Vikan


Vikan - 21.01.1971, Page 41

Vikan - 21.01.1971, Page 41
Gullfoss ferðir Skíðaferðir til ísafjarðar. Hringferðir umhverfis ísland. Auk fjölbreyttra annara skemmtiferða. Hú er rétti tíminn til þess að kynna sér ferðamöguleika ársins 1971. H.F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS FARÞEGADEILD PÓSTHÚSSTRÆTI 2- REYKJAVÍK - SÍMI 21460 r Feröaáæt/un m/s Gul/foss 1971 Sendið þessa úrklippu og þér fáið senda Feróaáætlun m/s Gullfoss 1971 Nafn Heimili -x- VIÐ ERUM EKKI EIN í ALHEIMINUM Framhald af bls. 15. ið svo að hægt verði að framleiða gervi-veiru, sem yrði nákvæm eft- irlíking fyrirmyndarinnar, en gaati ekki aukið kyn sitt vegna næring- arskorts — að minnsta kosti ekki nema einnig væri hægt að búa til gervi-næringu. Kannski var það fyrrnefnd súr- efnishryðja, sem af einhverjum ástæðum eyddi „spegillífverun- um"? Einstaka lifðu þó af. í Ames Research Center er heil stofnun sem aðeins sinnir rannsóknum á „tilbúnum" bakteríum, undir stjórn dr. Miltons Heinrich. Súrefnið - bakteríubani Það er geimferðastofnunin NASA, sem rekur stofnunina, og tilgangur hennar er því að rann- saka áhrif „ójarðneskra" kringum- stæðna á líf. Með því er til dæmis átt við gífurlegan hita og kulda eða óvenjulegar efnafræðilegar aðstæður. Með þessu er verið að reyna að komast fyrir um, hvort hugsanlegt sé að líf geti þróast á öðrum plánetum. En stór hluti þeirra baktería, sem þola þessar óvenjulegu kringumstæður, eru afkomendur þeirra lífsforma sem lifðu í hafinu fyrir hina miklu alls- herjarárás súrefnisins. Mörg þeirra hlutu skjótan bana í þeirri árás. — Mikilvægustu hóparnir af hinum „eftirlifandi" af þessum bakteríum eru brennisteinsbakterí- urnar og járnbakteríurnar, segir dr. Heinricfi. — Tilvera þeirra hef- ur lengi verið kunn, en fyrst nú hafa menn skilið hlutverk þeirra sem leifa frá tíma, þegar ekkert súrefni var í andrúmsloftinu. Það er heilmikið til af bakterí- um, sem ekki nýta súrefni úr loft- inu. Þær eru ekki allar frá tímabil- inu fyrir súrefnishryðjuna — nokkr- ar hafa sérhæft sig að því að kom- ast af án súrefnis. Það getur verið erfitt að greina þessa tvo hópa í sundur. Bakteríur geta lifað við hinar ólíkustu aðstæður, í níutíu og fimm stiga heitu vatni (á Celsius) og í sterkri atómgeislun, svo eitthvað sé nefnt. Það hve fljótar bakteríur hafa verið að því að aðlagast sterkri kjarnageislun felur kannski í sér smávegis von fyrir það jarð- líf, sem stendur andspænis hel- sprengjuvoðanum. Takmarkaðar líkur á lífi á nágranna- plánetunum — Ekki get ég, segir dr. Hein- rich, — hugsað mér nokkuð sem skilaði okkur lengra áleiðis til lausnar á gátunni um upphaf lífs- ins en líf á öðrum hnöttum, ef það fyrirfyndist. Mismunurinn á lífinu hér og þar myndi hjálpa okkur til að skilja nákvæmlega hvað þarf til þess að samsafn risamólekúla breytist í eitthvað lifandi. Persónu- lega held ég ekki að aðstæðurnar á Mars séu svo ómögulegar fyrir lífverur sem margir ganga útfrá. Ég hef látið jarðneskar bakteríur í eftirlíkingu af Mars-umhverfi — að svo miklu leyti sem við vitum hvernig það er — og bakteríurnar lifðu ekki einungis af, heldur þrif- ust prýðilega og juku kyn sitt. Ennþá er allt í óvissu um það hvort líf sé á öðrum plánetum í okkar sólkerfi. Menn hafa orðið svartsýnni á þetta með árunum, sérstaklega eftir að efni það, sem tunglfararnir tóku með ofan úr mánanum, reyndist líflaust með öllu. En fyrir utan sólkerfi okkar þá? Erum við kannski eftir allt- saman alein í alheiminum? Líf á Mars Einn góðan veðurdag kringum miðjan nýbyrjaðan áratug — trú- legast 1975 — kemur ómannað geimfar til með að lenda á Mars, trúlega nálægt miðbaugi hans. Það verður fullhlaðið tækjum, þar á meðal skóflu sem mokar upp í það dálitlu af Mars-möl, en sjónvarps- myndavél fylgist með öllu saman. Inni í farinu verða tæki, sem ætlað er að ganga úr skugga um hvort líf sé á Mars. Þau verða margskonar og gerð með tilliti til ólíkra forsenda ,en öll eru þau þó gerð með þá forsendu í huga að hugsanlegt Mars-líf eigi margt sammerkt með jarðlífinu. Einhverj- ar forsendur verður víst að gefa sér til að komast eitthvað úr spor- unum. Dr. Milton Heinrich segir að fjöldi jarðneskra baktería muni geta lifað við Mars-skilyrði, og jafnvel aukið kyn sitt. I efnarann- sóknastofu sinni hefur doktor þessi hylki, sem inniheldur allt sem þekkt er af lífsskilyrðum á Mars — þunna loftið, hitann, þurrkinn, sólarbirtuna. — Það sem við vitum minnst um í dag, segir dr. Heinrich, — er efnafræðilega samsetningin í sjálfu yfirborði Mars. Það getur til dæm- is verið sandur blandaður járnoks- vðum, og sé svo er ég nokkuð svo viss um að bakteríurnar kunna þar vel við sig. En sumir hafa viljað meina að í marsskorpunni sé með- al annars karbónsúboksýð (mjög óvenjuleg samsetning kolefnis og súrefnis), og sé það rétt, lítur ekki vel út með lífið á hnettinum þeim. Éa held að við verðum að vera nokkuð friálslyndir hvað viðvíkur lífinu á öðrum plánetum. Lífið kann mörg brögð efnafræðilega séð, og þessvegna kann vel að 3. tbi. VIKAN 41

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.