Vikan


Vikan - 25.03.1970, Qupperneq 15

Vikan - 25.03.1970, Qupperneq 15
SMÁSAGA EFTIR J. KJÆR HANSEN — Að þýfinu hafi verið koniið fyrir í ibúðinni með- an frú Poulsen bjó þar — og að skyndilegur dauði hennar, endurbæturnar á íbúðinni og koma hinna nýju leigjenda hafi hindrað þjófinn í að ná þýfinu aftur. Þetta gefur ekki mikla skýringu á því, hver það var, sem flutli þýfið frá verzlun Bovense til íbúðar frú Poul- sen. — Nei, en ég held að okk- iii sé óhætt að útiloka þann möguleika, að það hafi verið frú Poulsen. Henni er ekki aðeins lýst sem liæglátri konu, sem varði tima sínum til lesturs hóka, hún var lika fótaveik og sjóndöpur. Fólk, sem þekkti hana, segir að hún hafi mjög sjaldan farið út. Hún fékk sendar allar nauðsynjavörur. Fékk hún nokkrar heimsóknir? Atli hún nokkra kunningja? Nei, ekki svo vitað sé. Til hennar komu aðeins sendisveinar frá þeim verzl- unum, er hún verzlaði við, og ]>eir komumst aldrei lengra en að dyrunum. — Við hvaða verzlanir verzlaði hún? — Aðeins nýlenduvöru- verzlunina, mjólkurbúðina og þær verzlanir, er selja nauðsynjavörur. Að minnsta kosti hef ég ekki kómizt að öðru, þótt maður skyldi ætla, að einstaka sinnum liafi hún neyðst til að hafa samband við aðra. Jeppesen greip símann. — Við æltum að ganga úr skugga um, hvort frú Poul- sen hefur átl nokkur við- skipti við Bovense, sagði hann. Svarið var nei. Gullsmið- urinn kvaðst ekki muna til að hann hafi nokkru sinni ált viðskipti við frú Ingeline Poulsen, að mii^nsta kosti kannaðist liann hvorki við nafnið né heimilisfangið. Jeppesen skellti á. — Þú sagðir, að frú Poulsen hefði látizt skyndilega af völdum byltu. Hvernig vildi það til? — Húseigandinn vissi ekkert um það, annað en að hún fannst látin í eldhiisinu. Hún virtisl liafa fallið niður af eldhúsborðinu. Sennileg- asta skýringin var talin, að hún hefði klifrað upp á borðið til að laga glugga- tjöldin, en eldhúsglugginn er fremur liár. Þar sem hún bjó ein og þekkti fáa, liðu nokkrir dagar áður en hún fannst. Það hefur ekki verið leilað lil lögreglunnar við- vikjandi dauða hennar? Flindt hristi höfuðið. Því miður fannst engum nauðsyn hera til þess. Ef til vill hefðum við þá getað séð einhver vegsummerki um þjófnaðinn. — Það er nú mergurinn málsins, sagði Jeppesen og kinkaði kolli. — Við erum fimm árum of seint á ferðinni, og húið að rífa húsið. Málinu miðaði ekkert áfram. Nokkrum dögum sið- ar áttu Flindt og Jeppesen tal saman. — Gömlu skýrslurnar um málið eru þýðingarlausar, sagði Flindt. — Þó var alll þrautrann- sakað þá. Það eina sem við vitum núna, er hvar og hjá hverjum þýfið var gevmt. En það skal enginn fá mig til að trúa þvi að frú Poulsen Framhald á bls. 44. 13. tbi. VIKAN 15

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.