Vikan


Vikan - 29.10.1970, Side 45

Vikan - 29.10.1970, Side 45
þeim Ólafi og Helga, og hefur aldrei, á 5 ára ferli Ríó-tríósins, verið svo mikið að gera sem undanfarið ár. Því hafa þeir ákveðið að taka sér frí fram að næstu áramótum og einbeita sér þess í stað að því sem heldur hefur setið á hakanum hingað til. Helgi er orðinn gagnfræða- skólakennari í Kópavogi, Ólafur er setztur í kennaradeild Tón- listarskólans, og Ágúst er í und- irbúningsdeild fyrir kennara' deildina i Tónlistarskólanum. Eftir áramót ætla þeir svo að mæta aftur til leiks. frískir og endurnærðir. Kvöldið eftir hljómleika Ríó voru haldnir aðrir í Háskóla- bíói, „Pop-hótíðin 1970“, og komu þar fram flestar vinsæl- ustu hljómsveitirnar á Reykja- víkursvæðinu. Til að fara fínt í það þá viljum við aðeins segja að sú hátíð var heldur ómenn- ingarleg. Fífí & Fófó og Gadda- vír 75% komu á óvart, og það sama gerði Einar Vilberg, leyni- vopn hljómskífugerðarinnar SARAH, en hann var klappaður upp hvorki meira né minna en fjórum sinnum. Bezta hljóm- sveitin á hljómleikunum var að okkar dómi hins vegar Náttúra, og einnig þótti okkur gaman að Arnari Sigurbjörnssyni í Ævin- týri, sem lék, til minningar um Jimi Hendrix, útsetningu hans á „Star Spangled Banner", bandaríska þjóðsöngnum. Framkvæmd sjálfra hljómleik- anna var fyrir neðan allar hell- ur og má vel vera að ég víki eitthvað að öllu þessu hljóm- leikabrölti á næstunni. f næsta blaði verður svo langt og ítarlegt viðtal við Robert Plant, og m. a. s. verður forsíðu- mynd af honum í litum. ó.vald. Ameina Framhald af bls. 19. á öllum aldri. Þau gægjast inn og flissa. Við og við stuggar Hamed þeim frá, en þau eru óð- ar komin aftur. Hann ypptir þá öxlum og hættir. Ameina kemur fyrst inn aftur, þegar maður hennar hefur kall- að á hana. Næsti réttur er lamba- ket fyllt með hnetum og möndl- um. Með því er borið fram sal- at úr agúrkum, grænum pipar og enn annað salat úr .radísum, grænum pipar og lauk. Við er- um svo mett orðin að við kom- um ekki meiru niður, en andar- taki seinna kemur Ameina inn með nýjan rétt: glóðarsteikt lambakjöt með frönskum kart- öflum. Við hrósum matgerðar- snilld hennar, þegar hún loks kemur inn til að taka af borð- inu. Andartaki síðar kemur hún inn aftur með kaffið. Það er sterkt og sætt og kryddað með kardemommum, eins og siðvenja er í þessum hluta heims. Og nú sezt hún við borðið og fær sér kaffibolla með okkur. Þegar hún sér, hversu drengirn- ir eru frjálslegir og vel liggur á okkar, verður hún sjálf rólegri og spyr mann sinn, um hvað við séum að tala. Ensku kann hún ekki, en Hamed túlkar, og brátt er Ameina komin inn í samtal- ið. Hún svarar fyrirspurnum mínum, fyrst ofurlítið hikandi, en verður brátt áköf. Hvers vegna hefur hún aldrei komið til Jerúsalem? Ameina hefði getað svarað að borgin og lífið þar gerði hana ruglaða. Að hún vilji heldur vera heima hjá sér í Olíufjallinu, af því þar er gott og öruggt að vera. En hún svarar því, að hún eigi alltaf svo annríkt. Þegar hún hefur beðizt fyrir í moskunni á morgnana, fer hún heim aftur og sækir um, leið vatn í brunninn. Þvínæst út- býr hún morgunverð drengj- anna og sendir þá í skólann. Þar á eftir lagar hún til í húsinu og býr til mat. Síðdegis dag hvern vinnur hún á akrinum með tengdaföður sínum. Hún sér fyrst og fremst um ræktun græn- metis ekki aðeins til heimilisins, heldur einnig handa skyldfólki sínu. Á kvöldin gerir hún við föt eða saumar út. Hversdagurinn er ekki leiðinlegur í hennar aug- um, og hafi hún þörf fyrir að skrafa, fer hún í nærliggjandi hús. Skyldfólkið þar í Olíufjall- inu heimsækir stöðugt hvert annað og börnin borða ýmist hér eða þar. Konurnar elska ekki að- eins börnin sín, heldur eiga þær hjartarúm, húsrúm og fæðu handa börnum annarra líka. Þetta fólk hefur ættartilfinn- ingu, sem er sterkari en við þekkjum. Sem stendur á fjölskyldan í sennum út af bróðursyni Ham- eds. Móðir hans vill að hann kvænist einni frændkonu sinni, en Máhammed sem er átján ára vill ekki fylgja siðvenju ættar- innar. Hann langar ekki til að kvænast að svo komnu. Hamed styður hann kröftuglega, en öll kvenþjóðin í Olíufjallinu er því mótsnúin. Konurnar kæra sig ekkert um þessar nýju hug- myndir, sem þeir Hamed og Mó- hammed verða uppfullir af við það að tala við Evrópumenn í Jerúsalem. — Ég elska hana, af því að hún er móðir barnanna minna, segir Hamed. en ég get ekki fengið hana til að aðhyllast nýja tímann. Eg hef boðið, að hún fengi þvottavél, en hún vill þvo sjálf, eins og konur hafa alla tíð gert. Ég hef sagt við hana, að við gætum fengið einhverjar frænkur til að koma hér og gera hreint daglega. En það vill hún ekki. — Hann ypptir öxlum. — Þær eru sterkar, konurnar hérna, og þær halda saman. En heimilið er gljáfægt og skyrta Hameds drifhvít eins og HlfEIER GALDURINN? Þrjú ár eru nú liðin frá því að ítalska þvottavélin CANDY var fyrst kynnt á ís- lenzkum markaði. Vélin náði strax metsölu og salan eykst ár frá ári. Slembilukka? Nei. Þetta er gæðavara, og við leggjum okkur fram við að veita skjóta og örugga þjónustu. Varahlutalagerinn stækkar í hlutfalli við aukna sölu og þjónustan batn- ar. í dag eigum við CANDY á lager og von- umst til að svo verði framvegis. lpfaft Skólavörðustíg 1-3, sími 13725. 44. tbi. VIKAN 45

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.