Vikan


Vikan - 21.01.1971, Page 15

Vikan - 21.01.1971, Page 15
Af hverju lífrænu mólekúli geta verið til tvö form, annað sem spegilmynd af hinu . . . Dæmi: Það er hægt að búa til drúfusykur úr ólífrænu efni. Speg- ilformin tvö eru í jafnmiklu magni í gervisykri þessum. Borði maður slíkan sykur, samlagast annað formið líkamanum fljótlega, en hinu vísar líkaminn frá og yfir- gefur það hann með saurnum. Náttúrlegur sykur inniheldur að- eins annað formið. — Eftir því sem við best vitum myndast bæði „spegilformin" þeg- ar við búum til eftirlíkingar af amínósýrum og núkleótíðum í efnarannsóknastofunni, segir dr. Ponnamperuma. — Það er ekki fyrr en nýlega að við fengum tæki, sem gera okkur mögulegt að rannsaka málið — hinn efnafræðilegi munur á formunum tveimur er eins og við vitum ákaflega lítill. En þar sem álíka mikið magn var til af báðum formum við upphaf lífsins — hvernig stóð þá á því að annað „sigraði"? Þau virtust þó standa jafn að vígi, eða hvað? Vísindin gera sig ekki ánægða með að afgreiða neitt með því að gera ráð fyrir tilviljun. En lausnin hefur ekki fundist — eina hugsan- lega skýringin ennþá er sú að allt l(f hafi sprottið útfrá einni frum- lífveru, en það er af öðrum or- sökum óllklegt. Fórust spegilformin í súrefnisstríðinu? Einn þeirra fáu norrænu vís- indamanna, sem gefið hafa sig að spurningunni um upphaf lífsins, er sænski prófessorinn Gösta Eh- rensvard í Lundi. Hann bendir á að menn geti þegar búið til eftir- líkingar af einföldum eggjahvítu- efnum. í framtíðinni getur vel far- Framhald á bls. 41 Alll líf er byggt upp af söniu efnum, sem sett eru saman á mismunandi hátt. Kannski er- um „við öll“ komin af einu og sömu litlu frumlífverunni, þótt ásýndin sé orðin nokk- uð ólík eftir allan þennan tíma? 3. tbi. VIKAN 15

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.