Vikan


Vikan - 15.04.1971, Blaðsíða 7

Vikan - 15.04.1971, Blaðsíða 7
Þaö er mikilsvert, að þingmenn hafi góða aðstöðu til að geta rækt starf sitt sem bezt. En hvaða aðstöðu hefur hinn almenni kjósandi til að afla sér nauðsynlegra og hlutlausra upplýsinga, sem eru eru forsenda þess, að unnt sé að mynda sér skoðun á mönnum og máiefnum SENN BYRJAR BALLID i FOhbRI AlaVÖRU Þa'ð var fjörugt og storma- samt i þinginu undir lokin. Þingmenn kepptust við að iáta að sér kveða og körp- uðu óvenju mikið. Frum- vörp og fyrirspurnir þyrl- uðust um salina eins og skæðadrífa, og lieilir skafl- ar mynduðust af stórfeng- legum tillögum og bjarg- ráðum. Það leyndi sér ekki, að kosningar eru í nánd. Þótt mikið væri rifizt, voru þó þingmenn allra flokka sammála í tveimur málum. Þeir komu fram sem einliuga stétt í eigin kjarabaráttu og bækkuðu sjálfir launin sin verulega. Mundu víst fleiri stéttir vilja fá að njóta slíkra for- réttinda í launamálum. Og þingmenn úr öllum st jórnmálaflokkunum fimm báru fram annað frumvarp, sem vafalaust verður líka samþykkt. Það gerir ráð fjrrir styrkveit- ingu til þingflokkanna til að greiða kostnað við sér- fræðilega aðstoð. Þing- menn telja, að það hafi orðið flóknara með hverju ári að afla bvers kyns nauð- synlegra upplýsinga við undirbúning nýrra mála. Lagt er til, að hver flokk- ur fái 200 þúsund krónur og auk þess siðan 40 þús- und krónur fvrir hvern þingmann. Tillöguregnið undir lok- in blýtur samkvæmt þessu að liafa rýrt liin lágu laun þingmanna vegna kostnað- ar við upplýsingaöflun. En bættan á, að þingmenn verði að fórna fé úr eigin vasa fyrir föðurlandið, er væntanlega úr sögunni í framtíðinni. Þingmönnum ber að sjálfsögðu að bafa bærileg laun, og tæplega sextíu Jjúsund króna mánaðar- kaup er svosem engin ósköp, enda eru þau sem betur fer aðeins hluti af tekjum bvers þingmanns. Og ekki er síður mikils um vert, að þingmenn liafi góða aðstöðu til að geta rækt starf sitt sem bezt. En vel mætti hinn al- menni kjósandi líta i eigin barm af þessu tilefni og lmga að því, hvaða aðstöðu hann liefur til að afla sér nauðsynlegra og hlutlausra upplýsinga, sem eru for- senda þess, að unnt sé að mynda sér skoðun á mönn- um og málefnum. Öll dag- blöð landsins eru pólitísk, reka markvissan áróður og reyna að móta skoðanir lesenda sinna. Einu fjöl- miðlarnir, sem teljast eiga hlutlausir, eru útvarp og sjónvarp, en ekki verður sagt, að þeir aðilar standi vel í stöðu sinni livað hlut- lausa túlkun þjóðmála snertir. Hvaðan á þá al- menningur að fá upplýsing- ar, sem hægt er að trúa og byggja á? Aukin menntun, bætt lífs- kjör og dvínandi stéttaátök Iiafa gert það að verkum, að menn eru ekki lengur jafn trúaðir í pólitík og áð- ur var. Sá hópur manna vex stöðugt, sem lætur ekki skefjalausan og einlit- an áróður bafa áhrif á sig. En skortur á hlutlausum upplýsingum veldur því, að almennt og uggvænlegt ábugaleysi ríkir á stjórn- málum hér á landi. -—o— Já, kosningar eru í nánd, og senn byrjar ballið. Senn verður allt svo einfalt i þessu flókna þjóðfélagi. Senn verða menn annað bvort með geislabaug um enni eða liorn og klaufir. Senn verða málefni annað livort „fjöregg þjóðarinn- ar“ eða „landráð“. Senn verður svo auðvell að leysa öll liin erfiðu vandamál okkar — ef við viljum aðeins trúa og kjósa rétt. G. Gr. 15. TBL. VIKAN 7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.