Vikan


Vikan - 21.01.1971, Blaðsíða 11

Vikan - 21.01.1971, Blaðsíða 11
að þær hljóta að breyta um og ganga í skíðabuxum á veturna." „Ekki endilega," svaraði Rolvaag, en hann var áður landstjóri i Minnesota. „í strandhéruðum íslands, þar sem obbinn af þjóð- inni býr, eru vetur enn mildari en í heimalandi mínu.“ Það er grein af Golfstraumnum að þakka, að meðalhiti Reykja- víkur í janúar, sem er kaldasti mánuður ársins, er um 0 stig á Celsíus. En vetrardagar eru hér dimmir, skammir og dapurlegir. Meðalhiti í júlí, sem er heitastur, er hins vegar um 12 stig á Cels. Þótt Reykjavík fengi kaupstaðarréttindi árið 1786, er þar lítið um gamlar byggingar. í þá daga voru húsið gerð af torfi og timbri, og þau eru horfin fyrir löngu síðan. Til að þurfa ekki að flytja inn nema sem minnst af dýrum byggingarefnum og auka jafnframt þol þeirra gegn veðrum, eru nú flest hús byggð úr steinsteypu. Enn standa þó nokkur bárujárnsklædd timburhús, frá því um aldamót. Við vorum fegin að rétta úr okkur og lögðum því gangandi í forvitnisferð um borgina. Það fannst okkur skrítið, að breiðstræti, Framhald á bls. 34. Britton-hjónin veiða sér fisk í soðið. Þegar þessi mynd var tekin, voru þau stödd í höfninni á Seyðisfirði. UMHVERFIS ÍSLAND Á SKÚTU Delight komin í höfn á Akureyri. Þá var leiðin meira en hálfnuð, en sitthvað sögu- legt átti þó eftir að koma fyrir. Wright Britton berst við að halda skútu sinni ofan- sjávar í ofsaveðri. Oft var hann hætt kominn, en lauk þó hringferð sinni umhverfis ísland, eins og hann hafði ráðgert. s. tbi. VIKAN 11

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.