Vikan


Vikan - 18.03.1971, Page 6

Vikan - 18.03.1971, Page 6
FERMINGAMYNDATOKUB MYND ER MINNING ALLAR MYNDATÖKUR * Stúdíó GuOmundar * Garðastræti 2 — Sími 20900 PIERPONT OR MODEL1071 Sterk og vönduð GARDAR OLAFSSON Lækjartorgi - Sími 10081 MIG DREYMÐI Fjallganga Kæri Draumráðandil Mér fannst ég vera staddur á einu af stórfjöllum íslands, en ég var einmitt þar í þeim tilgangi að klífa fjallið, að því að mér skild- ist. Var ég þarna ásamt tveimur öðrum mönnum. Við byrjuðum að klifra og gekk ferðin vel í byrj- un, en heldur dró úr okkur þegar snarbrattir hamrar tóku við. Tókst okkur þó að komast upp með aðstoð ýmissa griptanga og kaðla. Segir nú ekki frekar af för okk- ar upp klettana. En nóttin skall á og um það leyti gekk ég út á eina klettasylluna. Ég stóð á brúninni og horfði niður snar- bratta klettana sem teygðu sig langt niður fyrir. Skyndilega sá ég í tunglsljósinu daufan skugga nálgast mig aftanfrá. Leiftur- snöggt beygði ég mig niður og fann í sama bili að maður straukst við mig og flaug niður klettana með ópum. Vinsamlega birtið þennan draum sem fyrst. Með fyrirfram þakklæti, BHS. Draumur þessi er þér fyrir mikl- um hrellingum, skakkaföllum og jafnvel tjóni, sem magnast nokk- uð hægt og stígandi, en lýkur siðan áSur en þú veizt af og átt þú eftir að hljóta skýringu á óhöppum þínum. Annars var þetta spennandi draumur og hefSi okkur ekki komiS á óvart þó sjálfur James Bond hefSi komiS þarna viS sögu. Tveir draumar í framhaldi Kæri Draumráðandi! Hér eru tveir draumar sem mig dreymdi fyrir nokkru. Sá fyrri er svona: Mér fannst ég eiga að fara á spítala til uppskurðar, og fór X vinkona mín með mig í litlum bíl. Þegar við komum að sjúkra- húsinu, sem var mjög stórt, fór- um við upp á aðra hæð. Gengið var upp mjög stóran hringstiga. Þegar upp var komið kom á móti mér hjúkrunarkona og vís- aði mér inn í litla stofu, þar sem fyrir voru þrjár mjög veikar konur. Herbergið var svo lítið, að ég varð að afklæða mig frammi á gangi og leizt mér ekki sem bezt á þetta, en varð að láta mér það lynda, þar sem annað var ekki að fá. Lengri varð þessi draumur ekki, en næstu nótt dreymdi mig, að ég væri á spítala og var skorin upp. Fannst mér það vera hol- skurður (á kviði) og á eftir sagði læknirinn mér að það hefði gengið vel og að ég yrði orðin góð eftir viku eða tíu daga. Saumurinn yrði tekinn úr á föstudag, en þegar mig dreymdi þetta var mánudagur eða þriðju- dagur. Ég veit ekki hvort þessir draum- ar tákna eitthvað, en mér fannst svolítið skrítið að dreyma fram- haldsdrauma. Með fyrirfram þakklæti, Hulda. Vissulega er það óvenjulegt og jafnvel „svolítið skrítiS" aS dreyma framhaldsdrauma, en ekki er ólíklegt aS þú neySist til aS koma nærri sjúkrahúsi bráSlega, en fyrst og fremst er þessi draumur þér fyrir því sem sjúkrahús boSar alltaf: Hjóna- bandi. örlítið ástarævintýri Kæri Draumráðandil Viltu vera svo góður að ráða fyrir mig eftirfarandi draum: Mig dreymdi að ég væri með strák (sem ég þekki aðeins í sjón). Fyrst þegar hann reyndi við mig vildi ég helzt ekki vera með honum og ég var ekkert hrifin af honum en þá sagðist hann elska mig, svo ég yrði að vera með honum, þó ekki væri nema bara þetta eina skipti. Þá fannst mér það allt í lagi — en bara þetta eina kvöld. Svo vorum við búin að vera saman í eina viku og þá var ég orðin hrifin af honum en þá fannst mér að hann væri ekki lengur hrifinn af mér og mér fannst eins og hann skammað- ist sín fyrir að vera með mér. Einu sinni fórum við og keypt- um okkur ís. Hann valdi sinn í brúnu formi en minn f bleiku. K.S. Þessi draumur býr ekki yfir miklum möguleikum til ráSn- ingar. Helzt eru þaS litirnir á fsnum. Brúnt táknar oft tryggS og ræktarsemi, en bleikt heitar en ekki varanlegar tilfinningar. 6 VIKAN ll.TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.