Vikan


Vikan - 25.03.1970, Side 3

Vikan - 25.03.1970, Side 3
13. tölublað - 25. marz 1970 — 32. árgangur í ÞESSARI VIKU „Þegar Lori Kensington kom ókunnug til ÓS- alsseturs ættmenna sinna, varS henni um og ó. Hún skildi naumast heimilisfólkiS og þau tengsi sem bundu þaS saman. BúgarSurinn virtist búa yfir ýmsum leyndar- dómum, enda kom það fljótlega í Ijós." Frá þessu segir í upphafi nýrrar framhaldssögu, „RauSa herberginu", sem hefst í þeþssu blaSi og er spennandi frá upphafi til enda. Fyrir ekki alllöngu var haldin á Hótel Sögu tízkusýning Félags kjólameistara hér á landi. Tiu kjólameistarar tóku þátt í sýningunni og alls voru sýndar rúmlega 30 flíkur, sem allar voru sérstaklega saumaSar af þessu tilefni. ViS birtum myndir á fjór- um síSum frá þessari tízkusýningu í þessuu blaSi. Sambía er riki í sunnanverSri Afríku og hét áSur NorSur-Ródesía. ÞaS er sjö sinn- um stærra en Island og íbúar eru tæpar fjórar milljónir. í þessu blaSi birtum viS grein, þar sem brugSiS er upp svipmynd af ástandinu i landinu, sem raunar gæti átt viS hvaSa vanþróaS land sem er. ÞaS eru fleiri skaSvaldar en eiturlyfin, sem ógna lifi og heilsu okkar. Eitt af þvi er til dæmis reykingar, en æ betur kemur nú í Ijós meS auknum vísindalegum rann- sóknum skaSsemi þeirra. Um allan heim, og þó sérstaklega í Bandaríkjunum, er hafin herferS til þess aS fá menn til aS hætta aS reykja. VIKAN hefur ákveSiS aS slást í hópinn og birtir athyglisverSa grein um skaSsemi reykinga. Einn mesti viSburSur ársins er líklega opnun heimssýningarinnar í Japan, EXPO 70, en sagt er aS hún sé stórkostlegasta sýning, sem sést hefur í heimi hér. Hún var opnuS 15. marz siSastliSinn, og i tilefni af þvi birtum viS grein um Japan, sem nú er orSiS þriSja mesta framleiSsluland heims. Margir spá því, aS 21. öldin verSi fyrst og fremst öld Japans. Lionsklúbburinn heldur árlega allfrumlega skemmtun, sem kallast Kútmagakvöld. Þessi skemmtun er einvörSungu fyrir karl- menn og er snæddur dýrSlegur matur úr ríki sjávarins. VIKAN brá sér á Kútmaga- kvöldiS í ár, sem haldiS var aS Hótel Sögu, og í næsta blaði birtum við skemmtilegar svipmyndir þaðan. í NÆSTU VIKU FORSfÐAN PáskaforsiSu okkar prýSa allar stúlkurnar sex úr Ungu kynslóSinni 1970. Sjá fleiri myndir af þeim inni í blaSinu. Skreytinguna annaðist Blómabúðin Dögg, en páskaeggið lánaði SælgætisgerSin Nói. (Ljósm. Sigurgeir Sigurjónsson). I FULLRI ALVÖRU SlÐASTA SlLDIN Langt er síSan fariS var að ympra á því að ekki gæti það gengiS til lengdar fyrir okkur íslendinga að treysta aðeins á sjávarútveg og landbúnaS til að lifa af, og var EFTA-aðildin hvaS helzt réttlætt með því aS hún gæti orðiS iðnaði okkar Ivftistöng og þar með rennt nýrri stoð undir byggingu þjóSarbúsins. Nú er þaS svo að enn erum við jafnnær um hvað EFTA færir okkur, hvort heldur þaS verður gott eða illt. En eitt er víst að oft var þörf, en nú er nauðsvn að eitthvaS nýtt komi þjóðarbú- skap okkar til bjargar. Þvi að fyrir skömmu voru okkur í fjölmiðlum tilkynnt tiðindi, sem eru ein- hver þau geigvænlegustu í samanlagðri íslands- sögunni. Þau voru á þá leiS aS sildin okkar blessuð, þetta duttlungafulla og langelta silfur hafsins, væri svo gott sem útdauð og þorskurinn, önnur mesta heillaskepna þessa lands, virtist einnig vera aS komast á heljarþröm. Kunnara er en frá þurfi aS segja aS svo til allur útflutningur okkar er sjávarafurðir, og aS þeir tveir fiskar sem efnahagur okkar hefur byggst á einkum eru einmitt þessir tveir, sem nú virðast eiga ekki ýkjalangt í örlög geirfuglsins. Og ef marka má þaS sem til þessa hefur komiS fram í umræðum um þessi mál er ekki sjáanlegt að enn hafi veriS fundin önnur ráðn gegn hásk- anum en aS „hopa úr einu vigi í annað", eins og komist var að orði í sjónvarpsþætti fyrir skömmu. Það hefur einnig komið fram að á alþjóSa- ráðstefnum um fiskimál hafa Islendingar fyrir löngu ráSlagt meiri varkárni í sókninni gegn fiskistofnunum en aðrar þjóðir hafa viljaS fallast á. Þetta kæruleysi erlendra þjóSa stafar efalaust að minnsta kosti meðfram af þvi að hjá þeim flestum eru fiskveiSar aSeins aukaatvinnuvegur, en ekki algert lífsspursmál eins og hjá okkur. Áreiðanlega er full þörf á að íslendingar tví- efli tilraunir sínar á alþjóðavettvangi í þá átt aS látið verði af að reka fiskveiðar sem tillitslausa og eyðileggjandi rányrkju, eins og til þessa hefur verið gert. Þessutan er varla úr vegi aS við athugum alla hugsanlega möguleika á ráð- stöfunum, sem við gætum gert á eigin spýtur. Sú var tíðin að sú hugmynd þótti ekki óeSlileg aS við helguðum okkur allt landgrunnið og öðl- uðumst þar með möguleika til aS hindra þar hóflaust rupl sistækkandi flota milljónaþjóðanna. Víst er um það að nú er sú stund er krefst þess að einskis sé látið ófreistað. dþ. VIKAN Útgefandi; Hilmir hf. Ritstjóri: Gylfi Gröndal. Blaðamenn: Dagur í>orleifsson, Matthildur Edwald og Ómar Valdimarsson. Útlitsteikning: Hall- dóra Halldórsdóttir. Auglýsingastjóri: Sigríður Þor- valdsdóttir. — Ritstjórn, auglýsingar, afgreiðsla og dreifing: Skipholti 33. Símar 35320 — 35323. Pósthólf 533. Verð í lausasölu kr. 50,00. Áskriftarverð er 475 kr. fyrir 13 tölublöð ársfjórðungslega, 900 kr. fyrir 26 tölublöð misserislega. — Áskriftargjaldið greiðist fyrirfram. Gjaldd. eru: Nóv., febrúar, maí og ágúst. 13. tbL VIKAN 3

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.