Vikan - 29.10.1970, Side 13
á ' §
181 árl eftir uppreisnina á „Boun-
ty“, hittust þessir ungu menn, 16.
febrúar 1970 við gröf Wiliiams
BUgh. Þetta voru Glynn Christi-
an, afkomandi uppreisnarforingj-
ans og Maurice Bligh, afkomandi
skipstjórans. Þeir ætluðu svo að
fylgjast að til Pitcairn í sumar-
ieyfinu.
ÁriS 1790 lentu þeir menn, sem eftir voru á
„Bounty“ á eynni Pitcairn eftir að hafa gert hina
frægu uppreisn. Saga þeirra hefir
tvisvar veriS kvikmynduS. ÁriS 1970 fór
þýzkur blaSamaSur til Pitcairn og talaSi
viS afkomendur hins fræga uppreisnarmanns
og skoSaSi ýmsar minjar frá hans dögum ...
UPPREISNARFORINGINN Á
”BOUNTY”
eiga aðeins drauma um völd, ekki um ham-
ingju.
Bligh skipstjóri spurði hvað þetta ætti allt
að þýða. Hásetarnir svöruðu: „Skjótum
bastarðinn!‘‘ Fleteher Christian, sem ennþá
var í æstu skapi, sagði: „Haldið yður saman,
herra minn. Öllu er lokið fyrir yður.“ Þegar
Bligh ætlaði að sína mótþróa, tók Fletcher
Christian byssusting og batt hann við veiði-
hnífinn, greip í böndin á skipstjóranum og
hótaði að drepa hann.
Áform uppreisnarmanna voru þessi: Bligh
skipstjóri skyldi fá stóran, opinn björgunar-
bát fyrir sig og áhangendur sína. Möguleik-
arnir á því að komast yfir Kyrrahafið á slíkri
kænu, voru sannast sagna engir. Næsti stað-
ur í Evrópu (eyjan Timor) lá í 7000 kíló-
metra fjarlægð. Uppreisnarmennirnir ætluðu
svo að sigla „Bounty“ til Tahiti og setjast
þar að, — því að heima í Englandi beið
þeirra ekkert néma gálginn.
Báturinn var svo sjósettur. Menn Fletchers
Christians kölluðu þá upp, sem vildu fara
með skipstjóranum. 18 manns af skipshöfn-
inni voru settir í bátinn. Þeir fengu allan
búnað sem með þurfti og hægt var að drífa
fram. Jafnvel dagbækur Blighs skipstjóra
fóru um borð. En þegar skipstjórinn bað um
einhver vopn, var hlegið að honum. Bátur-
inn var svo hlaðinn að aðeins þrír senti-
metrar voru fyrir ofan vatnsborð. Bligh
skipstjóri var ennþá á þilfari ,,Bounty“. Flet-
cher Christian gekk þá fram fyrir hann og
sagði: „Komið nú, skipstjóri! Stýrimenn og
hásetar yðar eru komnir um borð. Ef þér
sýnið allra minnstu mótstöðu, þá kostar það
yður lífið!“
Blig skipstjóri hafði samt kjark til að kalla
til hásetanna:
„Verið óhræddir, ungu menn, ég mun sjá
um að réttlæti verði framfylgt, þegar þið
komið til Englands!“
Bligh skipstjóri var svo halaður í segli
niður í bátinn. Fletcher fleygði þá til hans
fjórum veiðihnífum, 25 pundum af svíns-
fleski og sextant, svo hann gæti stjórnað
bátnum. Síðan var bátnum stjakað frá.
Um borð í „Bounty" öskruðu hásetarnir:
„Húrra! til 0-Tahiti!“ Draumaeyjan þeirra
Framhald á bls. 35.
Ungl upprcisnarforinginn þráði j>að heitast að sctjast að á eyðiey með sólbrúnni mey. Hvorttveggja fram-
kvæmdi hann.
William Bligh skipstjóri,
44. tw. VIKAN 13