Vikan


Vikan - 25.03.1970, Blaðsíða 16

Vikan - 25.03.1970, Blaðsíða 16
Andlitsfall hvítu Indíánanna virðíst likt og á Asíubúum. — Farðu varlega, senor Carsten, sagði leiðsögumaður minn. — Campaindíánarnir hafa nú þegar drepið marga hvíta menn. í margar vikur höfðum við ráfað fram og aftur um þetta eyði- lega og óyndislega hérað, til að reyna að hitta hvítu Indíánana, sem við vissum að höfðu aðsetur sitt einhversstaðar nálægt Urubamba- fljótinu, fyrir neðan Andesfjöllin. Hungur og þreyta neyddu okkur til að snúa við. Hingað til hafði enginn, hvorki landkönnuður eða leikmaður, séð hvítu Indíánana, svo það var ekki mikil von til að mér tækist það, því ég var aðeins áhugamaður frá Hamborg. Hvernig átti ég að komast að leyndardómum frumskógarins? En þegar ég hafði næstum gefið upp alla von, komum við, ég og leiðsögumaður minn, að litlu þorpi við Ucayli, sem er ein af ánum, sem renna í Amazonfljótið. Þar bjuggu Campa-Indíánar, sem eru þekktir fyrir að vera mjög herskáir. Þeir höfðu, fram að þessu, ekki haft mikil skipti við siðmenntað fólk, enda ekki sem bezta reynslu af því, og það hafði verið nóg til að gera þá tortryggna. Þrátt fyrir viðvaranir leiðsögumannsins fór ég til þorpsins. Okkur til undrunar var vel tekið á móti okkur, þegar ég hafði fært þeim nokkrar gjafir. Fljótlega var ég setztur mitt á meðal þeirra, og reyndi að tala við þá, með hjálp túlks, sem kunni dálítið í spænsku. — Senor óskar eftir að hitta hvítu Indíánana? spurði öldungur þorpsins. Ég kinkaði þreytulega kolli. Gamli maðurinn virti mig fyrir sér með forvitni, svo sagði hann efir stundarkorn: — Við vitum hvar hvítu Indíánarnir eru. Ég vaknaði skyndilega af dvalanum og spurði hann í þaula. — Þeir búa nokkrar dagleiðir héðan, og engin hvítur maður 16 VIKAN 13-tbl- tc VABB rnsiw TIABSJA mmi MMANANA Fram að þessu hafði enginn hitt hvítu Indíánana, hinn dularfulla ættflokk í Andes- fjöllunum. En eftir margra vikna hrakninga í hrollvekjandi frumskóginum, komst hinn ungi áhugamaður á spor þeirra.... Dieter M. Carsten frá Hamborg segir frá: hefir nokkurn tíma komið þangað. Við köllum þá Kashomashira — fólk án cushma, — nakið fólk. Og smátt og smátt komst ég að því, sem líklega er það furðu- legasta við þessa Indíána. Eftir því sem karlinn sagði, gætu þeir verið afkomendur Spánverja eða Portúgala, sem herjuðu þarna fyrir nokkrum öldum, og hafa blandazt frumbyggjunum. Það eru aðeins Campa-Indíánarnir sem hafa hitt þá nokkrum sinnum, og þá ekki á sem friðsamlegastan hátt. Þeir höfðu farið ránsferðir til heim- kynna þeirra, drepið Kashomashir-karlmenn og rænt konum þeirra. Það sem vakti mesta undrun mína var að Campa-Indíánarnir voru fúsir til að hjálpa mér við rannsóknir mínar, þrátt fyrir allt. — Tschamairi, einn af mönnum mínum, er oft hjá þeim, marga daga í einu. Hann gaf einum af hinum nöktu móður sína, og þess- vegna er hann vinur þeirra. Kashomashiri höfðinginn gaf honum jafnvel dóttur sína. Ég varð ekkert undrandi þegar ég heyrði þetta. Þetta var ekki í fyrsta sinn sem ég varð var við réttleysi Indíánakvenna. Öldungurinn lofaði að láta fylgja mér til Tschamairi. Morguninn eftir lögðu við af stað frá þorpinu. En Tscamairi var ekki á þeim stað, sem við höfðum búizt við að finna hann. Mér var sagt að það gætu liðið margar vikur, þar til hann kæmi aftur út úr frumskóginum. En ef við legðum leið okkar upp með Puyené- fljótinu, þá áttum við að geta rekizt á hann. Ég var mjög áfjáður um að fara strax og að lokum fékk ég fimm hrausta Campa-Indiána með mér. Við lögðum svo af stað inn í þetta óþekkta svæði frumskógarins, vopnaðir haglabyssum. Indíánarnir voru liðugir í hreyfingum, eins og villikettir, en ég hnaut um rætur og flækti mig inn í vafnings- viðinn. Mjög fljótlega hurfu troðningarnir, og við urðum að fara eftir fljótsbakkanum. Það var hættulegt fyrirtæki, því að vatnið var morandi af krókódílum og eitruðum fiskum og botninn var háll af leðju.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.