Vikan - 15.04.1971, Blaðsíða 6
'.«3
Fermingarúr:
Pierpont — Favre-Leuba — Roamer
Alpina — Omega
Gefið fermingarbarninu vandaða og smekklega
fermingargjöf.
Kornelíus Jónsson:
Úra og skartgripaverzlun
Skólavörðustig 8 — simi 18588.
Bankastræti 6 — simi 18600
MIG ÐREYM0I
Tvö sár á höfði
barnsins
Kæri Draumráðandi!
Mig langar til að biðja þig að
ráða fyrir mig draum sem mig
dreymdi fyrir skömmu:
Mér fannst ég eignast barn,
stóran og myndarlegan strák.
Hann fæddist með sár á höfð-
inu, annað var á hnakkanum en
hitt aftan við hægra eyrað. Ekk-
ert blæddi úr þeim, en kona
sem ég þekki var að gera að
sárunum þegar ég vaknaði.
Þakka fyrirfram.
S.
„Böl er þá barn dreymir nema
sveinbarn sé og sjálfur eigi",
segir málshátturinn, og ekki
þykir okkur ástæða til aS ætla
aS hann geti ekki átt viS í þetta
skipti líka. En nafniS sem þú
nefndir (konunnar) og sárin eru
fyrir illu, erfiSleikum og jafn-
vel fjárhagslegu tjóni. Því spá-
um viS aS þú eigir eftir aS
lenda í einhverjum erfiSleikum,
ekki gott aS segja hvernig, sem
þér tekst aS krafla þig fram úr
á viSunandi hátt.
Egg og súputeningar
Ég vona að þú birtir þetta fyrir ;
mig, en slepptu þá hvað ég
heiti og eins nöfnum mömmu
og systur minnar. Svo bið ég að
heilsa öllum hinum Vikumönn-
unum, sérstaklega honum Om-
ari Vald., hann er svo skemmti-
lega klikkaður.
Með kæru þakklæti.
Ein úr Borgarfirðinum.
Jú, viS erum sannfærSir um aS
þessi draumur boSar þér eitt-
hvaS, en jsvf miSur treystum viS
okkur ekki til aS segja nákvæm-
lega fyrir um hvaS þaS er. Þó
vitum viS meS vissu aS ein-
hverjar erjur á heimilinu eru í
vændum, og ef til vill þegar
orSnar þegar þetta loks birtist
á prenti. Þú munt sjálf taka þaS
aS mestu leyti sem nöldur og
þras út af engu, en mundu aS
alltaf eru til fleiri en ein hliS á
hverju máli.
ViS höfum komiS kveSjum þin-
um áleiSis og berum „klikkaS-
ar" kveSjur til baka.
Fimm gullarmbönd
Kæri Draumráðandi!
Mig langar að senda þér draum
sem mig dreymdi síðastliðna
nótt, og ég vona að þú birtir
hann fyrir mig. Ég hef .aldrei
skrifað þér áður, en mamma
heldur að draumurinn merki
eitthvað og hún mamma er
nefnilega svolítið glúrin en hún
botnaði ekkert í þessum.
Mér fannst einhver hafa gefið
mér, mömmu og systur minni
einhvern pakka, en við vissum
ekki hver. Mamma opnaði pakk-
ann sinn, og var í honum ein
mjólkurhyrna, full af heilum
hænueggjum. Ekki virtist mamma
verða hissa á þessu.
Svo opnaði ég pakkann minn,
og þá var í honum kílódós und-
an súputeningum. Ég opnaði
dósina og voru í henni 5 egg,
öll brotin, en rauðurnar heilar,
stórar og fallegar. Ég sýndi
mömmu það og hún varð voða-
lega skrítin á svipinn og sagði:
„Þú skalt passa þig á sumum,
vina mfn".
Þá opnaði systir mfn sinn pakka
og var það alveg eins dós með
iafn mörgum eggium, sem voru
öll brotin nema eitt. Svo man
ég ekki meira.
Kæra Vikal
Mig dreymdi að ég væri á gangi
niður Skólavörðustíg, og fannst
mér að dóttir mín, uppkomin,
væri með mér. Gekk hún
skammt á eftir mér. Sá ég þá
hvar mjótt gullarmband (keðja)
lá á götunni, svo ég tók það
upp og hélt svo áfram. Fann ég
þá annað armband úr gulli og
skammt frá það þriðja, og að
lokum það fjórða, sem mér
fannst breiðast.
Með fyrirfram þökk fyrir ráðn-
inguna.
H. S.
Líklegast þykir okkur að þessi
draumur sé fyrir framtið dóttur
þinnar og mun hún likjast þinni
ævi í flestu. Ekki gerum við
okkur Ijóst hvort tala armband-
anna á að tákna tölu dóttur-
barna þinna, en ekki er það
óliklegt. Þá er það víst að dótt-
ír þín þarf á allri þinni aðstoð
og ástúð að halda, en þú verður
að geta metið hvað er ástúð og
hvað afskiptasemi.
Svar til „Barnfóstru1*
Báðir draumarnir eru þér fyrir
heiðri, sigri og velgengni, en
okkur þykir leitt að ætla að pilt-
urinn, sem draumarnir snúast
um, sé ekki allur þar sem hann
er séður og því teljum vfð ör-
uggt að draumarnir séu viðvör-
un til þín: Láttu hann eiga sig.