Vikan - 25.03.1971, Blaðsíða 49
Rýja - teppi
og
Rýja - mottur
prýða heimilið og
lifga upp.
Hlífa teppum sem
lögð eru yfir allt
gólfið.
Persía lif. Suöurlandsbraut 6. - sfml 85822
kominn af harmi, þegar sonur
hans lézt. En jafnframt sorginni
iukust áhyggjur hans af Mikaelu
dag hvern. Hann gat ekki skilið,
hvernig hún gat verið svona ró-
leg og hvers vegna hún tók láti
barnsins svona - vel. Hann vissi
ekkert og skildi ekkert; hafði ekki
minnsta grun um, að þrátt fyrir
eftirsjá hennar eftir barni slnu,
fann hún til léttis. Og það var
einmitt léttirinn, sem orsakaði
dofa og ró innra með henni.
Því var lokið. Hún þurfti ekk-
ert að óttast framar. Hún hafði
brugðizt, þegar hún átti að bjarga
lífi. Nú hafði hún orðið að gjalda
fyrir það með öðru llfi, sem vissu-
lega var þúsund sinnum dýrmæt-
ara. Hún hafði tekið út sína hegn-
ingu. Hún mundi syrgja fyrsta
barn sitt alla ævi. En hinar skelfi-
legu minningar mundu mást út
og gleymast. Börje Rickardsson
mundi ekki heimsækja hana fram-
ar í draumi og martröð. Lífið
mundi halda áfram. Ingvar mundi
gleyma smátt og smátt. Þau yrðu
aftur vonglöð og hamingjusöm.
Stundum grét hún, en aðeins
þegar enginn sá. Og hún gat ekki
gert sér grein fyrir þvl sjálf, hvort
tár hennar stöfuðu af harmi eða
feginleika. Loksins gat hún verið
eiginkona Ingvars og elskað hann
óttalaust I blíðu og strlðu, einsog
hún hafði heitið frammi fyrir alt-
arinu.
Ingvar fann, að hún var orðin
breytt. Hún var nú eins og hún
átti að sér að vera, einlæg og
glöð. Hann hætti að hafa áhyggj-
ur af henni. Það liðu ekki nema
nokkrir mánuðir, þar til Mikaela
átti aftur von á barni.
Þegar hún sagði Lajlu tlðindin,
bað hún hana að halda barninu
undir sklrn, þegar þar að kæmi.
— Það vil ég gjarnan gera,
sagði Lajla. — En heldurðu ekki
að Ellen móðgist?
— Nei, ég held, að hún skilji
þetta, sagði Mikaela. — Ég skal
reyna að útskýra fyrir henni, að
allt þurfi að vera öðruvfsi nú en
síðast. Og ef við eignumst fleiri
börn, til dæmis annan son, þá
ætla ég að biðja hana að vera
guðmóðir hans. En ég vona, að
ég eignist stúlku núna.
— Drengur gæti kannski bætt
upp
— Nei, ég vil ekki að nýja
barnið bæti neitt upp. Ég vona
að þetta verði dóttir, fullkomlega
sjálfstæð, lltil persóna. Ég veit
ekki, hvort þú skilur hvað ég á
við, en . . .
— Ég held, að ég skilji þig,
sagði Lajla rólega.
— Já, ég er viss um, að þú
gerir það.
Hún hikaði, en hélt síðan
áfram:
— Þú hefur skilið miklu meira
en nokkur annar. Ég hef alltaf
litið á þig sem vinkonu mína. Og
samt er svo margt, sem ég get
ekki útskýrt, svo margt, sem al-
drei mun koma I Ijós.
— Það skiptir engu máli. Það
er nútíðin, sem skiptir öllu máli,
en ekki fortíðin. Mér þykir vænt
um þig eins og þú ert núna og
mun halda þvl áfram.
— Það er svo margt, sem veld-
ur mér hugarangri, sagði Mika-
ela. — Það er svo margt, sem ég
vildi, að ég hefði aldrei gert. En
því verður ekki breytt.
— Allir hafa upplifað eitthvað
þessu llkt. Við höfum öll iðrazt
einhvern tíma misgjörða okkar.
En maður verður að hafa styrk
til að sigrast á fortíð sinni. Og
þann styrk hefur þú nú.
— Já, þann styrk hef ég nú,
sagði Mikaela.
Og upp frá þeim degi leit hún
aldrei til baka. ENDIR.
12. TBL. VIKAN 49