Vikan


Vikan - 18.03.1971, Page 36

Vikan - 18.03.1971, Page 36
lék dularfullt bros um varir lians. — Ungfrú Brandon, það er með mjög mikilli gleði að ég hugsa til fundar við hann. Nú voru allir búnir að fá vín i glösin. Damaris lyfti glasi sínu, leit í kringum sig með ljóma í augunum. — Skál, vinir mínir, sagði hún, — skál fyrir Lucifer skipstjóra! Eftir að þessi skál var drukk- in, örugglega með ólíkum til- finningum, gekk jarlinn til Damaris og setti glasið frá sér á borð við hlið hennar með há- tiðlegum hreyfingum. Andartak hvíldi höndin með pardus- hringnum fyrir framan augu hennar og hann horfði með at- hygli á þau viðbrögð, sem hann vonaðist til að sjá. Hann varð ekki fyrir vonbrigðum, hún beygði sig áfram og starði á hringinn og leit svo snögglega á hann. — Herra minn, sagði hún hratt, — þessi hringur ... Hún þagnaði og hrukkaði ennið. — Já, ungfrú Brandon? Rödd jarlsins var silkimjúk. — Hringurinn minn ...? — Afsakið, en mynstrið á hringnum er svo sjaldgæft. Ég hefi aðeins séð þetta merki einu sinni áður. — Ég er hissa á því, ungfrú. Þessi hringur ber innsigli ætt- ar minnar og ég held að hann eigi enga hliðstæðu. - Ég sá þetta merki ekki ? nring heldur brjóstnælu! Móð- ir mín átti hana. Martin hreyfði sig, eins og hann ætlaði að ganga til þeirra, en hætti við það, þegar jarlinn bandaði honum frá. — Þetta finnst mér furðu- legt, ungfrú, sagði jarlinn ró- lega. — Leyfist mér að spyrja, er þessi næla ennþá í yðar eigu? Damaris hristi höfuðið. — Nei, ég sá hana aðeins einu sinni, fyrir fjórum árum, þegar móðir mín lézt. Kit var ekki heima, svo ég tók skartgripi hennar í mína vörzlu, þangað til bróðir minn kom heim. Næl- an var meðal þeirra, þótt ég hefði aldrei séð hana fyrr. Þeg- ar ég minntist a þetta við Kit, varð hann ergilegur, sagði St5 þetta væri næla, sem móðir okkar hefði notað þegar hún var ung. Ég fékk alla hina skartgripina, en næluna sá ég aldrei aftur. — Það var til ein slík næla, — systir mín átti hana og hafði mikið dálæti á henni. Damaris starði undrandi á hann. — En hvernig getur hún hafa hafnað hjá móður minni? Jarlinn virtist hika og yfir- vegaði svarið, en hann gerði það aðeins til þess að orð hans yrðu áhrifarikari. Hann hafði sett allt inn á að Damaris kann- oðist við merkið, hinn gullna pardus, og þegar hann sá að þetta hafði borið árangur, var hann ekki i neinum vafa um það hvernig hann ætlaði að haga málinu. Það var reyndar óheppilegt að Brandon skip- stjóri skyldi koma einmitt nú, en sjálfstraust hans lét það eng- in áhrif hafa. — Leyfið mér að segja sögu systur minnar, sagði hann. — Á tímum borgarastyrjaldarinn- ar, þegar við bræðurnir, allir nema Martin, sem þá var barn að aldri vorum í her konungsins var Chelsham hernumið. Árás- armennirnir rændu og rupluðu og gerðu húsið að herbúðum fyrir setulið, en þótt undarlegt megi virðast, þá létu þeir konu mína og börn, systur mína og bróður, í friði. Maðurinn sem hafði yfirstjórn uppreisnar- mannanna, ungur liðsforingi, John Tremayne að nafni, var kaupmannssonur frá Bideford. Rödd hans varð að hálfgerðu urri, þegar hann nefndi nafn mannsisn. Damaris starði undrandi á hann og það gerðu líka Regina og Jocelyn. Ekkert þeirra gat getið sér til um framhaldið. — Margaret var aðeins fimm- tán ára þá, hélt jarlinn áfram, — miög einráð og kjánaleg. Tremayne var undirförull ná- ungi, og hún gleymdi algerlega virðingu sinni og hlustaði á ást- arorð hans. Konan mín komst eð þessu, en gat ekkert að gert, vegna þess að hún var fangi á sinu eigin heimili og Tremayne var fangavörðurinn. Svo sáu upnreisnarmennirnir að beir höfðu ekki lengur not fyrir heimili okkar og Tremayne var sendur með mönnum sínum á annan stað. Rétt eftir kom orr- ustan við Naseby, og ég sá að ástandið var iskyggilegt, gat ég komið fiölskyldu minni til Frakklands, þar sem ég átti marga vini. Ég hélt að þar með væri lokið ástarævintýri systur minnar. — En það hefir ekki verið þannig? Damaris gat ekki enn- þá séð hvað þessi saga kom hennar lifi yið- — Nei, síður en svo. Fransk- ur aðalsmaður, sem ég þekkti, bað um hönd systur minnar og kona mín gaf samþykki sitt i mínu nafni, viss um að ég myndi samþykkja þann ráða- hag. En Margaret var orðin uppreisnargjörn og setti sig á móti þessari ráðstöfun. — Segðu henni allan sann- leikann, Ralph! Martin, sem hafði setið með hendurnar fyrir augunum, leit upp. Rödd hans var bitur. — Þessi fíni aðals- maður var eldgamall, hann hefði getað verið afi Margaret- ar og það fór óþverraorð af honum. Var það nokkuð skrítið að hún setti sig upp á móti því? Jarlinn leit til bróður síns með kuldalegu augnaráði, en sagði ekkert við hann. Hann hélt áfram með sögu sína: — Á einhvern hátt náði hún sam- bandi við Tremayne og honum var svo lítið annt um heiður sinn að hann strauk úr hernum og fór til Frakklands. Þau flýðu svo saman til eins af ríkjunum : Þýzkalandi, þar sem ég og markgreifinn höfðum engin ítök, vegna þess að þar fylgdi fólkið Lúther. — Það var hetjulega af sér vikið! hrópaði Damaris. — Ég ó við að fórna svo miklu fyrir ástina! — Ja, það lítur kannski þannig út í yðar augum, sagði jarlinn með háðsglott á vör. — Það er svo sem ekki mikið meira að segja. Margaret kast- aði kaþólskri trú, þegar hún giftist — og sennilega líka trúnni á konunginn. Einu ári síðar ól hún dóttur. Jocelyn leit snögglega upp, það var nú að renna upp fyrir honum ljós. Hánn leit á Reginu og sá að hún hafði lika getið sér til hvern endi þessi saga hafði. Framhald í nœsta hlaði. VAR SKOTIÐ A APOLLO 13. Framhald af bls. 11. FLJÚGANDI DISKAR Það er ekki nýtt að heyrist af fljúgandi diskum. Samkvæmt trúverðugum vitnum árið 1254 á að hafa sést „tigulega lagað skip í glitrandi litum“ yfir Saint Albans Abbey í Englandi. Og 1854 tilkynnti bóndi einn í Tex- as að hann hefði séð kringlótt- an, flatan hlut þjóta í gegnum loftið á ótrúlegum hrða. En diskafaraldurinn varð fyrst magnaður eftir lok síðari heimsstyrjaldar. Sumarið 1947 streymdu inn skýrslur unj dul- arfulla hluti, sem menn þóttust siá á svifi yfir Bandaríkjunum. 'Pentogon og önnur bandarísk yfirvöld máttu nú brjóta heil- ann um erfiðar spurningar: Var hér raunverulega um, loftför að ræða? Og ef svo var, flugu þeim þá vinir eða féndur? Gat hér verið um að ræða rússnesk leynivopn? Ósvaraðar spurningar hrönn- uðust upp. Á miðju sumri 1947 fengu þessir ókunnu hlutir það nafn, sem siðan hefur við þá lafað. Flugmaður að nafni Kenneth Arnold mætti þá skara af disklöguðum hlutum yfir Cascade-fjöllum í Bandaríkj- unum norðaustanverðum. Eftirá sagði hann að þessir hlutir hefðu einna helst líkst „fljúg- andi diskum“. Hálfu ári síðar — nánar til- tekið sjöunda janúar 1948 — tók málið miklu alvarlegri stefnu. Hinn tuttugu og fimm ára gamli herflugmaður og stríðsgarpur Thomas Mantell fórst í eltinga- leik við fljúgandi diska. Man- tell höfuðsmaður hafði undir sinni stjórn fjórar orrustuflug- vélar af gerðinni Mustang, þeg- ar tilkyn'ning kom um ókunn- ugt loftfar yfir Kentucky. Flug- mennirnir fjórir þutu af stað. Mantell höfuðsmaður gaf félög- um sínum skipun um að vera á verði í lítilli hæð, en hækkaði sig sjálfur upp á móts við hinn fljúgandi furðuhlut. Mantell elti diskinn upp í sex þúsund metra hæð. Þá tilkynnti hann gegnum loftskeytatæki að far- kosturinn væri mjög stór og málmgljáandi. Hann hækkaði sig ört á lofti, en hann ætlaði samt að reyna að ná honum. Nokkrum sekúndum síðar slitn- aði móttakan fffi senditæki hans. Síðdegis sama dag fund- ust leifarnar af Mustang-vél- inni hans, dreifðar yfir mikið landflæmi. Orðrómur um að flugvél Mantells hefði verið skotin nið- ur af „fljúgandi diski“, sem hefði verið búinn einhverskon- ar geislavopni, breiddust fljótt út. Höfðu þar verið á ferð óvin- ir utan úr geimnum? Um miðjan dag þriðja ágúst 1965 var þrjátíu og sjö ára gam- all umferðarsérfræðingur, Rex Heflin að nafni, á ferð á bíl skammt frá Santa Ana í Kali- forníu. Við hliðina á honum í sætinu var polaroid-myndavél, sem hann var vanur að ljós- mynda umferðarstiflur með. Allt í einu sveif einhver hlut- ur innyfir veginn fyrir framan Heflin. Hann var snöggur að beygja út á kantinn og þreif myndavélina. Hluturinn leit- út fyrir að vera um tíu métrar i þvermál og hálfan þriðja meter á þykkt. Efnið virtist vera silfurgljáandi málmur, en á honum voru 36 VIKAN U.TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.