Vikan


Vikan - 15.04.1971, Blaðsíða 9

Vikan - 15.04.1971, Blaðsíða 9
4 Lúðvík fjórtándi (1638— 1715) sextíu og átta ára gamall. Þessi vaxmynd, sem er í ýtrasta raunsæisstíi, er enn til í Versölum. Hárið er ekta. María Þeresía Frakka- drottning, eiginkona Lúðvíks fjórtánda. Hún fæddi honum níu börn, en vann aldrei ást hans. Fyrsta meðkonan, Louise de la Valliére. Hún ól konungi fimm börn, féll í ónáð, gekk í klaustur og dvaldi þar til dauðadags. Önnur aðalhjákona kon- ungs, Athénais de Morte- mart, markgreifafrú af Montespan, varð móðir sex barna konungs en var rekin frá hirðinni. 4 Viðhafnarrekkja konungs í Versalahöll. Hér hjálp- uðu göfugustu höfðingjar ríkisins honum til að klæðast morgun hvern. Og klukkan tvö á hverri nóttu beið hans í sama rúmi einhver ból- fimlegur kvenmaður. Kvennafari sínu hélt Lúðvík ótrauður áfram til sjötugs- aldurs. Þriðja uppáhaldskona sólkóngsins, Francoise d'Aubigné, markgreifa- frú af Maintenon, gerði hann hræddan við dauð- ann — og lifði hann. Lúðvík hinn óseðjandi Fyrir þrjú liundruð árum liófst í Versalaliöll hvern dag klukkan Ivö sjónarspil, sem aðalsmenn, hirðdöm- ur og fólk almennt fylgdist með gap- andi af spennu. Á þeirri stundu dags settist nefnilega Lúðvík fjórtándi, „sólkonúngur“ Frakklands, að snæð- ingi. Svo sem til að lífga lystina byrjaði hann á því að spæna upp í sig súpu af stórum gulldiski. Og ekki var konungurinn kominn i almenni- legt máltíðarskap, fyrr en hann hafði tæmt diskinn fjórum sinnum. Þá var settur fyrir hann stór bakki gullinn með heilum fasan, er livarf ofan í hátignina á fáeinum minútum. Sömu leið og álíka greiðlega hvarf lieil akurhæna. Meðan verið var að Hinar ýmsu dýrategundir deyja út með tíð og tíma. Einnig ákveðnar manntegundir. Maður á borð við Lúðvík fjórtánda, sólkonunginn franska, er ekki til í dag. ná i fuglana mokaði konungur í sig haugum af salati. Annar þáttur hádegisverðarins hófst á skinku, en af þeim rétti tók kóngur til sín að minnsta kosti tvær fingurþykkar sneiðar. Við þetta bætt- ist svo vænn skammtur af lamba- steik með miklum geirlauk, baunum og öðru grænmeti. Ofan á þetta var Lúðvík þessi mik- ið gefinn fyrir sætindi. 1 eftirrétt át hann jafnan heilt fjall af kökum og kremtertum, ávexti bæði ferska og þurrkaða og firn af ávaxtamauki. Þegar hér var komið slógu klukk- urnar í Versalaliöll venjulega þrjú. Þá lauk sólkóngurinn máltíðinni í snatri með nokkrum harðsoðnum eggjum og slokaði í sig úr kampa- vínsglasi í einum tej'g. Fram til síns fimmtugasta og fimmta aldursárs drakk Lúðvik fjórtándi aldrei nema kampavin. Framhald á bls. 38. 15. TBL.VIKAN 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.