Vikan


Vikan - 29.01.1970, Blaðsíða 30

Vikan - 29.01.1970, Blaðsíða 30
Að kveikja eld Framhald af bls. 13. inni sem lá upp eftir víkinni. Hundurinn varð vonsvikinn, og væflaðist kringum eldinn. Þessi maður vissi ekki hvað kuldi var. Sennilega höfðu forfeður hans aldrei kynnst raunverulegum kulda; fimmtíu og fimm gráðu frosti á celsius. En hundurinn vissi það og forfeður hans höfðu sannarlega vitað það líka, að það er ekki hollt að vera á labbi í fimmtíu og fimm stiga frosti. Þá átti annaðhvort að liggja inni í hlýju húsi eða þá að grafa sig niður í snjóinn og fara fram á það við guðina að sóHn fengi að hella geislum sínum yfir láð og lög. En í rauninni var ekki svo mikill munur á manninum og hundinum. Hver var þræll hins? Það eina sem hundurinn nokkru sinni fékk frá mannin- um var hrottaskapur; ónot og svipuhögg. Hundurinn svaraði í sömu mynt, svo framarlega sem hann gat því viðkomið. Þessi var ástæðan fyrir því að hund- inum var skítsama um manninn, og hörfaði aftur að eldinum. En maðurinn blístraði og rödd hans hljómaði sem svipan, svo hund- urinn sá sitt óvænna og skokk- aði áfram við hæla hans. Maðurinn setti upp í sig nýja tóbakstuggu og nýtt tóbaksskegg tók að myndast á höku hans. Frostið sá til þess, að skegg hans, augabrúnir og augnhár varð allt orðið hvítt á ný; krystallarnir sem hann hafði brætt af sér við eldinn voru komnir aftur. Það virtust ekki vera margar gildrur vinstra megin við víkina ina, og í hálfa klukkustund sá maðurinn engin merki um neitt vatn. En þá skeði það. Allt í einu, áður en hann gat nokkuð gert, og þar sem ekkert bar á neinu óveniulegu, brotnaði ís- undan honum og hann sökk upp að hnjám í jökulkalt vatn. En honum tókst að krafsa sig upp á bakkann. Hann var ^eiður og bölvaði upphátt. Hann hafði reiknað með og vonað að hann myndi vera með strákunum í skálanum klukkan sex, en nú var hann þegar orðinn klukkutíma á eftir áætlun, því hann yrði að stoppa, kveikja eld og þurrka fótabúnað sinn. Það var algjör nauðsyn í þessum kulda, svo mikið vissi hann, og hann klifraði upp á bakkann. Þar safnaði hann á ný saman nokkrum greinum og trjá- bútum sem hann henti í snjó- inn — það myndi varna því að eldurinn færi á kaf í snjóinn er hann bráðnaði undan hitanum. Því næst dró hann upp eldspýt- urnar, strauk einni við barkar- bút sem hann var með í vasan- um. Barkarbúturinn brann jafn- vel betur en pappír, og hann vandaði sig mikið er hann bar logann að grönnum greinunum. Hann vann hægt og varlega, fullkomlega var hættunnar sem hann var í. Smátt og smátt, eft- ir því sem eldurinn efldist, bætti hann stærri greinum á eldinn. Hann vissi að hann hafði ekki efni á því að gera nein mistök, því það er sama og dauðadómur í 55 stiga frosti ef maður er blautur í fæturna. Ef maður er þurr, þá er allt í lagi; hlaupa í 10 —15 mínútur eftir slóðinni og þá fer blóðið á hreyfingu aftur. En blóðið í blautum og frjósandi fótum fer ekki á hreyfingu í 55 stiga frosti. Sama hve hratt hlaupið er, frostið vinnur alltaf. Maðurinn vissi þetta allt sam- an. Gamli maðurinn í Sulfur Creek hafði sagt honum þetta og nú virti hann það. Öll tilfinning- in var farin úr fótunum, og fing- urnir voru dofnari en grjót, því hann hafði þurft að taka af sér vettlingana til að geta kveikt eldinn. Á meðan hann gekk fjór- ar mílur á klukkustund hafði hjartað slegið af fullum krafti, en um leið og hann stanzaði, hægði það á sér. Það var alveg sérstaklega kalt á einum stað á jörðinni, og þar sem hann þurfti endilega að vera á þessum til- tekna stað, varð honum ískalt. Blóðið í likama hans var lifandi eins og hundurinn, og eins og hundurinn langaði það að koma sér undan kuldanum, grafa sig niður. Svo leng' sem hann gekk með fjögurra mílna hraða á klukkustund hamaðist blóðið í æðum hans og hélt honum heit- um, en um leið og hann stoppaði sökk blóðið niður í iður líkama hans. Útlimir hans urðu fyrstir til að finna blóðleysið. Fætur hans frusu hraðar og fingurnir dofnuðu æ meir, þó þeir væru ekki farnir að frjósa enn. Nef og kinnar voru þegar farin að frjósa og kuldahrollur fór um hann allan En hann var öruggur. Tær, nef og kinnar myndi aðeins rétt kólna meira en svo yrði allt í lagi, því eldurinn fór að brenna glaðlega. Hann lagði örgrannar greinar á eldinn og innan skamms myndi hann geta sett heila trjábúta á Þá gæti hann farið úr skóm og sokkum, og á meðan hann þurrkaði það myndi hann ylja fæturna í varma elds- ins, eftir að hafa nuddað þá með snjó, auðvitað. Eldurinn log- aði, og hann var öruggur. Hann rifjaði upp ráðleggingar gamla mannsins í Sulfur Creek og brosti. Sá gamli hafði varað hann dyggilega við því að ferð- ast einn 5 KAondike í meira en 40 stiga frosti. Haha, hérna var hann, hafði lent í óhappi, aleinn og hafði borgið sjálfum sér. Þessir gömlu jálkar voru nú meiri kveifurnar. Rétt eins og kerlingar margir hverjir. Það eina sem maður varð að gera var að hafa stjórn á sjálfum sér og þá var sko allt í lagi. Hvaða raunverulegur karlmaður gat ferðazt einn síns liðs. En mikið skolli fraus hann fljótt. Og hon- um hafði aldrei dottið í hug að nokkuð gæti orðið jafn líflaust HVAR EB ÖRKIN HANS NOA? Það er alltaf sami leikuxinn í henni Yndisfríð okkar. Hún hefur falið örkina hans Nóa einhvers staðar í blaðinu og heitir góð- um verðlaunum handa þeim, sem getur fundið örkina. Verð- launin eru stór konfektkassi, fullur af bezta konfekti. og fram- leiðandinn er auðvitað Sælgætisgerðin Nói. Siðast er dregiS var hlaut verSlaunin: Axel K. Axelsson, Bæjarhvammi 5, Ha{narfirði. Vinninganna má vitja í skrifstofu Vikunnar. Naín Helmili Örkin er a bls. _> á jafn stuttum tíma og nú var raunin á um fingur hans. Þeir voru svo líflausir að hann gat ekki einu sinni tekið um hríslu; fingurnir virtust vera lausir við líkamann og hann sjálfan. Hann varð að horfa p til að ganga úr skugga um hvort hann væri raunverulega með grein á milli fingranna. Nú varð hann að drífa sig. Hann fór að taka mokkasínurn- ar af sér og horfði á eldinn, sem dansaði lífdansinn af fullum krafti. Mokkasínurnar voru klakastykki, býzku sokkarnir voru eins og stálbrynja upp á miðja leggi og reimarnar sem vír, allur flæktur og snúinn. Eitt andartak reyndi hann að krafsa í þær með líflausum fingrunum, en svo hætti hann og náði í hníf- inn. En áður en hann gat beitt hnífnum gerðist það. Það var hans sök — eða réttara sagt hans mistök. Hann hefði ekki átt að kveikja eldinn undir trénu, held- ur á bersvæði. En það hafði ver- ið auðveldara að krafsa grein- arnar frá trénu og henda þeim beint á eldinn. Á greinum trés- ins var töluverður snjór, og í hvert skipti sem hann kom við tréð hafði hann ert það. Honum hafði ekki fundizt það mikið, en það hafði trénu fundizt, þar sem ekki hafði verið nokkur gola í margar vikur, og þessi erting var nægileg til þess að stórkost- legt slys varð. Hátt uppi í trénu svignaði ein greinin undir snjón- um, sem féll niður og hristi af öllum þeim sem á vegi þess varð. Snjóflóðið féll á tréð og áður en maðurinn vissi, hafði allt saman fallið á eldinn og eldurinn var grafinn undir snjónum! þar sem eldurinn hafði brunnið svo glatt var nú aðeins hrúga af snjó. Maðurinn var sleginn. Það var sem hann hefði heyrt dauðadóm- inn kveðinn upp yfir sér. Um stund sat hann og starði á stað- inn þar sem eldurinn hafði brunnið, en síðan róaðist hann. Sennilega hafði gamli maðurinn í Sulfur Creek haft rétt fyrir sér. Hefði hann ekki verið einn, hefði hann verið öruggur núna. Félagi hans hefði einfaldlega kveikt eld á nýjan leik. Jæja, nú varð hann að gera það sjálfur og í annað skipti mátti alls ekk- ert hindra að hann gæti þurrkað sig. Og jafnvel þó allt færi vel myndi hann missa nokkrar tær. Fætur hans voru illa farnir nú þegar og það myndi líða nokkur tími áður en hann gæti kveikt eldinn svo hann hefði gagn af. Hugsanirnar runnu rólega í gegnum huga hans, en hann sat ekki á meðan. Hann var önnum kafinn við að safna efni í eld- inn, nú á bersvæði, þar sem eng- inn snjór gat óvænt fallið á hann. Hann lagði fyrst stórar greinar beint á snjóinn, nokkurs konar grunn, þá safnaði hann þurru grasi og mosa, úr sefinu við vík- 34 VIKAN 5 tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.