Vikan


Vikan - 25.03.1970, Qupperneq 12

Vikan - 25.03.1970, Qupperneq 12
Þegar Lori Kensington kom ókunnug til óðals Hú skildi naumast heimilisfólkið og þau tengsl, sem batt það saman. Búgarðurinn var naumast h | fann, að þótt sumir væru henni vinveittir,^ RHUÐn HERBERGID 1. KAFLI Þetta var mjög gamall bær, og járnbrautarstöðvarstjórinn leit út fyrir að vera enn eldri. Hann glápti á Lori og sagði milli tannanna: „Eruð þér af Kensington-ættinni?" Á meðan fitlaði hann við töskurn- ar hennar, sem hún var orðin þreytt á að hafa meðferðis í lestarferðinni frá Pétursborg. Þessi kaldi vertur hafði líka verið þreytandi. „Eg heiti Lori Kensington", svaraði hún án þess að segja honum, hvernig skyldleika hennar við James Leland Kensington væri háttað. „Get ég feng- ið leigubíl í Ardmore?" „Áreiðanlega. Hann heldur sig við vöruhús Murchals. Hann hagar sér ekkert eftir lestarferðunum, því að það er sjaldgæft, að ferðamaður komi hingað núorðið, , Þér eruð með fjórar nýjar ferðatöskur. Eruð þá skyld einhverjum af hinum efnaðri Kensingtonum." Lori vissi ekki, hverju svara skyldi, því henni var ókunnugt um, að til væru tvenns konar Kensingtonar. Og nú skaut upp í huga hennar efa- semdunum, sem höfðu hrjáð hana í marga daga. Hún virti fyrir sér gamla manninn meðan hann afskrifaði farangur hennr; það var eins og hann ætti bágt með að trúa, að svona fallegar ferðatöskur gætu til- heyrt svo grannri og stillilegri stúlku. Hún reyndi að bera fram spurningarnar, sem höfðu hljómað í höfðinu á henni frá því lögfræðingur fjölskyldunnar hafði tilkynnt henni, að hún hefði erft stjúpföður sinn. Spurningarnar voru margar og allar sveipaðar dul og beyg. En allt hafði magnazt við að sjá þennan fornfálega bæ og tortryggna gamla manninn. Hún lagði af stað yfi rslitinn brautarpallinn í áttina, sem maðurinn hafði bent, og eitt sinn festist annar hællinn á skónum hennar í rifu. Þegar brautarstjórinn heyrði hana leggja af stað, kallaði hann í álös- unartóni: „Viljið þér fá síma? Viljið þér ekki heldur, að hann sæki yður hingað?" „Jú, takk," svaraði Lori, og varð vonbetri við þennan vinsemdarvott. Hún reyndi að brosa, en hann var jafn durtslegur og benti með þumal- fingri, og Lori gekk að stöðvardyrunum. Það var skuggsýnt inni á skrifstofunni og draslaralegt. Síminn stóð eins og ólöguleg hrúga á svörtum, sívölum fæti o gvið hliðina illafarin símaskrá. En sem betur fór var leigubílsnúmerið utan á. Hún flýtti sér að hringja, og letileg, hás rödd svaraði, að bíllinn mundi koma til hennar eftir þrjár mínútur. Hún hafði engan rétt til að vera með merkilegheit, hugsaði hún. Þetta var ekki bærinn hennar og þar sem hún bar ugg í brjósti með tilliti til James Leland Kensington, fannst henni, að íbúarnir í Ardmore hefðu góða og gilda ástæðu til að vera varkárt gagnvart einum.af Kensington-ættinni. Hún var ókunnug, ung, snoturleg borgarstúlka, sem erft hafði auð fjár,- meira en hún hefði getað látið sig dreyma um, og einnig erft landareign, sem hún hafði aldrei séð . . . Svo kom leigubíllinn, og hún varð að gera hlét á þessar hugsanir. Farartæki þetta var engu skárra útlits en hún hafði gert ráð fyrir: ræksnislegt og skítugt og hávaðasamt, en þó ekki eins hávært að sínu leyti og bringubreiði karlmaðurinn, sem ók. Gamla kaskeitið, sem sat á ská á höfðinu var mjög í stíl við kankvíst brosið og kraftalegar hend- urnar. „Halló, Sime!" kalalði hann til gamla mannsins, sem beið eftir að hreinsað væri af brautarpallinum. ,,Þú ert farinn að velja betur eftir að þú brauztgleraugun þín!" „Ég hef ekki valið hana þessa", svaraði Sime og snéri til klefa síns. Ungi maðurin brosti þannig til Lori, að hún gleymdi næstum leiðinda- tóninum í rödd gamla mannsins. Lori leit aftur á bílstjórann. Hann var stór vexti, næstum ógnvekjandi hár, eins og sumir knattleiksmennirnir í menntaskólanum, til dæmis Vic og Arnie, — og úr andliti hans mátti lesa vissan þroska, sem hún skildi ekki vel. En hann bar þykkt, rautt skegg, hafði breiðan munn og sterklegt nef, og augun voru stór og blá. „Takið ekki mark á Sime, ungfrú," sagði hann hljómmikilli röddu. „Hann er veikur fyrir þéttholda kvenfólki og Skotastúlkum. Eruð þér ekki kennari?" „Nei. Þessar ferðatöskur. . . ." Hann tók upp töskurnar eins léttilega og ekkert væri í þeim, opnaði síðan bíldyrnar og gaf henni merki kurteislega. Lori roðnaði lítið eitt, er hann virti hana fyrir sér, og sté inn. Bíllinn var janffornfálegur að innan sem utan, en samt fannst henni bæði bíllinn og bílstjórinn orka þægilega á sig. Það lét hátt í fjöðrunum, er hann smeygði sér undir stýrið. „Hvert á að fara, ungfrú?" „Til Kensington búgarðsins," svaraði Lori fremur strengilega. Þetta svar gerði hann hvumsa. Hann vætti varirnar með tungubrodd- inum og mælti: „Nei.... reynið aftur, ungfrú." „Hvers vegna skyldi ég ekki vita, hvert ég er að fara? Ég heiti Lori Kensington, og hef fullan rétt til........" Hann leit aftur og horfði fast í augu hennar. Hann brosti, en ekki glaðlega, og nú tók Lori eftir, hve stórar og reglulegar tennur hans voru, þær gætu hafa verið í einhverju dýri. „Velkomin heim, frænka," sagði hann og benti á litla, innrammaða ökuskírteinið með mynd af sér og var fest við sólarskyggnið. Nafnið sem á því stóð var James L. Kensington, — og nú varð Lori gripin óskilj- anlegum skelk. Hún hafði verið fjögurra ára gömul og mjög ánægð með lífið hjá mömmu sinni, sem var ekkja í stóra húsinu á hæðinni. Um vorið spratt grænt, gróskumikið gras upp úr frjósamri jörðunni, o geinhver maður málaði steingirðinguna hvíta. Lori Pomeroy hélt því, að allur heimur- inn væri svona grænn og snoturlegur. Stundum lofaði maðurinn, sem hjálp- aði til, henni að setja á hestunum Flossy og Nell. Þarna var lækur, sem kom streymandi út úr skóginum, og á kvöldin og nóttunni heyrðist í gulunum, og stundum var mikil rigning. Húsið var indælt, allsstaðar húsgögn og handofin teppi. Á þessum búgarði í Connecticut var allt svo milt og gott. En svo hafði mamma hennar komið heim frá New York með hávöxnum manni, ströngum á svip. Amma Lori hafði sagt henni að kalla hann „pabba". aðir Lori hafði látið líf sitt f bllslysi, þegar hún var tveggja mánaða gömul. En þessi nýi pabbi hennar var meiri raunveruleiki fyrir hana, og hún kallaði hann hlýðin pabba. Og hún fann fljótlega, að mamma hennar gaf henni nú miklu minni gaum en áður en talaði þeim mun meira við manninn sinn. En róleg rödd hans og þurrleg framkoma hafði Framhald á bls. 47 R< OG SPENNANDI TBAMIAIHSSAGA 12 VIKAN 13 tbl

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.