Vikan


Vikan - 15.04.1971, Blaðsíða 10

Vikan - 15.04.1971, Blaðsíða 10
tmn LÚPUS jr * Magnús Jónssoon frá Mel þótti snemma vænlegur til forustu í íslenzkum stjórn- málum og hefur markvist sótt fram til áhrifa og frama. Virðist liann eins og fæddur til þess hlutskiptis að njóta velþóknunar flokks síns og foringja og þiggja úr náðarliendi þeirra frægð og völd, og fáum lætur betur að keppa um fyJgi og hylli kjósenda. Hann er áhugasamur og duglegur atvinnustjórn- málamaður, en tem- ur sér þó jafnvægi og hóf- semi. Árangur sinn á hann samt mjög að þakka upp- runa og bernskukjörum. Hann ólst upp kreppuárin að hætti fátækrar sveita- alþýðu norður í landi og hefur aldrei gleymt æsku- félögum sínum, þó að hon- um veittist menntun og brautargengi. Magnús kann þess vegna skil á lífi, starfi og örlögum fólksins, sem hann biður uin pólitiskt fulltingi. Þáttur lians minn- ir á gamalt ævintýri um lcarlsson úr garðsliorni, sem vann stórt ríki. Magnús er Skagfirðingur að kyni og fæddist að Torf- mýri í Blöndulilíð 7. sept- ember 1919, sonur Jóns Jónassonar bónda á Mel í Staðarlireppi og lconu hans, Ingibjargar Magnúsdóttur. Voru foreldrahús Magn- úsar undir handarjaðri frænda Ingibjargar, Jóns Sigurðssonar óðalsbónda og alþingismanns á Reyni- stað, og hreifst sveinninn i lijáleigunni ungur af þeim lcvika og seiga mektar- bokka, er sat höfuðbólið ríkur og farsæll höfðingi. Gekk Magnús menntaveg- inn og varð stúdent frá Menntaskólanum á Akur- eyri 1940, þá þegar kunnur og rómaður fyrir mælsku og rökfestu. Las liann síð- an lög við Háskóla íslands og lauk ágætu prófi í þeim fræðum 1946. Hafði Magn- ús gerzt áhrifamaður í liá- skólanum strax eftir komu sína þangað og þokazt á skömmum tíma í fylking- arbrjóst samtaka ungra sjálfstæðismanna. Að loknu háskólanámi tók hann sér bólfestu á Akur- eyri og annaðist þar rit- stjórn blaðsins íslendings tvö ár, en fékkst jafnframt við málfærslu í höfuðstað Norðurlands og öðlaðist réttindi hæstaréttarlög- manna 1947. Árið 1948 varð hann starfsmaður i fjár- málaráðuneytinu, en vann og í þjónustu Sjálfstæðis- flokksins, enda kjörinn for- maður Sambands ungra sjálfstæðismanna 1949. Magnús valdist svo fram- Icvæmdastjóri Sjálfstæðis- flokksins 1953 og gegndi þvi starfi til 1960, en réðst bankastjóri Búnaðarbanka íslands frá ársbyrjun 1961. Hafði hann það embætti á hendi fram i maímánuð 1965, en varð þá fjármála- ráðherra er Gunnar Thor- oddsen vék úr þeim sessi og gerðist sendiherra í Kaupmannahöfn. Sýnist Magnús Jónsson una vel hag sýnum i stjórnarráð- inu, þó að árferði hafi ver- ið ærið misjafnt í valdatíð hans og miklar sveiflur í þjóðarbúskap Islendinga. Magnúsi Jónssyni hafa verið falin mörg trúnaðar- störf önnur í ráðum og nefndum, enda er hann prýðilega verki farinn, samvinnulipur og gerkunn- ugur ýmsum landshögum. Ennfremur nýtur hann þess að vera sá af atvinnu- stjórnmálamönnunum í Sjálfstæðisflokknum, sem fjallar um efnahagsmál af mestri þekkingu og ræðir þau gleggst og skynsamleg- ast. Loks er Magnús orð- 10 VIKAN 15. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.