Vikan - 29.10.1970, Síða 50
WILLY
BRANDT
í SUMARLEYFI
Þótt stjórnarsamstarfið við frjálsdemó-
krata (framsóknarmenn Þýzkalands) gangi
báglega, er ekki annað að sjá en Willy sé
afslappaður við berjatínsluna í skóginum.
A- Ninja, tuttugu og sex ára
gömul dóttir Brandts frá fyrra
hjónabandi, og unnusti henn-
ar norskur, sem Jale heitir. —
Þau eru bæði kennarar í
Þrændalögum.
-jtoh Kanslarinn að kvöldlagi í sumarbústað sínum
ásamt eiginkonu sinni Rut, tveimur börnum og til-
vonandi tengdasyni.
Willy Brandt, kanslari VesturrÞýzka-
lands, veiktist af inflúensu í Moskvu,
meðan á samningum stóð þar við Sov-
éta. Skömmu eftir heimkomuna tók
hann sér frí til hvíldar og hressingar í
hópi eiginkonu og barna. Meðal þeirra
var dóttir Brandts af fyrra hjónabandi;
Willy hefur sem kunnugt er kvænzt
tvisvar og norskum konum í bæði
skiptin, enda var hann um hríð norsk-
ur ríkisborgari og foringi í norska
hernum. Kynni Willys af Norðmönn-
um munu hafa haft veruleg áhrif á
skaphöfn hans og viðhorf; þannig gæt-
ir ekki á hans heimili þess prússneska
aga, sem svo margir þýzkir f jölskyldu-
feður beita enn í dag. Synir Willys hafa
þannig tekið þátt í mótmælaaðgerðum
róttækra ungmenna og þótt kanslarinn
sé ekki samþykkur þeim aðgerðum,
gerir hann ekkert til að hindra þátt-
töku barna sinna í þeim.
Matthias Brandt, átta ára, að leik utan dyra,
cn foreldrar hans horfa ánægðir á.
/ ft t/ t A
wm