Vikan


Vikan - 15.04.1971, Blaðsíða 31

Vikan - 15.04.1971, Blaðsíða 31
Appelsína má neyta á þúsund og einn veg. — Hafið þér hugleitt það? Hér á eftir fara nokkrar uppskriftir yfir appelsínurétti, en látið ekki staðar numið við það. Notið hugarflugið. Gefið fjölskyldunni appelsínu- rétti og þér eruð vissar um að gefa henni holla og hressandi fæðu. Appelsínuréttir APPELSÍNU- BÚÐINGUR 2 egg V2 dl sykur rifið hýði og safi úr 1 appelsínu 1 appels'na skorin í bita og steinar fjarlægðir 4 blöð matarlím 3 dl rjómi Skreyting: appelsínusneiðar vínber eða cocktailber Þeytið egg og sykur mjög vel. Appelsínusafa og hýði bætt út í. Matarlímið sem áður hefur verið lagt í bleyti, brætt yfir gufu og því bætt ylvolgu út f, þá appelsínubitum og að síð- ustu stífþeyttum rjómanum. — Hellið í glerskál eða litlar ábæt- isskálar. Biði á köldum stað [ ,ca. 1—1V2 klst. Skreytið með appelsínusneiðum og vínberjum. KAFFIlS MEÐ APPELSTNUBITUM '/2 I rjómi 4 egg 125 gr sykur 1 msk. kaffiduft (Neskaffi) 1 dl vatn 1 msk. karamellusósa Stífþeytið rjómann. Egg og syk- ur þeytt mjög vel. Kaffiduftið leyst upp í sjóðandi vatni og það kælt. Sett síðan saman við eggin. Karamellusósan (fæst til- búin í verzlunum) sett í (þó máí sleppa henni). Frystið í kæliskáp eða djúpfrysti. Hrærið í af og til áður en ísinn nær að stífna. Berið fram með appelsínubitum, þeyttum rjóma og rifnu súkku- laði. APPELSlNU- KJÖTKÖKUR V2 kg saxað kjöt 2 soðnar kaldar kartöflur 1 egg salt, pipar smjörliki Sósan: 2 appelsinur 2 msk. smjörlíki 2 msk. hveiti teningasoð salt, pipar Blandið kjötið með kryddi, eggi og vatni. Blandið mörðum kart- öflunum út í. Mótað í aflangar kökur sem síðan eru brúnaðar á pönnu. Skerið þessu næst gula hýðið af einni appelsínu ( strimla. (Gott er að flysja með kartöfluhníf) og sjóðið nokkrar mínútur í vatni. Lagið brúna sósu á venjulegan hátt og þynnið út með soði og safa úr 1 appelsínu og setjið appelsfnustrimlana og suðuvatn- ið út í. Setjið kökurnar í eld- fast fat. Hellið sósunni yfir og látið standa í heitum ofni. — Appelsínubátar bornir með. APPELSlNUÍS 4 appelsínur V2 I vanilluís Skerið appelsínurnar í tvennt og pressið safann úr. Hreinsið inn- an úr berkinum. Látið vanilluís þiðna það mikið að hægt sé að hræra appelsínusafanum saman við. Fyllið 4 appelsínuhelm- ingana með isnum svo að topp- ur myndist og setjið síðan hina helmingana yfir, þannig að app- elsínan líti sem heil út. Og ber- ið þær þannig fram. ENSKT APPELSÍNU- MARMELAÐI 1 kg appelsínur 1 I vatn 2 kg sykur Appelsínurnar þvegnar í volgu vatni og saxaðar í söxunarvél. Látið standa á köldum stað í einn sólarhring með 1 I af köldu vatni. Næsta dag er þetta soðið í V2 klst. Vegið, og bætið við- bótarvatni á þannig að það verði 2 kg (þetta er vegna upp- gufunarinnar). Sjóðið síðan áfram með 2 kg af sykri þar til það er hæfilega stíft. Takið prufu og setjið í kæliskápinn og prófið þannig þykktina. Einnig má skera appelsfnurnar ( fínar sneiðar en það er að vísu meiri vinna, en útlitið verður öðruvísi. Til tilbreytingar má til dæmis hafa 1 grapealdin, 1 sítrónu og 1 appelsínu eða 3 appelsínur, 1 grapealdin og sftrónu. APPELSlNU- HRlSGRJÖN 1V2 dl hrísgrjón vatn 3 appelsínur 4—5 msk. sykur 1V2 dl þeyttur rjómi Hrísgrjónin soðin í 20 mfn. Skol- uð úr köldu vatni og látið renna vel af þeim og kólna. Appel- sínurnar flysjaðar og hvíta himnan fjarlægð vel. Skerið appelsínurnar í litla bita og sykrinum stráð yfir. — Rjóminn þeyttur. Appelsínubitunum og hrísgrjónum bætt út í. Berið fram í ábætisskálum. tWL FRÖI§KU ELDHUSI LAUKRÉTTUR Tarte a l'oignon Deig: 250 gr hveiti 150 gr smjör 2 msk. kalt vatn dálítið salt Fylling: 1 kg laukur 150 gr smjör 2 egg 4—5 msk. rifinn ostur 2—3 msk. rjómi Smjörið mulið í hveitið, vatni og salti bætt í og hnoðað saman og látið bíða á köldum stað í a. m. k. 1 klst. Smjörið brætt í potti með þykk- um botni. Flysjið laukinn og skerið í sneiðar þannig að hann myndi hringi. Setjið hann í smjörið sem ekki má vera of heitt. Laukurinn á aðeins að sjóða í smjörinu, ekki brúnast, í 20 mínútur við vægan hita. Skolið tertuform (springform) að innan með köldu vatni og klæð- ið formið að innan með deig- inu. Deigið látið koma vel upp um hliðarnar. Pikkið með gaffli og hálfbakið við 200-225° í ca. 8—10 mín. Tekið úr ofnin- um. Eggin þeytt vel og rifnum ostinum og rjómanum bætt í. Laukurinn settur út f. Hellt yfir kökuna og bakað áfram í ca. 10—12 mínútur við 175— 200°. 15. TBL. VIKAN 31

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.