Vikan - 15.04.1971, Blaðsíða 50
í nsestu viku
VIKAN heimsækir
Húsmæðraskóla Reykjavíkur
Húsmæðraskóli Reykjavíkur var stofnaður fyr-
■r 29 árum og hefur alltaf verið fullsetinn.
Til a5 fá inngöngu I hann þurfa stúlkur aS
vera 17 ára gamlar og hafa lokiS skyldu-
námi. Árlega sækja um 70 stúlkur um vist í
skólanum, en aSeins 40 komast aS. Störf og
staSa konunnar er nú mjög til umræðu, og
þess vegna er ekki að efa, að marga mun
fýsa aS kynnast Húsmæðraskóla Reykjavíkur
og starfsemi hans. ÞaS segir frá heimsókn
Vikunnar í skólann í næsta blaSi.
Taktu ekki
Keisarinn hræSilegi
Róm frá
okkur, John!
Viðtalið viS John
Lennon heldur
áfram f næsta
blaSi. Fyrirsögnin á
öðrum hlutanum er
lögS í munn þeim
fjölmörgu, sem
græddu á Bítlun-
um: „Taktu ekki
Róm frá okkur,
Johnl"
ívan grimmi var keisari í Rússlandi á 16. öld
og lagSi grundvöll að stórveldi Rússlands.
En mannvonzka hans var takmarkalaus og
dæmist hann grimmasti þjóðhöfðingi allra
alda. Við segjum frá honum í næsta blaði.
Myndaopna af George Brown
George Brown, fyrrverandi utanríkisráðherra
Bretlands, kom hingað til lands fyrir nokkru,
einsog kunnugt er af blaSafréttum. í næstu
Viku getur aS líta skemmtilega myndasyrpu
af þessum litríka og fræga persónuleika.
Mússa,
Hrossi og
fleira fólk
Lestrarhesturinn
kemur aSra hverja
viku, en eins og
allir krakkar vita
koma þar viS sögu
Mússa, Hrossi og
fleira skemmtilegt
fólk. ÞaS er Herdis
Egilsdóttir, sem sér
um þetta litla
barnablaS okkar.
HITTUMST AFTUR - í NÆSTU VIKU
Sugar festi keðjuna fyrir. —
Ég er alltaf vön að læsa . . .
ég á við, auðvitað skellur hún
í lás um leið og ég loka, en ég
er vön að festa keðjuna fyrir
líka. Kannski ég hafi gleymt
því í gærkvöldi.
— Hefur einhver lykil að
íbúðinni?
Mér virtist augnatillit henn-
ar verða flóttalegt, en hún
hristi höfuðið. Og allt í einu
varð ég gripin því hugboði að
hlutaðeigandi kynni að vera í
ibúðinni ennþá.
Ég hringdi á lögregluna. Við
settumst inn í stofu og biðum.
Teppið á gólfinu var ennþá
vott af regni, og þungu flau-
elsgluggatjöldin báru þess enn-
þá merki hvar ég hafði gripið í
þau. Tjaldastöngin hlaut að
hafa svignað, en ekki hafði
hún brotnað. Sem betur fór.
Sugar endurtók að mig hlyti
að hafa dreymt, og rétt á eftir
kom lögreglan.
Húsið var nýtt og svo vel
einangrað að nágrannarnir
höfðu ekkert heyrt. Og við
heyrðum hvorki í lyftunni eða
lögreglumönnunum fyrr en
þeir hringdu dyrabjöllunni.
Þetta voru tveir lögreglu-
þiónar, sem höfðu verið á eft-
irlitsferð á svæðinu og fengið
fyrirmæli frá stöðinni. Hvor-
ugur þeirra kannaðist við okk-
ur í sambandi við morðið á
John Ransome, en þeir voru
snöggir að rannsaka íbúðina,
fullvissuðu sig og okkur um
að ekkért lifandi kvikindi
væri þar innan dyra, fyrir ut-
an okkur auðvitað og Maurice
loðhund.
Þeir litu á gluggann og úti-
dyrnar og sögðu að lokum að
enginn væri í íbúðinni; okkur
væri bezt að hátta og gleyma
þessu. Ég fann að þeir héldu
líka að þetta væri ímyndun hjá
mér. En þeir tóku við sér þeg-
ar þeir fóru að skrifa skýrslu
og spurðu okkur Sugar að
nöfnum.
— Bennet? Bennet! Voruð
það þér, sem voruð á staðnum
þegar komið var að John Ran-
some?
Ég kinkaði kolli. Hann starði
á mig, en gerði ekki annað en
skrifa niður nöfn okkar,
kvaddi og fór.
Framhald í næsta blaði.
50 VIKAN 15. TBL.