Vikan


Vikan - 18.03.1971, Side 45

Vikan - 18.03.1971, Side 45
hafði sagt mér. Hvers vegna var Tatjana í svona mikilli geðshræringu útaf nótunum, ef hún lék 'allt utanbókar. Hvers vegna róaðist hún ekki eftir að nóturnar voru komnar í leit- irnar. Hvernig gat hún gleymt, að hún hefði sjálf lagt nóturn- ar í ferðatöskuna? Lá ekki beinast við að halda, að Tatjana hefði vitað að nót- urnar lægju í ferðatöskunni? Að hún hefði hreint ekki snú- ið við vegna nótnanna? Hvers vegna hafði hún snúið við? Hafði hún kannski alls ekki farið heim? Jú, að vísu. Hún hafði rugl- azt á kápunum. Hvað hafði komið fyrir hana, sem gerði hana svona ofsahrædda? f þessum þönkum hafði ég litið eitt andartak af andliti hennar og varð þess vegna ekki var við breytinguna sem orðin var. Á meðan ég starði á gólf- teppið, fann ég allt í einu að hönd hennar varð ísköld og fékk krampadrætti. Ég leit snöggt framan í hana og varð óttasleginn. Hún var náföl og kjökraði eins og væri hún í martröð. Ég tók strax mælinn út úr henni, annars hefði hún bitið hann í sundur. Eg hróp- aði á hana og hristi hana. Hún komst aftur til meðvitundar og horfði á mig. Höfuð hennar féll máttlaust til hliðar. „Heyrirðu til mín, Tatjana Ivanovna?“ „Já.“ „Þegar þú þeystist í hraða kaflanum yfir steppurnar, ósk- aði ég mér þess að þú sætir í raunverulegum sleða og hest- arnir kæmu framhjá mér, og ég gæti stöðvað þá til að bjarga þér. Skilurðu það?“ Hún anzaði ekki, en allur litli líkaminn var eitt spurn- ingarmerki. „Það táknar það, að mér þyki vænt um þig. Að ég vildi óska að þú værir í klípu, sem ég gæti bjargað þér úr. Að ég myndi fremja hvaða glæp sem væri þín vegna.“ Hún hafði setzt upp til hálfs og studdist við olnbogann. Hálsmálið á náttkjólnum flak- aði frá, og vottaði fyrir brjóst- um hennar. Hún horfði með athygli í augu mér. É’g horfði á móti. „Hvað get ég gert fyrir þig?“ spurði ég. Ennþá horfði hún rannsak- andi á mig. Síðan féll hún, eins og á báðum áttum, aftur niður á koddann. „Hvíslaðu því í eyrað á mér, Tatjana.“ Ég lagði eyrað við munn hennar. Veikara en andardráttur músar kom það loks frá vör- um hennar. „Heima . . . í her- berginu mínu . . . liggur nokk- uð , , , sem þarf að fjarlægja." „Hvað er það sem þarf að fjarlægja úr herberginu þínu?“ Neglur hennar grófu sig inn í lófa minn, og með óhemju miklu átaki hreytti hún því út úr sér: „Dauður maður.“ Næsta hugsun mín var: Hvernig get ég náð húslykl- inum? Ég heyrði Alexöndru koma. „Hún sefur þetta núna úr sér,“ sagði ég. „Ég held að hún sé úr allri hættu vegna hljóm- leikaferðarinnar sem stendur fyrir dyrum. Hún þarf að fá í fyrramálið lyf, sem ég mun koma með frá Berlín." „Ætlið þér til Berlínar?" „Það fæst ekki hér, og ég þarf hvort eð er að skreppa til Berlínar. Ef þér viljið að ég færi yður eitthvað. . . . “ „Færa mér eitthvað? f guð- anna bænum, ef þér gætuð tek- ið vetrarkápuna hennar Tat- jönu með? Ef þér eruð viss um, að það sé ekki of mikil fyrir- höfn? Hún hangir í anddyrinu, hægra megin....“ „Gefið mér heimilisfangið og lyklana og nokkrar línur með, svo ég verði ekki tekinn fyrir þjóf....“ „Tatjana mun sakna yðar,“ sagði Alexandra um leið og hún settist niður til að gera eins og ég bað hana. Tíu mínútum síðar brunaði ég til Berlínar. Á þessari tvö hundruð og fjörutíu kílómetra vegalengd hafði ég næði til að hugsa. Hafði Tatjana talað í óráði? Gat það verið að dauð- ur maður lægi í herberginu hennar? Hver var hann? Hvernig hafði hann komizt þangað? Hafði hún uppgötvað hann þegar hún kom inn í íbúðina til að sækja nóturnar? Og hvers vegna hafði hún ekki sagt mömmu sinni eða Mar- uschku neitt? Hafði hún myrt hann? Hvað sem hafði gerzt var ég ákveðinn í því að bjarga henni úr þessu öngþveiti. Yður má finnast það undarlegt, en ég fór að syngja við stýrið, ég var svo hamingjusamur yfir að geta gert eitthvað fyrir hana. Klukkan 1.30 sást í útvarps- turnana í Nauen. Eftirvænting mín og óþolinmæði voru að gera útaf við mig. Sg ók síð- ustu fjörutíu kílómetrana á tuttugu og tveim mínútum. . . . þetta er fermingargjöffin Hljómplötur með þjóðlögum, eða lögum í þjóðlagastíl hafa átt æ meiri vinsældum að fagna hér á landi síðustu árin. ★ SG-hljómplötur senda nú frá sér þjóðlaga- plötu, sem er ólík öllum öðrum, því öll lögin á þessari hljómplötu eru eftir einn og sama manninn: Hörð Torfason, þann sem syngur lögin. ★ Þetta er hljómplata, sem tekur mann æ fastari tökum eftir því, sem maður heyrir hana oftar. ★ Þetta er hljómplata unga fólksins á íslandi árið 1971. SG-hljómplötur ll.TBL. VIKAN 45

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.