Vikan


Vikan - 15.04.1971, Blaðsíða 16

Vikan - 15.04.1971, Blaðsíða 16
Hann vissi nú hvernig hann hafði svik- ið hana, nú, þegar það var of seint... Það hafði alltaf verið hann, sem beið eftir henni, hversvegna gat hún ekki beðið eftir honum, þetta eina skipti? Verður þú lengi ennþá, elskan? kallaði Sim- on upp á loftið, þar sem konan hans var. Hann vissi það af reynslunni að það gat verið áhrifarikt að æsa hana upp, en á hinn hóginn gat það líka orðið mjög neikvætt. Hún varð þá taugaveikluð, komst í vont skap og glevmdi þá einhverju, — töskunni, hönzkun- um eða þá að skipta um skó ... Og þá lét hún ekki undir höfuð leggjast að kenna honum um það, þar sem liann var svo smásálarlegur að jagast út af nokkrum minútum. — Ég kem. Rödd hennar var ennþá glað- leg, hún var hamingjusöm og hlakkaði til samkvæmisins. — Heyrðu, það er rigning, ég ætla að aka bilnum alveg upp að dyrunum. — Ekki strax! Gleðin í röddinni var nú horfinn og óþolinmæði komin i staðinn. — En klukkan er farin að ganga níu. — Ég veit það! Þessu hvassa svari fylgdi hurðarskellur, hún lokaði svefnherbergisdyr- unum og útilokaði þar með frekari umræður. Simon andvarpaði og leit í kringum sig í skrautlegum forsalnum. Hve oft hafði hann ekki beðið á þessum stað? Alltaf að bíða. Hann horfði á klukkuna með öðru auganu og hringl- aði billvklunum í vasa sínum. An þess að gera sér það fyllilega ljóst, and- .aði liann að sér ilminu af rándýru, frönsku baðsalti, sem hún hafði notað fyrir klukku- tíma siðan. Ilmurinn minnti hann á faðmfylli af blómum og hann minntizt þess að hann hafði gefið Isobel einmitt samskonar baðsalt, þegar þau höfðu verið gift í eitt ár. Já, Isobel. Hugur hans reikaði. Minningin um hana vakti með honum viðkvæmni, en gerði hann lika ergilegan, og hann minntisl þess hve oft hún hafði haldið honum á pínu- bekknum, þangað til hún gat ákveðið sig. Auð- vitað mundi hann eftir öllum tímunum hér í forsalnum og líka annarra stunda, sem voru inikilsverðari. Áður en hún sagði honum að hún elskaði hann og gaf honum jákvætt svar. Þangað til hún fæddi honum soninn. Og að lokum, þangað til hún vildi gefa honum eftir skilnað. Hann gróf hendurnar dýpra niður i vasana og hann leit á andlitsmynd sína í stóra spegl- inum. — Fáðu þér eitthvað að drekka, sagði hann upphátt. Það verður örugglega hálftími ennþá. Honum fannst það einhver fróun að tala upp- hátt við sjálfan sig, þegar hann var einn. Fað- Framhald á bls. 44. 16 VIKAN 15. TBL

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.