Vikan


Vikan - 29.10.1970, Qupperneq 46

Vikan - 29.10.1970, Qupperneq 46
Loksins. Loksins eftir allt tekkið: Pira- System gefur yður kost á aS lífga uppá híbýli yðar. Ljósar viðartegundir eru sem óðast að komast í tízku. Framúr- skarandi í barnaherbergi. Skrifborð úr Ijósri eik. Uppistöðurnar svartar eða Ijósgráar eftir vali. Smekklegt, nýtt, margir uppröðunarmöguleikar. Hvorki skrúfa né nagli í vegg. Ekkert annað hillukerfi hefur þessa kosti. Því ekki að velja ódýrustu lausnina, þegar hún er um leið sú fallegasta. Lífgið uppá skammdegisdrungann með Ijósum viði. Skiptið stofunni með Pira- vegg. Frfstandandi. Eða upp við vegg. Bezta lausnin í skrifstofuna. Höfum skápa, sem falla inní. Bæði í dökku og Ijósu. Komið og skoðið úrvalið og möguleikana hjá okkur. Pira fæst ekki annarsstaðar. RIRA Frábær lausn í húsbóndaherbergið EINKAUMBOÐ FYRIR PIRA-SYSTEM Á ÍSLANDI M'S II SIIP Ármúla 5 - Sími 84415-84416 Nm HU HNNLANDI GLÖS, YMSAR GERÐIR ÁVAXTASETT SKÁLAR KERTASTJAKAR OG MARGT FL. HðSGAGNnVERZLUN KRI8TJÁNS SIGGEIRSSONAR HF. LAUGAVEG113 - SlMI 25870 þvottaefnisauglýsing. Sjálf held- ur hún fast við búning þorps- kvenna daglega og við hátíð- legri tækifæri, en drengirnir og maður hennar ganga ætíð klædd- ir að sið Evrópubúa. Hamed kaupir föt þeirra, eins og hann annast líka kaup á matvælum í Jerúsalem. Hann er nákvæmur og gagnkunnugur því, hverjir verzlunarmenn í hinum gamla hluta borgarinnar hafa á boð- stólum bezt og ódýrast lamba- kjöt, ólífur og apríkósur. Hann kemur á hverjum degi ríðandi heim á asna klyfjuðum varningi. Hann ákveður, hvers þau skuli neyta og hún hlýðnast fyrirskip- unum hans. Að því er varðar tölu barn- anna, hefur Hamed einnig ráðið því. Ameina verður mild í aug- um, þegar hún horfir á sín eig- in börn og ættingjanna. Hún hefði gjarnan viljað eiga þau fleiri, en Hamed segir nei, fleiri skulu þau ekki verða. Dreng- irnir hans eiga að fara til út- landa og fá þar menntun. Slíkt kostar peninga. Heldur að eiga tvo, sem hægt er að veita menntun en tíu, sem fara á mis við hana. Þess vegna sér hann um að konan fái pilluna sína daglega. Ameina lætur sér það lynda, líkt og hún sættir sig við að Hamed vinni sér fyrir daglegu brauði inni í Jerúsalem í stað þess að erja jörðina þar í Olíu- fjallinu. Allt í einu herðir hún upp hugann: — Hvers vegna eruð þér ekki heima og gætið að syni yðar? spjrr hún. — En hann er sextán vetra og vill helzt sjá um sig sjálfur. Þá finnst honum hann orðinn full- orðinn, svara ég. Hún horfir á mig alvarlegum augum. — Þér ættuð samt að vera heima hjá honum, segir hún. — Og ég get engu svarað. Svo sýn- ir hún hús sitt og brunninn, þangað sem hún sækir vatn. Hún er nærri átakanlega áköf og nú allt önnur en konan, sem tók á móti okkur fyrir tveimur klukkustundum. Þegar bíllinn staðnæmist við dyrnar og við ætlum að kveðja, grípur hún allt í einu í hönd mína og dregur mig af stað með sér. Við göng- um fyrir húshornið og að dyr- um í öðrum enda hússins. Hún opnar þær og gengur til hliðar, svo að ég geti skyggnzt inn. Þar er hæna með fjóra fagurgula kjúklinga, sólarhringsgamla. Ameina lítur forvitnislega fram- an í mig. Svo ljómar andlit hennar allt af djarflegu brosi. Þegar við ökum burt, stendur hún eftir og veifar til okkar, þar til vagninn ekur fyrir bugðu á veginum. Síðar um daginn mæt- um við Hamed við hornið á Via Dolorosa. Hann situr og reykir vatnspípu. — Heimurinn er hans. A. S. þýddi. 46 VIKAN 44. tbi.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.