Vikan - 15.04.1971, Blaðsíða 25
HVAÐ SEGJA SYNINGARSTULKURNAR UM STUTTBUXURNAR?
PÁLÍNA
JÖNMUNDSDÖTTIR
Þetta klæðir náttúrlega ekki
nærri allar stúlkur, (aðeins þær
leggjalöngu), en mér finnsl þetta
skemmtileg sumartízka. Sam-
kvæmisklæðnaður finnst mér
þetta alls ekki vera, nema þá með
pilsi utan yfir og fyrir mjög ung-
ar stúlkur. Sjálf myndi ég ekki
nota stuttbuxur.
HELGA
MÖLLER
Mér i'innst þessi tízka út í hött
sem samkvæmisklæðnaður, en
ágæt á sumrin. Ég er að visu ekki
búin að fá mér stuttbuxur, en er
að bugsa um það — og þá til
að nota sem sportklæðnað eða
!il að fara í út úr bænum og svo-
leiðis. Á ball færi ég tæplega í
stuttbuxum.
HENNÝ
HERMANNSDÓTTIR
Mér finnst þessi tízka afskap-
lega smart, og ég er þegar búin
að fá mér stuttbuxur sjálf. En
stuttbuxurnar eru að sjálfsögðu
ekki fyrir allar stúlkur og þess
vegna held ég að þær verði ekki
langlífar, dugi í mesta lagi í
sumar. Ég held, að þessi tízka
verð vinsæl hjá ungum stúlkum.
ELÍSABET
GUÐMUNDSDÖTTIR
Þessi tízka er i lagi fyrir ferm-
ingarstelpur, fjórtán ára og eitt-
livað aðeins eldri, en alls ekki
fyrir t.d. fjögurra barna mæður.
Sjálf geng ég ekki i þessu — og
myndi alls ekki gera það nema
að vera í opnu pilsi utan yfir.
Mér finnst flestar þessar buxur
of stuttar.
KRISTlN
SIGURÐARDOTTIR
Þetta er ágætl á táninga og þar
með búið spil — nema með siðu
pilsi. Ég lield að jæssi tízka verði
vinsæl hér — fram á liaust.
MARfA
HARÐARDÖTTIR
Persónulega finnst mér þessi
tizka mjög þægileg og ég geng í
stuttbuxum einum sér á skemmti-
stöðum og víðar. Ég lield, að þetta
eigi framtíð fyrir sér hér á landi
og finnst stuttbuxur vera fyrir
konur á öllum aldri — liafi þær
vaxtarlagið til að bera.