Vikan


Vikan - 21.01.1971, Blaðsíða 13

Vikan - 21.01.1971, Blaðsíða 13
og fyrir kraft þeirrar myndar skulu þær í heiðri hafðar. Þær eru mynt hans hátignar. Og svo birtist okkur mynd hins unga bónda frá Húsabæ sem ferjar þennan vesaling yf- ir fjörðinn og spyr hana á leið- inni alvarlegum rómi, hvort hún treysti sér til að sanna með járnburði að hún sé sak- laus af þjónaði þeim sem bor- inn er á hana. I þeirri mynd er eitthvað frjálst og fagurt - kristinn maður og náungi hans, án lágkúrulegra hugrenninga um stórmennsku og stétta- mun. II. Hallvarður var sonur Vé- biarnar á Húsabæ í Hlíðum. Vébjörn var stórbóndi og kaup- maður. í hinni latnesku helgi- sögn er hann kallaður aðals- macjur. Hann var kvæntur Þór- nýju, sem talin er hafa verið systir eða svsturdóttir Ástu móður Ólafs helga. Þau áttu tvo syni, Hallvarð og Orm. Var Hallvarður hinn eldri þeirra. Á miðöldum var kirkja að Húsabæ. Vígð var hún Ólafi helga svo trúlegast er að bú- ið hafi verið að byggja hana áður en sonur bónda lézt og helgi hafði skapazt um nafn hans. Að minnsta kosti var Hallvarður, að því er sagan hermir, kristinn allt frá bernsku, sem og gott og hlýð- ið barn, er öllum vildi vel. Hann var siðlátur, ráðvandur rg gæddur ríkri réttlætis- kennd. Þegar bræðurnir nálg- uðust fifllorðinsár, tók faðir þ°irra þá með sér í kaupferðir sínar. Hallvarður fékk því snemma tækifæri til að hleypa hoimdraga og litast um í ver- öldinni, — éigi síður en aðrir stórættaðir piltar í Noregi. Vitað er. um tvö atvik úr upp- vexti Hallvarðs. Bendir annað til vilia hans um að reyna að vera óeigingjarn, seni 3$ visu er nokkuð algengt .mg^al ungra manna. Þegar hinn helgi Frans frá Assisí var auðugur ung- lingur heima í föðurgarði, rak hann góðgerðastarfsemí í stór- um stíl, með vörum úr geymsluhúsi þess góða meist- ara Bernardones. Svo langt gekk Hallvarður helgi aldreí, heldur lét sér nægja að svíkja sjálfan sig ögn á voginni, til þess að Ormur bróðir hans fengi stærri hlut er þeir skiptu vörum sín á milli. Síðan er þess getið, að ein- hverju sinni er skip það sem Hallvarður var á, lá við Got- Framhald á bls. 44 Þeir hafa veitt kerlingunni eftirför í æsingu, og hér ber svo furðulega viS, að Halivarður blandar sér í mál þeirra. Hann tekur til að yfirheyra þá í stað þess að framselja konuna .... Loks gerist það, að einn grípur boga sinn, örvar þjóta og ein þeirra finnur stað í hálsi Hallvarðar.... 3. tbi. VIKAN 13

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.