Vikan


Vikan - 29.10.1970, Blaðsíða 25

Vikan - 29.10.1970, Blaðsíða 25
Brún rúlluterta 3 egg 1 eggjahvíta 85 gr sykur 50 gr kartöflumjöl 2 msk. kakó 1/2 tsk. lyftiduft krem: 1 00 gr smjör 175 gr flórsykur 1 eggjarauða V?. msk. romm eða annað vín 50 gr valhnetukjarnar Egg og eggjahvíta þeytt mjög vel með sykrinum. Kartöflumjöl, kakó og lyftiduft sigtað saman við. Hellt í vel smurt rúllutertuform og bak- að við 250° í 5 mínútur. Hvolft strax á rakan sykri stráðan smjör- pappír og rakur smjörpappír breidd- ur yfir. Þegar kakan er orðin köld, er kreminu, (sem ekki á að hræra of mikið) smurt á og söxuðum hnet- unum stráð yfir og kökunni rúllað upp. Látið kökuna standa i kæliskáp áður en hún er skorin mður. SúkkulaSikaka 125 gr smjörlíki 200 gr sykur 4 egg 150 gr hveiti 2 tsk. lyftiduft 1 tsk. vanillusykur 2 msk. kakó 1 dl. mjólk Smjörlíkið hrært vel með sykrin- um. Eggjunum bætt í einu í senn. Sigtið útí, hveiti, lyftiduft, vanillu- sykur og kakó og blandið með mjólk. Smyrjið form ca. 24 cm í Dönsk kringla 6 dl hveid 3 tsk. lyftiduft 1 V2 dl sykur 125 gr smjörlíki 3 tsk. kardemommur 1 dl rúsínur 1 dl súkkat 1 egg 2 dl mjólk egg til penslunar 2 msk. perlusykur 2 msk. möndluflögur Blandið saman hveiti og lyftidufti og bætið smjörlíki í. Gott er að skera það þunnt með ostaspaða, og mylja síðan með fingurgómunum. Sykrinum bætt í. Þá er kardemomm- um bætt (, rúsínum og súkkati. Vætt í með sundurslegnu egginu og mjólkinni og hnoðað rösklega sam- an. Með 2 skeiðum er deigið sett á smurða plötu svo það verði eins og kringla í laginu. Til þess að koma í veg fyrir að kringlan renni saman, er gott að setja smurð smámót eða þessháttar í götin. Penslið siðan kringluna með sundurslegnu eggi og stráið sykri og möndlum yfir. Bakið við 225° í 12—15 mínútur. Bezt er kringlan nýbökuð. þvermál. Bakið í ca. 1 klst. við 175°. krem: 100 gr smjör (lint) 300 gr flórsykur 1 egg 2 tsk. vanillusykur rommdropar eftir smekk 100 gr suðusúkkulaði, brætt í vatnsbaði. Öllu blandað saman og hrært vel. Kökunni skipt í þrjá hluta. Ca. 3/4 af kreminu settur á milli laga. Það sem eftir er af kreminu hitað í vatnsbaði, þannig að það verði auð- velt að smyrja því á kökuna. Kaffikaka 125 gr smjörlfki 1 V2 dl sykur 2 egg rifið hýði af V2 —1 sítrónu 2V2 dl hveiti 1 tsk. lyftiduft 2 msk. rjómi 2—3 epli 1 tsk. kanell 2 msk. sykur 50 gr hnetukjarnar Smjörlíki og sykur hrært hvítt. Eggjunum bætt í, einu í senn. Sítrónuhýðið sett í, þá hveitið, blandað lyftidufti. Að síðustu er rjóminn settur útí. Sett í smurt form og eplunum sem eru flysjuð og skorin ( báta stungið í deigið. Bland- ið saman kanel, sykri og hnetum og stráið yfir kökuna. Bakið við 170“ ! ca. 40 mínútur. 44 tbi. VIKAN 25

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.