíðum, og venjulega fer hann í langar gönguferðir, þegar hann er heima. „Ég geng út að vitanum, lít eftir bátnum og hlusta á öldu- gjálfrið. það er sérstaklega nota- legt að gera það." ROYAL SKYNDIBÚÐINGARNIR ÁVALLT FREMSTIR ENGIN SUDA Tilbúinn eftir fimm mínútur 5 bragðtegundir JUP 8296 Viking Olov er spurður hvað honum þyki þýðingarmest í líf- inu; hann svarar: „Að gera eitthvað sem þjón- ar tilgangi, það eina sem ég sé eftir, er það sem ég hefi ekki gert." Samstarfsmenn hans vilja halda því fram að hann hafi áorkað nokkuð miklu, þótt hann sé aðeins fimmtíu og eins árs. Hann hefir unnið við hjartflutn- ing með samstarfsmönnum De- Bakeys í Houston. Hann hefir haft mikið samband við Barnard í Suður-Afríku, og hann hefir sjálfur sett gerviæðar úr plasti í fólk. Það er sagt að hann nái því að gera 160 stórar aðgerðir ár- lega. Stundum verður prófessorinn hugsandi, finnst hann hafi oft getað verið fljótari að taka ákvarðanir. Hann minnist orð- taks, sem faðir hans notaði oft: „Það er mikið erfiði fyrir líkam- ann að þurfa að þræla sér út fyr- ir heimskt höfuð". Hann fer oft til æskustöðvanna, ættaróðalsins Broby við Sunnasjö í Dölunum. Þar nýtur hann þess að ganga um skógana, segir að sér gangi vel að leyse. vandasöm málefni í því umhverfi. Hann gleðst yfir nýplöntuðum trjám á gömlum stöðum, segir að það sé dásam- legt að eiga rætur sínar á þessum gömlu slóðum. Hann býr í einbýlishúsi við Rádjursvagen í Stocksund. Börn- in hans fjögur reyna að fylgjast með föður sínum. Hann brýnir það fyrir þeim að vinnan sé fyrir öllu, og talar við þau fram og aft- ur, þegar þau biðja um meiri vasapeninga. „Þið eigið að vinna sjálf, þótt þið eigið hrausta for- eldra". Þess í milli spillir hann öllu hverfinu með eftirlæti, börnum og mæðrum þeirra. Þegar hann er á ferðalögum hefir hann mest yndi af að skoða málverkasýningar, sérstaklega El Greco málverk, og að kaupa fatnað á fjölskylduna. Hann hefir alltaf athugasemdir um nýjustu tízku í vasanum, og set- ur metnað í að kaupa það sem nýtt er af nálinni. Hann fer meira að segja til Carnaby, til að kaupa tízkuföt á börnin, en fyrir konu sína, Ingegerd, kaupir hann glæsilegan tízkufatnað hvar sem hann er staddur í heiminum. Þetta hefir alltaf gengið vel, nema þegar hann var fimm ár á undan tímanum. Árið 1962 keypti hann appelsínugulan hatt fyrir einn dollar. Sá hattur var aðeins einu sinni notaður, og það í myrkri á götum New York borgar----- Þegar Viking Olov á stundar- frið frá vinnu eða lestri vísinda- Úrval Kemur út mánaðarlega Gerízt áskrifendur rita, slappar hann af við lestur uppáhaldsblaðsins síns, og það blað heitir Andrés Önd. Hann skammast sín ekki fyrir að við- urkenna að hann hafi mikla ánægju af því. Árið 1944 fékk hann styrk, og fór með póstflugvél til Englands. „Við urðum að fljúga í óveðri, vegna þess að í björtu hefðu Þjóðverjar skotið á okkur frá Noregi." Hann var 14 mánuði í London, og gerði marga lungna- skurði. Þetta var meðan loftárás- irnar voru hvað skæðastar. „Það kom fyrir að rúður brotnuðu meðan við vorum að gera vanda- samar aðgerðir." Hann vill ekki yfirgefa ættland sitt. Ekki ennþá, þrátt fyrir það að sænsk lög banna hjartaflutn- inga, en hann hefir mikinn áhuga á þeim. Hann segir: „É'g fékk ákaflega girnilegt tilboð frá Bandaríkjunum fyrir tíu árum, en konan mín er hyggin, og hún kom mér til að afþakka það. Hún sagðist ekki vilja verða rík ekkja . í Bandaríkjunum." Viking Olov langar ekki heldur til að verða fyrir umferðaslysi í New York, umferðin þar skelfir hann. En hann hefir með þökkum þegið lífstíðarvegabréf til Bandaríkj- anna. „Það sparar mér mikinn tíma... " Viking Olov leikur líka golf í Stokkhólmi, en þar er það stóri bróðir hans, sem hefir yfirhönd- ina. Hann er tannlæknir og „verður að vera vel klæddur," segir litili bróð'ir. „Það er ágætt, því þá get ég erft fötin hans, það er að segja golffötin. Ég á reyndar ágætis föt, sem ég keypti á útsölu í sumar, og önnur sem ég lét sauma fyrir sautján árum. í£g storka bróður mínum með því að þau passa mér enn- þá, ég er alltaf jafnþungur, 72 kíló, þrátt fyrir að ég fór á nám- skeið í matreiðslu." Honum þykir gamacn að elda mat, og hann er snillingur í að matreiða nautalundir á marga vegu. Og ef á þarf að halda get- ur hann líka fest á sig tölu, en það gerir hann ekki nema í neyð. „Ég fer oft á læknaráðstefn- ur," segir hann, „það er sagt að slíkar ráðstefnur sæki ýmist gamlir fauskar eða ungir fram- gjarnir menn. Kannski ég sé bara gamall framgjarn maður. En gamli Volvoinn minn passar ekki rétt vel inn í þann ramma." Viking Olov fyrirlítur fólk sem ekki er hægt að treysta, hann segir að það sé ekki hægt að vinna með því. Þegar við yfirgefum vinnustofu hans, verður okkur litið á fylgi- bréf frá Norrland. Á því stendur: „Hreindýrasteik og hiartark.iöt." Líklega er þetta frá einhverjum fyrrverandi sjúklingi, sem „pró- fessorinn með hjartað" hefir gert að heilbrigðum og hamingjusöm- um manni.... 48 VIKAN 5- «•

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.