Vikan - 21.01.1971, Page 33
þeim hætti, að sterkur og kald-
ur botnstraumur rekur sig á
neðansjávarrif. i í grunnsævi
skýtur straumnum þá upp á
yfirborðið og myndar þar
ölduhnúta, er stundum geta
orðið allt að fjögurra feta há-
ir. Fylgja þeir engri ákveðinni
stefnu, en bulla til allra átta,
eins og hringiða væri. Slíkar
rastir eru út af hverju horni
og höfða á íslandi.
Við vorum sem sé allt í einu
komin inn í straumhnútana við
Fuglasker. Jafnframt snögg-
lygndi í veðri, og skútan hring-
snerist en komst ekkert áfram.
Ég brá við og ræsti mótorinn,
og stundu síðar vorum við
sloppin úr þessari hryllilegu
hringiðu, fyrir vélarafli.
Daginn eftir kulaði af suð-
vestri upp í 15 hnúta og De-
light rann í þægilegu leiði yfir
lítt gáraðan sjó. Áætlun okkar
var þessi, í stuttu máli sagt:
Við ætluðum að sigla rangsæl-
is umhverfis ísland, austur
með suðurströndinni, vestur
með norðurströndinni, fyrir hið
mikla Hornbjarg og suður um
til Reykjavíkur, þar sem við
hófum ferðina. Síðan ætluðum
við að halda áfram til Stóra-
Bretlands. En nú voru West-
mann Islands fyrir stafni, það
kalla íslendingar Vestmanna-
eyjar. Þær liggja 85 mílum
austur af Fuglaskerjum, og
náðum við þangað snemma
kvölds.
Fram til 14. nóvember 1963,
voru 14 eyjar í klasanum. Þann
dag voru fiskimenn að veiðum
undan Geirfuglaskeri. Sáu þeir
hina furðulegustu sjón, er sjór-
inn gaus upp í loftið með öskri
miklu og gífurleg súla ,af sæ
og ösku, steig til himins. Þeir
urðu sjónarvottar að fæðingu
Surtseyjar, yngsta eylands í
heimi.
Nú er Surtsey orðin 560 fet
á hæð yfir sjávarmál og ein
fermíla að flatarmáli. Auk þess
eignaðist hún fljótlega tvær
smáeyjar að nágrönnum, en
þær voru myndaðar af mjúku
efni, svo vetrarstormar náðu að
skola þeim brott.
Við fórum fram hjá Surtsey,
en þó ekki of nærri, því gufu-
mekkir og reykjarstrókar þyrl-
uðust enn upp úr gígnum á
miðri eynni. Það fór hrollur
um okkur við þá hugsun, ef
hún kynni þá og þegar að
heilsa upp á okkur með skot-
hríð af sjóðheitri leðju og gló-
andi grjóti. Um nóttina gistum
við í fiskiþorpi á Heimaey,
sem er eina byggðin á eyjun-
um.
Ung stúlka frá Heimaey,
Erna Jóhannesdóttir að nafni,
hafði- dvalizt í Maine sem
skiptinemi. Höfðum við lesið
um hana áður en við lögðum
upp í ferðina, og ásettum okk-
ur að leita uppi foreldra henn-
ar þegar til Vestmannaeyja ■
kæmi. En það var allt annað
en auðvelt.
NAFNVENJUR ÍSLENDINGA
VALDA VANDRÆÐUM
íslendingar eru eina þjóðin
sem enn heldur fast við ættar-
nafnakerfi, sem eitt sinn var
notað um nær öll Norðurlönd.
Hér eru eftirnöfn barnanna
stöðugt mynduð á þann hátt,
að við skírnarnöfn feðra þeirra
er bætt orðinu son eða dóttir.
Var þá nokkur furða þótt okk-
ur gengi ekki sem bezt að
finna ungfrú Jóhannesdóttur.
Loks kom að því að einhver
skildi hvernig í öllu lá og
fylgdi okkur til herra Jóhann-
esar Tómassonar, föður Ernu.
Kynnti hann okkur konu sína
sem frú Guðfinnu Stefánsdótt-
ur, því konur halda sínu eigin
eftirnafni þótt þær kvænist.
„En þegar við ferðumst er-
lendis,“ sagði herra Tómasson,
„ritum við okkur að sjálfsögðu
í gestabækur hótelanna sem
herra og frú Tómasson."
Enda þótt Heimaey sé tæp-
ar átta fermílur að flatarmáli,
á herra Tómasson bifreið, ekki
síður en margir þorpsbúa, sem
eru um 4.000 talsins. Og hann
var svo góður að fara með okk-
ur í bílferð um eyjuna. Ég
spurði hann hvernig eyjar-
skeggjum hefði orðið við, þeg-
ar Surtsey skaut úr sævi.
„Fyrst urðum við hrædd, og
síðan forvitin,“ svaraði hann.
„Og að vissu leyti kom þetta
illa við okkur. Því svo háttar
hér að við höfðum ekkert vatn
nema regnvatn. Gosaskan
þrengdi sér inn í vatnsgeyma
okkar, eyðilagði birgðirnar, og
við urðum að sækja allt
neyzluvatn ofan af meginland-
inu. Nú liggur vatnsleiðsla það-
an út tileyjanna.
Fram undan okkur lá flug-
völlur, sem nær fram á hamra-
brún. Flugfélag íslands, sem á
alþjóðamáli nefnist Icelandair,
annast flugþjónustu til hinna
dreifðu byggða um landið. ís-
land stökk inn í tækni 20. ald-
arinnar af þvílíkum hraða, að
það blátt áfram hljóp yfir að
byggja járnbrautir eða hrað-
brautir. Má með sanni segja,
að íslendingar hafi stigið af
hestum sínum inn í flugvél-
arnar.
Ungur maður gekk meðfram
klettabrúninni og bar eitthvað
það er líkist knattspaða sem
notaðir eru við svokallaða la-
crosse leika.
„Hann er að líta eftir lunda,“
sagði herra Tómasson. „Hann
sveiflar háfnum yfir þá á flug-
inu.“
íslendingar veiða yfir 50.000
lunda árlega til matar. Áður
fyrr átu þeir fýlunga, en svo
gaus upp smitandi farsótt í
fýlastofninum. Nokkrir þeirra
er reyttu fuglana eða ham-
flettu, tóku veikina, og síðan
hafa fýlarnir verið látnir í
friði.
Við héldum úr höfn Heima-
eyjar í sólskini og þægilegu
leiði, en var þó ekki með öllu
rótt. Siglingadeild Bandaríkja-
flota hafði varað okkur við
hættum á austurleið.
„Sjómenn hafa ætíð haft ill-
an bifur á suðurströnd fslands,“
var okkur sagt, og einkum átt
við að á 230 mílna vegalengd
er aðeins um eina örugga höfn
að ræða, sem er Hornafjörður.
Og inn á hann komumst við
ekki, því útfallið úr fjarðar-
mynninu var 8 hnúta straum-
ur, auk þess sem jökulfljót
nokkur juku eigi lítið við þá
röst.
Auk þess er ströndin svo lág-
lend, að hún sést varla fyrr en
komið er beinlínis inn í brim-
garðinn, heldur aðeins háfjöll-
in að baki, en þau eru 8 til 20
mílur inni í landi.
En eftir 100 mílna siglingu,
þegar við vorum komin hálfa
leið til Djúpavogs, sem var
næsti viðkomustaður, fór okk-
ur að verða rórra. Sól skein í
heiði og tindraði á hjarnbreið-
um stórkostlegra jökla til norð-
uráttar, en meðal þeirra er Ör-
æfajökull, sem hvílir á Hvanna-
dalshnúki sem er 6.952 feta hár
og hæsta eldfjall á íslandi.
Þannig fannst okkur sem þetta
land elds og ísa ætti sífellt að
vera útlits, sem það þó sjaldan
er.
Nóttin féll yfir lög og láð,
og norðurljósin bröguðu um
bládimman austurhimin, en
hurfu síðan allt í einu. Vind-
ur gerðist úrsvalur og móða
settist á rauða áttavitaljósið í
kompásskýlinu. Við vissum
hvers var að vænta og varð
ekki um sel. Þoku.
Á leiðinni inn til Djúpavogs
var ógrynni skerja og grynn-
inga, er allt var sjóðandi í æð-
isgengnum útfallsstraumi. Ofan
á allt þetta bættist svo hitt, að
ég gat ekki reitt mig á komp-
ásinn, því á þessum breiddar-
gráðum eru segultruflanir, sem
geta valdið allt að 20 gráða
skekkju.
Ég átti þó ekki annarra kosta
völ en reyna að halda stefn-
unni. Það kulaði í þokuna og
við settumst upp klýfir, stór-
segl, sem var tæplega tuttugu
fet að rúmmáli.
Allan næsta dag mátti heita
að við sigldum blindandi, og
hlustuðum af alefli, hvort við
heyrðum brim brotna við
kletta. Það tók á taugarnar.
Við afréðum að koma ekki við
á Djúpavogi, heldur sigla áfram
til Seyðisfjarðar, sem er 70
mílum norðar. Þegar við hugð-
um okkur vera út af honum,
lögðum við stýrinu um og
stefndum beint til lands.
ÞEGAR BÆRINN HVARF
í REYK
Hamingjan var okkur hlið-
holl. Fyrsta landsýn til Seyðis-
fjarðar er Akurfell, sem er
3.005 feta hár tindur, og þarna
er hann nákvæmlega á sínum
stað. Hvalur einn mikill kom
upp á yfirborðið í mynni fjarð-
arins og heilsaði okkur með
ógnar blæstri. Það var jafn
snemma að við felldum segl og
sólin kom fram úr skýjum.
Þarna var höfnin og móttöku-
nefndin veifaði okkur og benti
inn á lægið, eftir venju.
Okkur langaði að líta yfir
héraðið ofar en frá sjávarmáli,
svo við tókum okkur ferð með
bíl morguninn eftir, hæst upp
á Fjarðarheiði. Vegurinn var
herfilegur, þröngur og hvergi
handrið á hættulegum stöðum,
en útsýnið var dásamlegt úr
2.034 feta hæð. Til vesturs gat
að líta geysi mikinn og gróður-
sælan dal, er stóráin Lagar-
fljót rennur um, en hún kem-
ur alla leið sunnan frá Vatna-
jökli, sem er mestur allra jökla
á íslandi. Það glampaði á flug-
vél, sem var að nálgast lend-
ingu á velli við Egilsstaða-
kaupstað. En þegar við litum
aftur til sjávar, var Seyðis-
fjörður gersamlega horfinn.
Bærinn var hulinn reykjar-
mekki frá fiskimjölsverksmiðju
staðarins. Gjörvallur fjörður-
inn, átta mílna langur, var á
að líta sem geysivíð mjólkur-
tjörn.
Á niðurleið hittum við
stangaveiðimenn við Fjarðará,
en þótt við renndum fyrir lax
í heilan klukkutíma, fengum
við ekki svo mikið sem smá-
síli. Eigi að síður fengum við
nýjan fisk í matinn, því Pat
veiddi þyrskling af þilfarinu á
Delight þá um kvöldið.
Framhald í næsta blaði.
3. tw. VIKAN 33