Vikan


Vikan - 18.03.1971, Side 5

Vikan - 18.03.1971, Side 5
tvisvar áður en aldrei fengið svar. En sem sagt: Ég hef verið með sama stráknum tvisvar á föstu ( um það bil tvo mánuði ( hvort skipti, og einhvern veginn finnst mér, að ekki sé enn allt búið á milli okkar. Því hefur verið spáð fyrir mér, að við munum giftast og ef til vill skilja aftur seinna, og út frá þv( langar mig til að spyrja þig, hvernig nautsmerkið og vogar- merkið eigi saman. Er eitthvað til ( því að þeir, sem fæddir eru í vogarmerkinu, eigi að giftast oftar en aðrir? Geturðu lesið einhvern karakter úf úr skriftinni hjá mér? Og hvað mundirðu gizka á, að ég væri gömul? Já, mig langar til að segja, að ég er svo hjartanlega sammála „þessari sem er ekki náttúru- laus" um „greddutöffarana" okkar, en ég býst nú samt við að þeim takist að erfa landið eins og „greddutöffurum" lið- inna tíma hefur tekizt. Annars er ég nú ekkert inni á því, að karlmenn eigi að erfa landið frekar en kvenfólk, en ég held, að ég sleppi því í bili að fara að tala um það. Svo er þessi sígilda: hvernig er skriftin og stafsetningin? Vertu svo blessaður, Póstur minn og Vika, og þakka þér fyrir allt gamalt og gott. Ein sem er forlagatrúar og hjá- trúarfull. Nautið og vogin eru bæði und- ir miklum áhrifum frá Venusi og því tengd um margt. í báðum merkjum er mikið af góSviljuSu fólki og tilfinningariku. Naut- og vogmennum kemur því oft vel saman, en stundum veldur árekstrum aS nautfólkiS er aS jafnaSi nokkuS jarSbundiS og sinnir aSeins áþreifanlegum hlutum, en vogmennin hins vegar dreymnari og gædd viS- kvæmara tilfinningalífi. Ef þú átt viS, aS vogmennum sé hættara viS hjónaskilnaSi en öSru fólki, þá mundi þaS hæp- iS. Fullyrt er, aS ekkert merki sé svo upplagt fyrir hjónaband sem vogarmerkið. Vogmenni stefna því yfirleitt mjög ákveS- ið aS hjónabandi, en þar eS þau eru varkár, dálítiS snobbuS og eiga oft erfitt meS aS velja á milli, þá getur dregizt aS þau geri alvöru úr hlutunum. Skriftin bendir helzt til aS þú sért þróttmikil og hneigS til raunsæis; aldurinn frábiðjum viS okkur aS gizka á, af ástæð- um sem viS þegar höfum marg- tekiS fram. Skriftin er mjög skýr og regluleg, og ekki hnut- um viS um neinar stafsetningar- villur við yfirlestur bréfsins. Til „einnar í vandræðum" ViS ráðleggjum þér eindregiS aS reyna annaðhvort aS gleyma þessum útlenda vini þínum al- gerlega eSa fresta því aS minnsta kosti um fáein ár aS nálgast hann á nokkurn hátt. Þú ert alltof ung til að leggja í þá áhættu aS flytja i fjarlægt land meS ókunnugu umhverfi, og þótt föSurland vinar þíns sé að vísu velferðarríki eins og það er kallað, þá er mannllfiS í sumum verksmiðjuborgunum þar að minnsta kosti ekki nein paradisarsæla ennþá, eftir okk- ar mati. Til þess aS rífa þig upp úr þessu þunglyndi væri ráð- legt fyrir þig aS skipta um um- hverfi um stundarsakir, fara í skóla eSa vinnu einhvers staSar annars staSar. Svoleiðis hjálpar oft. Skriftin er alls ekki svo slæm og bréfið þar á ofan ágætlega stil- að, en þaS leynir sér ekki á rithöndinni að hugarfarið er á nokkuð mikilli ringulreiS sem stendur. Þess vegna er ekki ger- legt aS reyna að lesa nokkuS út úr skriftinni. Krossgátuverðlaunin Kæri Póstur! Nú lanaar mig til að vita hve- nær eigi að hækka verðlaunin hjá krossgátunni ykkar. Mig minnir að verðlaunin hafi verið þau sömu þegar Vikan kostaði þrjátíu krónur og nú, er hún er komin ( sexttu krónur, svo mér finnst nú allt ( lagi, að verð- launin hækki smávegis með. Svo þakka ég fyrir allt það góða í Vikunni og með von um birt- ingu á bréfinu. Vertu sæll. Ingibjörg. Málið er til athugunar hjá fjár- málaráSuneyti blaSsins. FERMIN G ARKÁPUR KAPUDEILD VIÐARÞILJUR í miklu úrvali. Viðartegundir: eik, askur, álmur, fura, val- linota, teak, caviana, palisander o. fl. HARÐVIÐUR og þilplötur, ýmsar tegundir. PLASTPLÖTUR, Thermopal, ýmsir litir. SPÓNN (eik, gullálmur, teak, valhnota). * Harðviðarsalan sf. Þórsgötu 14, símar 11931 og 13670. KAPUR MEÐ SLÁ OG/EÐA HETTU ★ KÁPUR MEÐ OG ÁN SKINNA BLÁIR HETTUFRAKKAR PEYSUR, STUTTAR OG SÍÐAR ME© OG ÁN RÚLLUKRAGA BLÚSSUR OG UNDIRFATNAÐUR í FJÖLBREYTTU ÚRVALI FESTAR, HÁLSMEN OG ÝMSAR FLEIRI GJAFAVÖRUR. ** SKOLAVO RÐUSTIG 223 11. TBL. VIKAN 5

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.