Vikan - 15.04.1971, Blaðsíða 11
lagður vinnugarpur, reglu-
samur og nákvæmur.
I>vi varð brátt spáð, að
Magnús Jónsson frá Mel
yx-ði arftaki Jóns Sigurðs-
sonar á Reynistað sem odd-
viti Sjálfstæðisflokksins í
Skagafirði, en foi'lög ætl-
uðu honurn mannaforráð
annai-s staðar en heima í
átthögunum. Hreppti
Magnús annað sæti á fram-
boðslista Sjálfstæðisflokks-
ins i Eyjafirði við alþingis-
kosningarnar 1949 og hafði
skörulega veg og vanda af
skipulagi og framkvæmd
baráttunnar, þar eð Stefán
Stefánsson i Fagraskógi
var þrotinn að heilsu og gat
engan veginn talizt vigfær
lengur. Vai'ð þess og
skammt að bíða, að Stefán
viki af þingi og Magnús
settist i stólinn. Skipaði
Magnús svo efsta sæti á
framboðslista Sjálfstæðis-
flokksins í héraðinu við
kosningarnar 1953. Gerði
Framsóknarflokkurinn sér
von um, að foringjaskiptin
i liði andstæðinganna yrðu
honum hallkvæm einkum
til sveita, en varð eigi að
ósk sinni. Jók Magnús Jóns-
son fylgi Sjálfstæðisflokks-
ins i kjördæminu, en frarn-
sóknarmenn urðu að sætta
sig við atkvæðatap í stað
þess að fagna ávinningi.
Kotungssonurinn úr Skaga-
firði var þar með orðinn
Eyfirðingagoði.
Magnúsi Jónssyni vegn-
aði ennþá betur í keppn-
inni urn pólitíska hylli Ey-
firðinga við kosningai'nar
1956, þrátt fyrir hræðslu-
handalag Alþýðuflokksins
og Framsóknarflokksins,
en það brást í sýslunni, þó
að frægan árangur bæri á
Akureyri. Hins vegar
gengu lionum i mót kosn-
ingarnar sumarið 1959,
enda þótt ekki væri um
fallhættu að í’æða. Hann
valdist samt möglunarlaust
i annað sæti á framboðs-
lista Sjálfstæðisflokksins i
Noi'ðurlandskjördæmi
eystra um haustið og náði
auðveldlega kosningu.
Skipaði Magnús sama sæti
við kosningarnar 1963 og
1967 og var endurkjörinn
bæði skiptin við góðan oi'ð-
stír. Nú kemur efsta sæti
listans i hlut lians á kom-
andi sumri, þar eð Jónas
G. Rafnar þokar úr þeim
sessi og lætur sér nægja
bankastjórastól. Bendir
þannig allt til þess, að
Magnús Jónsson sitji enn
lengi á þingi, ef honum
endist líf og heilsa.
Magnús hafði sig ekki
mjög í frammi sem óbreytt-
ur þingmaður, en mátti sín
nxikils bak við tjöldin.
Hann starfaði lengi í fjár-
veitinganefnd og vakti
lielzt atliygli sem málsvari
Sj álfstæðisflokksins við af-
greiðslu fjárlaga. Lætur
honum vel að halda langar
í-æður og ýtarlegar og út-
skýra tölur og þá mai-gvís-
legu leyndardóma, sem i
þeim felast. Maðurinn er
málefnalegur i umræðum,
talar skýrt og skipulega og
mótar stefnu öfgalaust og
sannfærandi. Magnús er ó-
áleitinn, enda enginn vik-
ingur í návígi, en siglir
mætavel fari sínu milli
skers og báru heilu i höfn.
Honum kemur fátt eða ekk-
ert á óvart, og liann neytir
kunnáttu sinnar af fram-
sýni og hyggindum. Magn-
ús Jónsson liefur tamið sér
þann góða sið að tala af
þekkingu og sú aðferð bæt-
ir honum upp hörkuleysið
og siéttmælin. Ráðherra-
dómurinn liefur livorki
breytt framkomu lians né
viðhorfi. Hann rekur löng-
um staðreyndir einarðlega
og hispurslaust og lætur
hvorki liöpp né skakkaföll
raska ró sinni á sléttu vfir-
Framhald d bls. 36.
15.TBL. VIKAN 11