Vikan


Vikan - 29.01.1970, Blaðsíða 46

Vikan - 29.01.1970, Blaðsíða 46
allt í einu í svefnherbergi hennar um miðja nótt. En ég ætla að skoða mig vel um hér. Við gengum hljóðlega yfir brúna. — Ég hef engan áhuga á þeim hluta hallarinnar, sem þú hefur fengið að ganga frjáls um, aðeins þeim hluta, sem þú hefur ekki enn- þá séð, bætti hann við. — Charles, ætlar þú að gera ein- hvern reyfara úr þessu? Það er eng- in ástaaða til að halda . . . . — Líklega ekki. Stökktu nú. Ég stökk, hrasaði þegar ég kom yfir, og hann greip mig í fangið. Það var skrítið, ég hafði ekki hugsað út í það hve sterkur hann var. — Ég sá reipi í herberginu þarna, sagði hann. — Það ætti að létta okkur undankomuna, ef við finnum ekki bakdyrnar. — En hvers vegna sagði John Lethman að það væri aðeins einn inngangur í höllina, hvers vegna laug hann? — Hann hefur ekki viljað að þú vissir að það væri gegnumgangur undir tjörnina. — Þá skil ég ekki hvers vegna hann lét mig vera hér. — Einfaldlega vegna þess að kvennabúrið er byggt sem fang- elsi. Þess vegna hefur hann kom- ið þér fyrir hér. og sagt þér sög- una af grimmu hundunum, svo þú þyrðir ekki að hreyfa þig. — En þá hlýtur að vera eitthvað óhreint í pokanum, sagði ég hugs- andi. — Ég hef ekki sagt þér enn- þá að ég sá Halide, með rúbin- hringinn hennar Harrietar frænku á fingrinum. og að það er örugglega ástarsamband á milli þeirra, henn- ar og Johns Lethman, og svo er mér líka Ijóst að þeim er alveg sama um gömlu konuna, — það er reyndar furðulegt, því að f gær- kvöldi voru þau svo umhyggjusöm gagnvart henni. Ég sagði honum svo frá því sem ég hafði séð fyrr um daginn. — Charles, ég sá að hún var með hringinn, og ef ég á að segja sann- leikann . — Bíddu andartak, ég ætla að kveikja á vasaljósinu. Stattu þarna og lýstu mér, ég ætla að gá að reipinu. Hann hvarf. Ég horfði hugsandi á eftir hon- um. Að vísu hafði ég ekki hitt hann í fjögur ár, en ég þekkti öll blæ- brigði í rödd hans. Af einhverjum ástæðum hafði hann komið hingað til mín. Það var eitthvað sem hann vissi, eða grunaði, eitthvað sem hann hélt leyndu fyrir mér. Hann kom með reipið. — Og nú getum við ekkert gert annað en að bíða. Eigum við að segja einn klukkutíma? Bara að ég geti komið mér burt, áður en birta tekur — Hvar er bíllinn? — Einum kílómeter fyrir utan þorpið. Þar voru rústir, svo ég gat falið hann. En nú skulum við njóta þess að hlusta á næturgalana, meðan við bfðum. En þess gerðist ekki þörf. Við neðsta þrepið á stiganum voru dyr. 50 VIKAN 5-tbL Þær voru auðvitað lokaðar. En þeg- ar Charles þrýsti höndinni á hurð- ina, þá opnuðust dyrnar, alveg hljóðlaust, eins og þær sem uppi voru. Ég smeygði mér gegnum dyrnar á eftir honum. Við komum inn f háa hvelfingu, svo háa, að skinið frá vasaljósinu var aðeins eins og depill. Beint fyrir framan okkur voru aðrar dyr, og þær voru eins og aðal- dyr hallarinnar úr bronsi. — Þetta hljóta að vera dyr furst- ans, hvíslaði ég. En hann lýsti í þveröfuga átt, til vinstri. — Við verðum að tryggja okkur undankomu fyrst, sagði hann lágt. — Ég þori að veðja að þessi leið liggur að bakdyrunum. Gangurinn var langur og boga- dreginn. Gólfið lagt venjulegum hellusteinum. Gangurinn lá upp í móti og mætti svo öðrum gangi, sem lá beint út af honum í vinkil. Við námum staðar við hornið og lýstum vel á undan okkur. Loftið var töluvert betra þarna, og það var greinilegt að þessi gangur opn- aðist út. Svo heyrði ég til hund- anna, þeir gelltu einhvers staðar til hægri við okkui. — Þetta er leiðin, sagði Charles og hélt áfram til vinstri. Nokkrum mínútum síðar sáum við gegnum opið, sem opnaðist út að Adonisgilinu. Bakdyrnar voru byggðar inn í klettinn fyrir neðan höllina. Brattur stígur, höggvinn í klettinn, lá gegn- um trjáþykknið, sem við höfðum séð fyrr um daginn; sykamoretrén huldu alveg innganginn. Það hefði ekki verið hægt að koma auga á hann frá hásléttunni. Hliðið var sterklegt, járnslegið og kyrfilega læst. — Taktu eftir, sagði frændi minn, — mátulega breitt fyrir hest, — og svo þessi langi gangur undir kvennabúrið upp f forgarðinn, miðj- una. Það er sniðugt af þeim að láta lykilinn standa í skránni. Hann leit á armbandsúrið. Klukkan var yfir tvö. Hann var hugsandi á svipinn, næstum skuggalegur. — Christy . . . Viitu halda áfram? Ég á við að dyrum furstans? Eða viltu heldur fara aftur til kvenna- búrsins? — Ég er ekki eins hrædd við John Lethman, eins og þú virðist vera. Við héldum áfram. Og dyr furstans voru heldur ekki læstar, þær lágu að þröngum boga- göngum koldimmum og algerlega tómum. Gólfið var úr marmara, en þakið slitnum mottum, sem deyfðu skó- hljóð okkar. Hingað og þangað voru dyr, rétt eins og ég hafði áður séð, þegar ég var að forvitnast og skoða kvennabúrið, dyrnar opnuðust út í eitthvert tóm, eða ruslahaug. Char- les lýst fyrir okkur. — Hér höfum við þá gryfju Alad- dins, sagði hann allt f einu. í fyrstu sá ég ekki hvað það var, sem hafði vakið athygli hans. Þarna voru gömul húsgögn, skrautmunir, köngulóarvefur,- sama ógeðslega draslið alls staðar. í stórum skáp voru margar bækur, sem ekki voru eins rykfallnar og hitt dótið. Charles lýsti í kringum sig, hann tók varlega upp eina bókina, og þegar hann blés af henni rykið, sá ég að hún var gyllt í sniðum. — Þetta er eintak af kóraninum, og það fallegt eintak. Sjáðu! Pappírinn var þykkur og vandað- ur, og arabiska letrið, sem í Sjálfu sér var mjög fallegt, var prýtt alls konar útflúri á blöðum og spássí- um. Þetta var það verðmæt bók, að ég gat ekki hugsað mér að nokkur gæti látið hana liggja þarna undir skemmdum. Hann lagði bókina frá sér, og lét Ijósið leika um hillurnar. Allt í einu snarstanzaði hann. — Sérðu það sem ég sé? — Charles, þetta eru þó ekki Gabrielshundarnir þínir? — Einmitt. Haltu á Ijósinu fyrir mig. Ég horfði á hann þegar hann tók varlega upp annan hundinn. Hann tók upp vasaklút og þurrkaði af honum rykið. og smám saman kom gripurinn í Ijós. Þetta var einhvers konar sambland af hundi og Ijóni, úr Ijósgulu postulíni, með skraut- legri gyllingu. Þetta var tík, sem vafði úfnu skotti utan um hvolp, á milli fóta sér. — En hvers vegna hefur hún fleygt þessum dýrgripum hingað? sagði ég, en ég hafði það á til- finningunni að hann heyrði ekki til mín. Framhald í næsta blaði. MIOA PREIMTUIM HILMIR HF SKIPHOLTI 33 - SIMI 35320

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.