Vikan


Vikan - 29.10.1970, Side 40

Vikan - 29.10.1970, Side 40
 FRÁ RAFHA NÝ ELDAVÉL GERÐ E6614. MEÐ 4 HELLUM, ÞAR AF 1 MEÐ STIGLAUSRI STLLINGU OG 2 HRAÐSUÐUHELLUR, STÓRUM STEIKAR- OG BÖKUNAROFN. Yfir- og undirhiti fyrir steikingu og bökun stýrt með hitastilli. Sérstakt glóðarsteikar element (grill), stór hitaskúffa, Ijós í ofni. Heimkeyrsla og Rafha ábyrgð. VIÐ ÖÐINSTORG - SÍMI 10322 — Það er eitthvað líkt því að berja í borð, sagði hún treglega. — Eins og að forðast að ganga undir stiga eða brjóta spegil. Það er lukkumerki. Mamma heldur því fram að minnsta kosti. Hún segir að hjónaband hennar hafi aldrei verið neitt blíðalogn, en hún búi nú samt ennþá með skarfinum. Ertu nú ánægður? — Barðir þú í loftvogina áð- ur en þú fórst út í morgun? spurði hann og rödd hans varð svo hlý og viðkvæmnisleg að hún saup hveljur til að kafna ekki í þeirri ástríðuöldu, sem allt í einu hvolfdist yfir hana. — Já, ástin min, hvíslaði hún í eyra hans. — Til þess að biðja fyrir hamingju okkar. Hann kyssti hana nú létt og blíðlega svo hún varð róleg og fann til öryggis í návist hans. Eldri kynslóðin, eins og for- eldrar hennar horfðu alltof mik- ið á sjónvarp og ímynduðu sér að allt ungt fólk, fyrir innan tví- tugt þyrfti að fá sinn daglega skammt af kynmökum og hassi. Þau gátu ekki ímyndað sér að gömul mynd af Viktoríu drottn- ingu og uppstoppaður örn væru aðeins mótmælaöskur gegn gljá- fægðum stofuborðum, silfur- kertastjökum á arinhillunni. — Hvað ertu að hugsa? spurði hann. Hún leit í augu hans. — Að mamma myndi ekki trúa því þótt ég segði henni að við hefðum aldrei sofið saman. Hann þrýsti henni að sér og heiti titringurinn gerði aftur vart við sig. — Ég elska þig, sagði hann. — Það vona ég sannarlega, svaraði hún. — Það verður ekki „Blíða- logn“ hjá okkur heldur, hvísl- aði hann. -— Ég veit það, svaraði hún. — Ertu viss? Ég á við að þú vitir það? Manstu ekki eftir að einu sinni töluðum við um þetta? Það var þegar þú sagðir að það væri fíflaskapur að vera að gifta sig, að ást og loforð væru einka- mál. — Og þú varðst allt í einu svo borgaralega heiðarlegur, sagði hún. — Hvers vegna? — Ég veit það ekki, tautaði hann. En það var ekki satt. Hann vissi vel hvers vegna; það var til þess að hún yrði konan hans á góðan og gamaldags máta, með hring á fingrinum og viðurkenn- ingu þjóðfélagsins. Hann sat svo fastur í lífsskoðun klíkunnar, sem gekk aðallega út á það að kasta öllum gömlum venjum og lögum fyrir borð, að hann þorði ekki að viðurkenna að einmitt á þessu sviði var hann gamal- dags. Þess vegna hló hann allt- af, þegar þetta bar á góma og sagði að Alison hefði lokkað sig til hjúskapar við sig og að hún hafi neitað að ganga í eina sæng með honum, nema gegn loforði um að löggilda samband þeirra. Alison hafði aldrei mótmælt þessu, þótt hún hafi vitað það manna bezt að þetta var ekki satt. Hún hafði ekki beitt hann brögðum og þau höfðu aldrei sængað saman. — Það getur verið að við skiljum eftir nokkur ár, sagði hann. — Já, það getur skeð, sagði hún og kinkaði kolli. Svo stóð hún upp og dró hann á fætur. — Það er ekki rétt af mér að svíkja hana alveg. Þetta er líka dagurinn hennar. Nú flýti ég mér heim og borða morgunverð með henni, áður en sá gamli vaknar. — Spurðu hana hvort þú get- ir ekki fengið loftvogina, sagði hann stríðnislega. — Já, sagði hún, — en hún lætur hana ekki. Hann faðmaði hana að sér. — „Blíðalogn", sagði hann. —- „Óstöðugt“ myndi kannske passa betur fyrir okkur. Eða „Stormur". Jæja, ég sé þig bráð- um aftur. — Það getur verið að ég mæti ekki, sjái mig um hönd. Hún kyssti hann og hljóp yfir brúna. Þegar hún kom inn í eldhúsið, stóð móðir hennar við eldavél- ina og var að setja ketilinn yfir. Hún var fjörutíu og þriggja ára, svolítið feitlagin og hafði mikið dálæti á blúndusvuntum og píf- um. Hún sneri sér við og von- brigði lýsti úr brúnum augunum, þegar hún leit á dóttur sína. — Ég ætlaði að færa þér morgunkaffi í rúmið, sagði hún. — Tilvonandi brúðir eiga ekki að fara á fætur við fyrsta hana- gal. — É'g veit það, mamma. Ham- ingjan gerði hana svo milda 1 skapi, hún var hvorki óþolinmóð né ergileg. Móðir hennar var farin að eldast og hjónaband hennar hafði örugglega ekki allt- af verið auðvelt. Alison hugsaði til föður síns og andvarpaði. Hinn bjartsýna föður, sem alltaf ætlaði að spjara sig í næstu stöðu sinni, þeirri þar næstu og þar næstu. Þær settust við borðið og drukku te úr þykku rauðu krús- unum, sem voru eiginlega eini afraksturinn af leirmunaverk- smiðjunni, sem faðir hennar ætl- aði að græða svo mikið á. — Ég vildi óska að þú hefðir heldur haft almennilegt brúð- kaup, sagði móðir hennar með trega. — Svona eins og þú og pabbi? í hvítum kjól með slör og hálfs mánaðar brúðkaupsferð til Brighton. Mamma þó! Felicity andvarpaði og óskaði þess innilega að hún vissi hvern- ig hún ætti að haga sér til að ná sambandi við yngri kynslóðina. — Þú ættir að vera ánægð yf- ir því að ég skuli yfirhöfuð gifta mig, sagði Alison í huggunarróm. — Margir af vinum okkar sleppa alveg þeirri athöfn. Það er ekki í tízku lengur að gifta sig. — Það held ég ekki. Það er mjög mikilvægt að halda brúð- kaup, andmælti Felicity. — Nei. Brúðkaupið er ekki svo mikilvægt, það er sambúðin sem gildir, sagði Alison snöggt. Móðir hennar leit á hana og fann að hárfínn þráður var nú strengdur yfir það sem kalla mætti gjá milli kynslóða. Ég er fegin að hún skyldi segja þetta, hugsaði Felicity hrærð. Og hún veit hvað hún er að tala um. Hún skilur hvað það er sem gildir. — Ég hef oft verið að hugsa, sagði móðirin og vissi að það gat verið hættulegt að brydda upp á þessu, — hvers vegna þú hafir ekki heldur kosið Mikael? Hann var svo ástfanginn af þér og hann hafði allt sem einhvers er virði, góða stöðu, mikla fram- tíðarmöguleika, menntun og peninga. Hann var líka háttvís og þægilegur og allir hrifnir af honum. Já, hugsaði Alison, allir voru hrifnir af Mikael. Ég líka. Og Peter er ekki sú manngerð að hann vilji festa sig í einhverju öruggu starfi eða stöðu; hann getur verið mjög eigingjarn og sagt fólki meiningu sína hiksta- laust, án þess að hugsa um af- leiðingarnar. Ég elska hann, svo 40 VIKAN 44- tw.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.