Vikan


Vikan - 21.01.1971, Síða 14

Vikan - 21.01.1971, Síða 14
ÞETTA ER LÍFIÐ 2 Samdóma álit flestra vísindamanna: Við erum ekki einí alheiminum Lífið er þunn himna á plánetunni Jörð, undarleg aukaframleiðsla efna úr gufuhvolfinu, eins og það var við sköpun hennar. En upphaf lífs á Jörðu var ekkert einsdæmi í sögu alheimsins. Það er til „annað líf“ eða réttara sagt ótal aðrir lifandi heimar, þar af margir byggðir skyni gæddum verum. Náum við einhverntíma sambandi við þær? Manneskja, grenitré og sveppur, allt er þetta byggt upp af næstum sömu efnum og á næstum sama hátt. Það er aðeins þetta .,næst- um" sem gerir muninn, svo lítill sem hann er. Vísindamenn rann- saka erfðamergð þarmabakteríunn- ar, ekki sökum þess að þeir hafi sérstakan áhuga á þarmabakterí- um, heldur af því að það sem á við um þarmabakteríur á einnig við um menn og til dæmis tré. 14 VIKAN 3. tbi. Eggjahvítuefnin eru mismunandi, en þau eru samansett af sömu amínósýrunum, þótt samsetningur- inn sé breytilegur eftir tegundum. Nákvæmlega það sama á við um annað aðallífefnið, kjarnasýrurnar. Þetta getur ekki verið tilviljun ein. Er kannski allt líf af einni ætt? Erum við öll afkomendur sömu frumlífverunnar? Sumir vísinda- menn halda því fram; önnur skýr- ing geti ekki verið á því hve hin ýmsu form lífsins séu lík innbyrðis. Dr. Cyril Ponnamperuma í Ames Research Center við San Fransiskó er annarrar skoðunar. Allt líf sam- anstendur af þessum efnum, ein- mitt af því að þessi efni og engin önnur mynduðu hið upprunalega gufuhvolf Jarðarinnar úr metani og ammonlaki. Að það voru einmitt þessi efni (fyrst og fremst amínósýrur og nú- kleótíður, sem kjarnasýrurnar sam- anstanda af) sem mynduðust, hef- ur hann getað sannað með til- raunum og með því að likja eftir aðstæðunum sem ríktu á Jörð gömlu í bernsku hennar. Hefði hið upprunalega gufuhvolf Jarð- arinnar verið öðruvísi, hefðu und- irstöðuefni lífsins einnig orðið önnur — ef þá hefði yfirleitt nokk- urt líf orðið til. Fyrra gufuhvolfiö réði úrslitum Ein ráðgátan í þessu sambandi er þó ennþá óleyst, og sú ráðgáta er kannski það furðulegasta í sam- bandi við spurninguna um upp- runa lífsins. Til að gera okkur grein fyrir því verðum við að svipast lítið eitt um í efnafræði vísindanna. Öll efni samanstanda af móle- kúlum, sem eru mismunandi flók- in að gerð. Eiginleikar mólekúl- anna ákvarðast að nokkru leyti af því hvaða atóm eru í þeim og að nokkru leyti af því hvernig þau eru samantengd. Lífræn mólekúl geta samanstaðið af tugþúsundum atóma (aðallega kolefni, súrefni, vatnsefni, köfnunarefni, brenni- steinn og fosfór) oq eru stundum miög flókin að bvggingu. Af hverju slíku mólekúli geta verið tvö form, og er annað þá sem spegilmynd hins. Atómin eru þau sömu, tenging þeirra hin sama og mólekúlin hafa næstum nákvæm- lega sömu eiginleika. Hvað kom fvrir „spegilmólekúlið"? Það er ráðgátan. I lífverum finnst aðeins annað þessara tveggja „spegilforma".

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.