Vikan - 29.10.1970, Blaðsíða 28
Hún getur ekki hugsað sér neitt þægilegra
en SAUNA BAÐSTÖI________
SAUNA baSstóllinn hentar allri fjölskyldunni . . . Þér getið nú
tekið SAUNA bað hvar sem er í íbúðinni . . . SAUNA stóllinn
er auðveldur ( meðförum, og það fer ekki meira fyrir honum
en venjulegu sófaborði, þegar þér hafið tekið hann sundur, eftir
notkun. SAUNA stóllinn grennir yður, og eykur vellíðan allrar
fjölskyldunnar. SAUNA stóllinn er viðurkenndur af Rafmagns-
eftirliti Ríkisins, Sýningarstóll, og upplýsingar hjá Aðalumboðinu,
RflFTORG
við Austurvöll, sími 26660.
MIÐA
PRENTUIM
HILMIR HF
SKIPHOLTI 33 - SlMI 35320
MIG
DREYMDI
Málmtré tengd
við hárið
Kæri draumráðandi!
í nótt dreymdi mig draum sem
mig langar til að fá ráðinn. Mér
fannst ég vera stödd einhvers
staðar þar sem kennd er listiðn
af einhverju tagi. Þar hafði ver-
ið stillt upp þremur trjálíking-
um úr fægðum málmi, líkustum
áli eða silfri. Efst á „trjákrónun-
um“ var stigi sem tengdi þær
saman, en krónurnar sjálfar
voru gerðar úr hári mínu, og
voru tengdar við mig, þó höfðu
þær sömu málmáferðina og trén
og stiginn. Allt í einu kom mað-
ur, sem mér fannst vera kennar-
inn, ýtti á trén og beygði þau í
átt til nemendanna, svo krón-
urnar námu nærri því við jörð.
Eg fór og rétti trén aftur upp,
og sagði nemendunum að halda
áfram að gera eftirmyndir af
uppstillingunni.
Lengri varð draumurinn ekki,
því ég var vakin, en allt var
þetta mjög skýrt. Mér fannst
þetta gerast úti og var veðrið
mjög gott; þó dimmdi um stund
þegar trjánum var ýtt niður en
um leið og þau höfðu verið rét
við á nýjan leik, birti aftur.
Með beztu kveðju.
Guðbjörg Halldórsdóttir.
Fyrst og fremst boðar draumur
þessi þér langlífi, en innan
skamms munu að þér steðja ein-
hver óþægindi, sem koma til
með að hafa einhver áhrif á Iíf
þitt. Óþægindi þessi verða
skammvin og hverfa þau um
leið og þú hefur tekið á þig rögg
og gert viðkomandi grein fyrir
afstöðu þinni.
Svar til
„einnar að vestan“
1 Fyrri drauminn telja draum-
spekingar okkar vera fyrir gjaf-
orði þínu, í sambandi við seinni
drauminn viljum við aðeins
benda á þetta: Böl er þá barn
dreymir, nema sveinbam sé og
sjálfur eigi.
Karlmaffur
úr ávaxtahlaupi
Kæri draumráðandi!
Mér fannst ég vera stödd í
herbergi þar sem ég hafði aldrei
komið áður. Þar voru tveir strák-
ar sem ég þekki mæta vel. Ann-
an þekki ég þó betur, og fannst
mér sem hann ætti heima þarna.
Þegar ég kem inn, þá er eins og
þessi sem mér fannst eiga þarna
heima, þekki mig alls ekki, en
sam var ég kyrr. Mér fannst ég
vera þarna af því að ég var
að bíða eftir móður minni sem
var úti að vinna.
Rétt eftir að ég er komin á
staðinn, kemur stelpa sem ég
þekki vel. Fer hún afsíðis smá-
stund, en kemur svo aftur með
glas, fullt af einhverjum rauð-
um drykk. (Mér er þetta ákaf-
lega minnisstætt, sérlega þó lit-
urinn). Svo erum við bara að
tala saman, en allt í einu birtist
móðir mín, svo ég kveð og fer.
Þegar ég fer út úr herberginu,
finnst mér eins og ég fari inn í
annað herbergi og er þar allt
fullt af tertum og fólki. Þekkti
ég engan nema móður mína.
Þarna var ein tertan mjög sér-
kennileg, og mig langaði mjög
að smakka á henni og áður en
ég veit af, er móðir mín komin
upp að hlið mér og segir við
mig:
— Skerðu þvert yfir tertuna
að ofan og svo niður með henni,
lyftu henni svo upp og þá dettur
hann X niður.
X er einmitt nafn þess sem
átti heima í herberginu sem ég
kom úr. Þegar ég lyfti svo tert-
unni upp, datt niður lítil mynd
úr hlaupi, og var það mynd af
karlmanni.
Þá er draumurinn ekki lengri,
ég vonast eftir ráðningu sem
fyrst.
Madame X.
Samband þitt og X á eftir að
verða eitthvað nánara en það er
nú, og kemur þú til með að
verða ákaflega „skotin“. En móð-
ir þín sér í gegnum hann, og
varar þig við rógnum.
Rauffur
samkvæmiskjóll
Kæri draumráðandi!
Mig dreymdi fyrir skömmu að
maðurinn minn ætlaði að láta
sauma á sig rauðan samkvæmis-
kjól, án minnar vitundar. Fyrir
einhverja tilviljun, fannst mér,
komst ég að því, réðist á hann
með óbóta skömmum, og ásak-
aði hann fyrir að ætla að svíkja
mig. Hann hafði sér fátt til af-
sökunar og sagðist ekki hafa ætl-
að neitt illt með þessu.
ÍSg tek það fram að við erum
búin að vera gift í 12 ár og er-
um bæði mjög lítið út á við. —
Fyrir hverju er draumurinn?
Með fyrirfram þökk fyrir
ráðninguna.
Móðir fjögurra barna.
Við höldum að þú munir hafa
mann þinn fyrir rangri sök, en
einnig er við því búið að hann
verði veikur á einhvem hátt.
28 YIKAN 44 tbl-