Vikan


Vikan - 21.01.1971, Side 19

Vikan - 21.01.1971, Side 19
meðferðis, þegar þú komst í land, þess vegna hlýtur hún að vera einhvers staðar á þeirri leið sem þú hefur farið. Ég finn hana, það máttu vera viss um. Það leit út fyrir að bragðið hefði heppnazt. Ef aðalsmað- urinn sneri við nú, var auðvelt að komast undan. Hann hélt alveg með hinum unga föður, þótt hann hataði alla puri- tana, því það var eitthvað við rödd aðalsmannsins sem vakti hjá honum andstöðu. Getið þér rannsakað hvert hús við veginn, lávarður minn? spurði flóttamaðurinn. — ^Ef púritanarnir hérna koma auga á yður, verðið þér brytjaður niður. Lávarðurinn hló lágt og illskulega. — Hvers vegna hef- ur þú þá ekki beðið trúbræð- ur þína um hjálp? Það er eitt- hvað sem þú sjálfur hræðist, er það ekki? Liðsforingi, sem gerist liðhlaupi á stríðstímum á ekki á góðu von, ef hann er svo heimskur að snúa aftur til ættlandsins. Það leit út fyrir að sjúki maðurinn ætlaði að ráðast á lávarðinn, en hann áttaði sig og sagði með rödd sem skalf af reiði: — Ég er ennþá nógu mikill hermaður til að sjá fyr- ir yður. Stígið af baki, herra minn, og við skulum gera upp okkar á milli núna. —■ Heilaga Guðs móðir. Ætti. ég að bregða sverði á móti slík- um flökkuhundi, sem ekki einu sinni er trúr sínum eigin skoðunum? sagði lávarðurinn með fyrirlitningu. Ég hef aðeins eitt að segja þér. Ég veit ekki hvernig þú fékkst systur mína til að svíkja trú feðra sinna og konunginn, en þetta barn hefur göfugt blóð í æð- um sínum og hún skal fá það uppeldi sem frænku minni hæfir, sem kaþólikki og kon- ungssinni. Vertu sæll! Hann virtist ætla að snúa hesti sínum, en skyndilega brá hann hægri hendinni undan sláinu og Kit sá að púritaninn stóð andartak stífur, en féll svo til jarðar. Hesturinn hneggjaði og prjónaði, en lá- varðurinn hélt fast við hann, leit á fallna manninn, með rjúkandi byssuna í höndinni. Inni í runnanum stóci Kit, lamaður af ótta, en hann var samt fljótur að halda um munn telpunnar, meðan lá- varðurinn stakk byssunni í beltið og leit í kringum sig. Eftir andartak, sem piltinum fannst vera heil eilífð, keyrði lávarðurinn hest sinn sporum og reið til baka, sömu leið. Þegar hófadynurinn hljóðn- aði lagði hann telpuna frá sér í grasið undir stóru tré og flýtti sér til að athuga föður hennar. Hann só strax að mað- urinn var látinn, kúlan hafði hæft hann á milli augnanna og lengi vel var Kit að manna sig upp í það, sem hann vissi að hann varð að gera. Að lokum kraup hann á kné við hlið látna mannsins og leit- aði vandlega í vösum hans, en hann fann aðeins litla peninga- upphæð og ekkert sem gat bent í áttina að ætt hans og upp- runa. Hnakktöskurnar voru líka hálf tómar, í þeim var ekkert annað en föt af þeim feðginum. Kit hugsaði sig um, svo tók hann öll barnafötin og batt þau saman í hnýti, en lét hitt vera eftir í töskunum. Eftir að hafa vandlega athugað að ekkert væri eftir, sem bent gæti á barnið, flýtti hann sér að trénu. Hræðsluópin voru orðin að sogandi ekka og þar sem hún hafði sparkað af sér föt- unum var telpunni orðið mjög kalt. Hann sveipaði fötunum utan um hana, eins vel og hann gat, tók hana í arma sér og hljóp með hana í áttina að húsi móðurinnar. Hann sá það á ljósinu í glugganum að móðir hans var ekki sofnuð og þegar hann barði að dyrum, var strax opnað. — Kit! hrópaði hún. Elsku sonur minn, hvernig stendur á ferðum þínum? Þeg- ar hún ætlaði að faðma hann að sér, sá hún að hann hélt á einhverju í faðmi sér. — Ham- ingjan hjálpi mér, hvað er þetta? Hann flýtti sér inn og leit um öxl. - Flýttu þér að læsa dyrunum, mamma. Ég skal skýra þetta allt fyrir þér, en fyrst þarf ég að biðja þig að gera það sem þér er betur lag- ið. Röddin var áköf og Jane Brandon gerði það sem hann bað, án þess að spyrja. Hún var glæsileg kona, hávaxin og fagurlimuð, það var augljóst, þrátt fyrir fátæklegan klæðn- aðinn, hún var fríð sýnum með sérkennilega djúpblá augu. Þessi augu og dökkt hárið hafði sonurinn fengið í arf, en vaxtarlagið hafði hann frá föðurnum. — O, vesalingurinn litli! hrópaði hún upp yfir sig, þeg- ar hún sá hvað hann hafði í fanginu og hún tók strax telp- una af honum. — Hvaða barn er þetta, Kit? Hvar fannstu hana? Hann sagði henni frá því sem fyrir hafði komið, meðan hún lífgaði til í arninum og nuddaði ískalda fætur barns- ins. Einu sinni tók hún fram í fyrir honum og það var til að biðja hann að ylja mjólk á glóðunum, en hann hélt áfram að segja sögu sína, með hryll- ingi í röddinni. Þegar hann hafði lokið sögu sinni, var telpan orðin södd og heit og að því komin að sofna í örmum frú Brandon. Þetta var yndislega falleg telpa, tveggja til þriggja ára, með þykkt gullið hár, stór augu Framhald á bls. 36. 3. tbi. vikaN 19

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.