Vikan


Vikan - 15.04.1971, Blaðsíða 36

Vikan - 15.04.1971, Blaðsíða 36
lega ekki eftir því. Ég var bara í vinnu. Bítlarnir hættu eftir að Brian dó. Við gerðum tvö- falda albúmið. Það var eins og ég tæki allt sem ég á, George allt sem hann á og Paul allt sem hann á. Eins og ég er búinn áð segja þér margoft, þá var það ég með hljómsveit á bak við mig, George með hljómsveit á bak við sig og svo framvegis. Mér fannst samt gaman. Þá fór- um við á hausinn. — Hvar voruS þið þegar Brian dó? — Við vorum í Wales með Maharishi. Við fórum þangað eftir fyrsta fyrirlesturinn hans. Þá var okkur sagt það og við fórum beint inn í Maharishi- vesenið. — Hvar voruS þiS? — í Wales. Stað sem heitir Bangor, í Wales. — VoruS þi5 á hóteli eöa hvað? — Við vorum fyrir utan sam- komuhús með Maharishi og . . . ég veit það ekki... Ég man ekki hvernig þetta skeði, það bara skeði. Einhver kom til okkar. . . allt var fullt af blaðamönnum vegna þess að við vorum með þessum furðulega Indverja og svo sögðu þeir: „Brian er dá- inn“. Ég var sleginn, við vorum það sjálfsagt allir. og Maharishi líka, og við fórum beint til hans. „Nei, en leiðinlegt," og allt það og hann var eiginlega að segja okkur að gleyma því, brosa og vera hamingjusamir. Hann var eins og helvítis fífl. Brosa eins og pabbar og mömm- ur, það var hann að segja okk- ur. Og við gerðum það. — Hvernig tilfinning greip þig þegar Brian dó? — Sú sama og grípur alla þegar einhver nákominn þeim deyr. Það verður einhverákon- ar móðursýki, hí hí, gott það er ekki ég, eða eitthvað svoleiðis. Ég veit ekki hvort þú hefur misst nokkurn nákominn, en ég h^f misst marga og þá er líka til þessi tilfinning: „Hvur djöf- uMinn, hvað get ég gert?“ En ég vissi þá að við vorum i vandræðum. Ég hafði aldrei haft neinar hugmyndir að við þyrftum að gera nokkuð annað en að spila og ég var hálf- hræddur. Ég hugsaði með mér: „Guð minn góður, nú veit djöf- ullinn að við erum búnir að vera.!‘ — HvaSa atburður fylgdu fast á eftir dauða Brians? — Ja, við fórum með Mahar- ishi... ég man að við vorum eitthvað í Wales og svo... Æ, ég man það ekki. Ég verð senni- lega að láta Janov draga þetta út úr hausnum á mér. Ég man ekkert, þetta bara skeði. — Hvernig tók Paul þessu? — Það veit ég ékki. Ég veit- ekki hvernig hinir tóku þvi, það þýðr ekki að spyrja mig ... það er eins og ég spyrði þig hvernig þú tókst því. Ég veit það ekki. Ég er i mínum eigin haus og einskis annars. Ég veit ekki hvað George, Paul og Ringo hugsa lengur. Ég þekki þá frek- ar vel, en ég þekki engan það vel. Yoko þekki ég seennnilega bezt. Ég veit ekki hvernig þeim leið. Ég var að hugsa um mínar eigin tilfinningar, en við vorum sennilega allir leiðir og ruglað- ir. — Svo Brian dó og þá sagSir þá að Paul hafi farið að taka við. — Já. Ég veit annars ekki hvað ég vil opinbera mikið af þessu. Paul hafði á tilfinning- unni, eins konar foreldratil- finningu, að við ættum að vera þakklátir fyrir það sem hann gerði til að halda Bítlunum gangandi. En þegar maður lítur aftur á málið, þá hélt hann hljómsveitinni gangandi í eigin hag. Var það kannski fyrir mig,' sem Paul barðist? Paul reyndi að halda öllu í sama farinu, rétt eins og Brian hefði ekki dáið. Hann sagði til dæmis: „Jæja, strákar mínir, nú spilum við inn á plötu.“ Og af því að ég er eins og ég er, þá fannst mér allt í lagi með það, búum til plötu. Ég er með og svo fórum við og spiluðum inn á plötu. Þá gerðum við Magicál Mystery Tour. Það var raun- verulega ... Paul átti til að koma til okk- ar og segja að hann væri búinn að semja 10 lög óg nú ættum við að fara að koma í stúdíóið. Þá sagði ég allt í lagi, en ef við bíðum i nokkra daga skal ég skella nokkrum saman líka. Magical Mystery Tour var einn af þessum hlutum sem hann gerði í félagi við Mal (Evans, einn af starfsmönnum Apple og félagi Bitlanna um áraraðir). Svo kom hann til mín og sýndi mér alla söguna og þá var allt klárt hjá honum. Paul sagði: „Hér vantar bút, gerðu hann, John,“ og ég bölv- aði eins og helvitis fífl og fór. Þá samdi ég kaflann um feitu konuna og spaghettiið og allt það. Við George vorum eitthvað pirraðir yfir myndinni • en fannst að við ættum samt að gera þetta, einskonar skylda við almenning. — Hvenœr hœttuð þið Paul að semja lög í sameiningu? — Við hættum því ... Ég veit það ekki. 1962 eða eitthvað svo- lueiðis. Ef þú lætur mig hafa allar plöturnar get ég sagt þér og jafnvel hver samdi hverja nákvæmlega hver samdi hvað línu í textunum. Sumt sömdum við saman og sumt ekki. Það bezta gerðum við i sameiningu, eins og „I Want To Hold Your Hand“. Þegar ég var 17 eða 18 ára samdi ég „The One After 909“, sem er á „Let It Be.“ Við sömdum alltaf sitt i hvoru lagi, en stundum í sameiningu, vegna þess að það var svo gaman. Við hugsuðum með okkur að fyrst við ætluðum að senda’frá okk- ur plötu saman væri jafngott fyrir okkur að semja lög saman, svo við kýldum nokkur út. (Hér virðist eitthvað vera farið að slá út í fyrir Lennon; það er allavega ekki hreint hvenær þeir hættu að semja saman og hvernig það mál gekk fyrir sig. Innsk. Vikan.) — Hver átti hugmyndina að því aS fara til Indlands? — Ég veit það ekki... ég veit það ekki. Sennilega Ge- orge, annars hef ég ekki hug- mynd um það. Við Yoko kynnt- umst um það leyti. Þá var ég rétt að fara yfir um því ég ætl- aði að taka konuna mína fyrr- verandi (Cynthiu) og Yoko með mér til Indlands en vissi ekki hvernig ég átti að fara að því, svo ég gerði það ekki. — ..JSexy Sadieþú samdir það urr. Maharishi, ekki satt? _ — Það er um Maharishi, já. Ég gafst upp á honum en vildi ekki segja: „Maharishi, hvað hefur þú gert? Þú ert búinn að hafa okkur að fíflum!“ En, nú vil ég segja frá því og er þegar búinn, ekki satt? — Hvencer gerðir þú þér grein fyrir því aS hann var aS hafa ykkur að fíflum? — Ég veit ekki... Ég bara sá í gegnum hann. — Var þaS á meðan þið vor- uð í Indlandi eða eftir aS þið komuð heim? — í Indlandi. Það var búið að vera heilmikið húllaballú yfir því að Maharishi átti að hafa reynt að nauðga Miu Farr- ow eða einhverri annarri og svo var hann víst allur í kven- fólkinu. Við fórum og töluðum við hann eftir að við höfðum vakað alla nóttina og rætt hvort það væri satt eða ekki satt. Svo komst George að þeirri niður- stöðu að það væri kannski satt og þá fór ég að hugsa að ef Ge- orge héldi að það væri satt þá væri það sennilega rétt. Svo við fórum að hitta Mah- arishi, daginn eftir, allt liðið, og vð fórum nður að kofanum hans, fínu höllinni hans þama í fjöllunum. Og eins og venju- lega, þegar kom að skítverkun- um, var ég talsmað.urinn — alltaf þegar kom að skítverk- unum þurfti ég að vera leið- toginn, þegar kom að alvöru lífsins varð ég að tala og ég sagði: Við erum að hætta.“ „Hvers vegna?“ spurði hann og allt svoleiðis, tómt kjaftæði, og þá sagði ég: „Ef þú ert jafn vitur og þú þykist vera þá hlýt- ur þú að vita það.“ Hann var alltaf að. þykjast og allt í kringum hann voru menn, svona hægri-hendur, sem voru alltaf að reyna að fá mann til að trúa því að Mahraishi gæti gert krftaverk. ,-;Þú hlýtur að vita. það,“ sagði ég og hann sagði: „Nei, ég veit það ekki, þú verður að segja mér það.“ Svo leit hann á mig eins og hann vildi segja: „Ég skal drepa þig, svínið þitt.“ Þá vissi ég að ég var búinn að fletta ofán af honum og ég vissi líka að. ég hafði verið andstyggilegur við hann. Yoko: Þú bjóst við of miklu af honum. John: Ég býst alltaf við of miklu af fólki. Ég var alltaf að búast við mömmu minni en ég fékk hana aldrei. Þess vegna er þetta allt. Framhald í nœsta blaði. EíTIRLUPUS Framháld af bls. 11. borði, þó að auðvitað liði honum sýnu betur þegar í haginn gengur en ef móti blæs. Magnús kemur og vel fyrir í sjónvarpi, eðlilegur í útliti og trúverðugur í málflutningi. Hins vegar verður hann stundum eins og hjárænulegur í ræðu- stóli af þeirri viðleitni sinni að forðast að skipta skapi 36 VIKAN 15. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.