Vikan


Vikan - 29.10.1970, Síða 4

Vikan - 29.10.1970, Síða 4
Margur klifrar upp á þann klett- inn, sem hann kemst aldrei ofan af. íslenzkur málsháttur. Svíaprins og Isabella Rosselini Nóg hefur verið um slúður- sögurnar um Karl Gústaf, krón- prins Svía, og er því haldið fram að hann geri lítið annað en að kynna sér tæknilega getu hinna og þessa prinsessa sem hann gæti ef til vill gifst, en nú kem- ur að því að hann fari að taka við völdum af föður sínum, Gústafi Adolf, Svíakóngi. Og á Sardíníu rakst Karl á þessa fögru mey, hina 18 ára gömlu Isabellu Rosselini, en hún er jdóttir Ingrid Bergmann og Ro- berto Rosselinis. Er sagt að ein- hverjir kærleikar hafi verið á milli þeirra Karls og fsabellu og fylgdi jafnframt sögunni að Is- otta, tvíburasystir Isabellu hafi verið lítt hrifin af því. Leikarinn Mick Jagger Söngvari ’ílalling Stones, Mic- hael Philip Jagger, hefur nú leikið í tveimur kvikmyndum og fengið lélega dóma fyrir báðar myndirnar. Þó hafa gagnrýnend- ur tekið fram að ef myndirnar sjálfar væru góðar, það er að segja efnið, þá væri ekki svo víst að Mikki þyrfti að vera svo slæmur. Önnur myndin er ný- lega komin á markaðinn, en hún var gerð í Ástralíu og heitir „Ned Kelly“. Þar leikur Mick bandítt með því sama nafni og fretar á löggur og annað merk- isfólk. Hin myndin heitir „Per- formance“ og þar leikur goðið hálfgalinn poppsöngvara, af- dankaðan og ómögulegan og ku vera lítið í þá mynd varið að öllu leyti. Meðfylgjandi mynd er úr „Performance", en þessar baðsenur eru sagðar vera tölu- vert algengar í kvikmyndinni. Þriðju myndinni hefur hann og komið fram í, og þar er hann sagður mjög góður — enda ger- ir hann ekkert annað en að syngja og fyrir það hefur hann yfirleitt hlotið góða dóma. Betri dóma hefur aftur á móti myndin „Carry It On“ fengið, en það er heimildarmynd um andspyrnuhreyfinguna í Banda- rikiunum, og er í henni fylgst mcð þeim hjónum Joan & Davis Gina Lollobrigida einmana Gina Lollobrigida á hvorki meira né minna en fjögur hús í Tovajanica, baðstað rétt hjá Róm. f einu af þessum húsum hennar bjó móðir hennar. Giu- seppina Mercuri. Fyrir stuttu síðan fannst gamla konan látin fyrir framan sjónvarpið, sem var í fullum gangi. Það var Lollo sem fann móður sína, hún var að koma frá Bandaríkjunum og lét það verða sitt fyrsta verk að hitta gömlu konuna. Það sem verra var, gamla konan hafði látizt fyrir tveim dögum Gina var niðurbrotin, þegar hún fylgdi móður sinni til grafar með Mil- ko syni sínum, sem nú er orð- inn tólf ára. — Nú erum við Milko orðin ein eftir, segir Gina. STUTT OG LAG- GOTT Vep.jule.gir menn hafa sam- úð með þeim, sem bíður ósigur. En menn, sem hafa náð miklum frama í ver- öldinni hafa hins vegar samúð með þeim, sem vinna sigur. Harris. Joan er annars sú sem við þekkjum undir nafninu Jo- an Baez og fullyrða áreiðanleg, bandarísk tímarit að mynd þessi sé svo sannfærandi að jafnvel Hitler hefði hætt að vígbúast hefði hann séð hana. Við skul- um því vona að myndin verði sýnd a.m.k. í Washington, Aþenu og Moskvu, svo ekki sé talað um Reykjavík. Hjálpfýsi ' Vanessu Redgrave 4 VIKAN 44. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.