Vikan


Vikan - 25.03.1970, Blaðsíða 26

Vikan - 25.03.1970, Blaðsíða 26
Kjóllinn er úr ljósbláu terylin-crépe og handbróderað- ur með perlum. Framan á erm- um og að neðan eru volantar, sem ekki sjást svo vel á myndinni, en kjóllinn er mjög glæsilegur. Vilborg Stephensen teiknaði hann og saumaði. Samkvæmisbuxnakjóll eftir Gróu Guðmundsdóttur. Efnið er silki-siffon, ermar og skálmar sólplíserað. Síður samkvæm- iskjóll og kápa eftir Karitas Jónsdóttur. Efnið er satínkemmbt Trevíra. Kjóllinn er vélbróderaður að neðan, með silki og silfurþræði, kápan á ermum og hálsmáli. 3. marz var haldin tízkusýning í Súlna- sal Hótel Sögu. Að sýningunni stóð Félag Kjólameistara, sem er landsfélag. Til- gangurinn var auðvitað að gefa fólki kost á að sjá fatnað, sem er algerlega unninn af íslenzku fagfólki. Sýndar voru 30—35 flíkur, sem allar voru saumaðar í þessum tilgangi. Þarna var að sjá glæsilegan fatnað og svo sann- arlega sambærilegan við erlendan, allt frá sportfötum í glæsilega samkvæmiskjóla og samkvæmis.buxnakjóla. Einnig voru sýndir modelskartgripir frá gullsm. Steinþór og Jóhannes. Hárgreiðslustofan Capri sá um hár- greiðslu og sýningarstúlkur voru frá Modelsamtökum. Fatnaðurinn var svo til sölu hjá við- komandi kjólameisturum. LJÖSMYNDIR: SIGURGEIR SIGURJÓNSSON 26 VIKAN 13- tbl- Þetta er mjög fal- | legur kjóll úr rjóma- lltu. mjúku efni, eft- ir Guðrúnu Guð- mundsdóttur. Erm: arnar skinnbryddað- ar og hálsmállð hneppt að aftan. (Báðar myndirnar til hægri). Anna Einarsdóttlr t hefur saumað þenn- an sérkennllega kjól. Tíglarnir f bekknum að neðan eru kant- aðir með gulltvinna yfir girnl, svo hann stendur vel út. BrúðarkjóU, sem | Gróa Guðnadóttir hefur saumað. KjóU- inn er úr atlasksilki, skreyttur grófri knippUngablúndu í hálsmál og framan á ermum.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.