Vikan


Vikan - 29.10.1970, Page 16

Vikan - 29.10.1970, Page 16
Alison iæddist hljóðlega niður stigann. Klukkan var aðeins sex og hún vildí ekki svara neinum spurningum um það hvert hún ætlaði um þetta leyti sólarhringsins. Hún var hávaxin, grönn og drengjaleg, með sítt, ljóst hár. Flau- elsbuxurnar voru slitnar á hnjánum, skyrtan var aflagsskyrta af föður hennar og svo var hún berfætt. Móðir hennar fengi aðsvif við þá hugsun að hún léti nokkra manneskju sjá sig svona til fara. Hún nam snöggvast staðar í anddyrinu og barði létt á loftvogina sem hékk á veggnum. Alison var viss um að þessi loftvog myndi taka sig vel út í her- berginu, sem þau Peter höfðu tekið á leigu, yfir nýlenduvörubúð- inni, en móðir hennar vildi ekki iáta 'hana af hendi. Vísirinn stóð alltaf á ,,Blíðalogn“ og Alison brosti með sjálfri sér, þegar hún laumaðist út um eldhúsdyrnar. Allir voru í fastasvefni og 1 garðinum, sem var yfirvaxinn af íll- gresi, enda hafði faðir hennar fyrir löngu gefizt upp á að halda hon- um snyrtilegum, glitraði á morgundöggina. Grasið var svalt undir fótum hennar og hún fann til þægilegs hrolls, þegar hún opnaði skökku hliðgrindina og gekk niður brekkuna niður að ánni. Þarna var eins konar stígur, sem hún hafði leikið sér að að leggja, þegar hún var barn. Þennan stíg notaði Peter alltaf, þegar hann kom að heimsækja hana. Þegar hún kom niður að ánni, settist hún við litlu trébrúna. Lík- lega kæmi Peter ekki í dag. Hann var hávaxinn dökkhærður pilt- ur og klæddur á svipaðan hátt og hún sjálf. -— Bíður þú eftir einhverjum? spurði hann. — Nei. Hláturinn sauð í henni og augun geisluðu. — En þú? — Nei. Hann settist við hlið hennar og teygði úr tánum. Þær voru votar og óhreinar eftir gönguna. — Ertu búin að baða andlitið í dögginni? spurði hann stríðnislega. — Til að verða fögur brúður? — Hættu, Peter! sagði hún hlæjandi. — Hvað heldur þú eiginlega? Ég laumaðist út, því að ég vissi að mamma ætlaði að færa mér morgunverð í rúmið og rabba notalega við hina verðandi brúði. Hún gretti sig. — Ég gat ekki hugsað mér það, en það var nú einu sinni siður í hennar ungdæmi. Hann sneri sér að henni og vafði að sér granna, unga líkamann. Einhver titringur fór um hana, þegar hún hugsaði til þess sem framundan var. Stuttrar vígsluathafnar, gamla bílsins, sem beið þeirra tilbúinn með öllum farangri þeirra, ökuferðarinnar niður að ströndinni og litla fiskibátsins, sem lá við bryggjuna. — Ef móðir þín væri hér nú, sagði hann, án þess að sleppa vör- um hennar, — myndi hún segja að það boðaði ógæfu að hitta sína tilvonandi brúði fyrir vígsluna á brúðkaupsdaginn. — Já, það myndi hún örugglega segja. Alison flutti sig aðeins frá honum. Hjarta hennar sló hratt af þrá og eftirvæntingu. For- eldrarnir hafa dálæti á öllu sem lyktar af hefð, sagði hún. Mamma er nú ekkert hrifin, það veiztu . . . þú hefur ekki lokið námi, hefur „ekkert fast“, þótt þú hafir góðar framtíðarhorfur, og vígsla hiá fógeta er nú ekki beinlínis hátíðleg í hennar augum. Þegar hún var ung voru það aðeins barnshafandi stúlkur, sem giftu sig hjá fógeta. Hana dreymir víst um að sjá mig svífa upp eftir kirkjugólfinu í hvítu blúnduskýi... . Alison andvarpaði. Hann hló. Haltu áfram. Framhald á bls. 37 16 VIKAN 44 tbl-

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.