Vikan - 15.04.1971, Blaðsíða 48
# DAG ER
ÞADCkad#/
Fyrir einum mannsaidri
eða svo þrömmuSu
reykvízkar húsmœður í
þvottalaugarnar með þvott
sinn á bakinu.
I dag er öldin önnur —
í dag er það hin óviðjafnan-
lega CANDY sem vinnur
verkið sjólfkrafa.
Þetta hefði aidamóta-
kynslóðinni þótt heldur
ósennileg tíðindi.
<3239
Skólavörðustíg,
sími 13725
höfðu mikil áhrif á sjóræningj-
ana, sem stóðu í kringum þau.
Þeir gjóuðu augunum hver á
annan og tautuðu eitthvað, sem
ekki skildist og þegar Martin
hjálpaði Damaris til að standa
upp, gerðist Ben Gribben tals-
maður hinna kvíðafullu. —
Ben Gribben, eineygði, grá-
skeggjaði bölsýnismaðurinn.
— Stúlkan hefur kannske á
réttu að standa, Renard! sagði
hann. — Við höfum nóg á okk-
ar könnu, þótt við þurfum
ekki að hafa áhyggjur af Lu-
cifer skipstjóra.
— Lucifer fréttir þetta ekki,
þorskurinn þinn! svaraði Ren-
ard háðslega.
Framhald í næsta blaði.
A MEÐAN
BÍLSTJÚRARNIR...
Framhald af bls. 21.
John ætlaði að yfirtaka eign-
ina?
— Já. En Mike mundi aldr-
ei... .
— Mike hefði þá misst at-
vinnuna, og hann er of gam-
all til að byrja á einhverju
nýju.
— Hann hefði ekki skilið
ekammbyssuna eftir á skrif-
stofu Johns.
— Nei.. . . Nema hann hafi
þá orðið hræddur og hlaup-
ið. . . .
Ég hugsaði til þess, sem
gerzt hafði fyrir tveimur vik-
um. John hafði komið til
Kings Manor til að tala við
mig. Við höfðum talazt við í
eldhúsi hundabyggingarinnar,
og Mike hafði heyrt allt sem
við sögðum. John hafði sagt
næstum það sama við mig og
í gærkvöldi, og Mike varð æva-
reiður þegar John fullyrti að
við hefðum sólundað pening-
unum hans. Mike sagði honum
að fara norður og niður, og
John svaraði því til að hann
ætti fyrirtækið. Þetta endaði
með því að Mike sló til hans,
og John yfirgaf okkur hvítgló-
andi af bræði.
En mig langaði ekki til að
segja Bill frá þessu, og í sömu
svipan lauk Mike upp hurð-
inni. — É'g sá að það var ljós
hér . . . halló, læknir.
— Halló, Mike. Hvar varstu?
— Hjá dýralækninum að ná
í lyf. Grafhundurinn lítur út
fyrir að vera með hita. Spurð-
ir þú hvort hann hefði verið
bólusettur nóg?
Ég kinkaði kolli. Kona hafði
komið með þennan hvolp fyrir
nokkrum dögum og beðið okk-
ur að taka hann í vist, meðan
hún væri hjá manni sínum í
Flórída. Ég hafði spurt hvort
hann væri bólusettur, og hún
hafði játað því. En það gera
nú allir.
— Mike, sagði Bill alvarlega.
— Hræðilegur atburður hefur
skeð. Frændi minn, John Ran-
some, var myrtur í kvöld.
Mike settist og hlustaði á
frásögn Bills. Bill sagði frá
oiiv, sem gerzt hafði og minnt-
ist á skammbyssuna, sem horf-
ið hafði úr skrifstofunni minni
og fundizt hjá John. Mike var
lengi þögull áður en hann
rumdi: Ransome fékk það
sem hann átti skilið.
Hann stóð upp og gekk til
dyranna, en Bill fylgdi honum
eftir. ■—■ Bíddu, Mike. Manstu
hvenær þú sást skammbyssu
ungfrú Bennet síðast?
Mike leit ekki um öxl. —
Aldrei séð hana, sagði hann og
skellti hurðinni á eftir sér.
Bill fór litlu síðar, og ég tók
Hertogann með mér upp í
svefnherbergið. Hann hringaði
sig á stól og sofnaði undireins.
Ég öfundaði hann. Minning-
arnar um atburði dagsins suð-
uðu eins og flugur í höfðinu á
mér, og einhvern tíma undir
morguninn fékk ég á tilfinn-
inguna að ég hefði átt að muna
eitthvað. Ég gat ekki munað
hvað það var, og þetta hélt
áfram að hrjá mig fram á fóta-
ferðartíma. Eitthvað kom ekki
heim og saman. . . .
TP g fór á fætur þegar ég
•*-J heyrði að Mike kom inn í
eldhúsið og fór að hita kaffi,
en hann var farinn út þegar
ég hafði klætt mig og komið
mér niður. Ég fór til hund-
anna til að líta á grafhundinn,
en hann var ekki með hita. Ég
þreifaði á trýninu á honum,
sem var kalt, og hvolpurinn
virtist við beztu heilsu. Ég and-
varpaði og fór að vinna.
Mike var að gera hreint í
hinum enda byggingarinnar,
og við töluðumst ekki við. Ég
átti von á að Bill hringdi og
hélt mig í námunda við sím-
ann. Um tólfleytið kom frú
Sales, eigandi grafhundsins.
Hún kvaðst hætt við að fara
til Flórída og ætlaði því að
taka hundinn með sér heim.
Hún var há og grönn með
dökk augu og slétt hár svart.
Mér virtist hún taugaóstyrk,
og við nánari athugun sá ég
að hún hafði grátið. Ég sótti
hundkrílið, og hún borgaði fyr-
ir þriggja daga dvöl hans hjá
okkur og hraðaði sér síðan út
til bílsins. Þegar hún var að
ljúka upp bílhurðinni, kom
Harpo á þeytingsferð fyrir
hornið og dillaði rófunni upp-
veðraður þegar hann sá hana.
Það var ólíkt Harpo. Líkt og
franskir loðhundar yfirleitt var
hann hlédrægur og feiminn
þegar ókunnugir voru annars
vegar. Frú Sales settist inn í
bílinn, og Harpo' varð greini-
lega fyrir vonbrigðum.
— Það lítur út fyrir að Har-
po þekki yður, sagði ég snögg-
lega.
Hún leit sem snöggvast á
loðhundinn. - Er það já? Svo
ók hún sína leið.
Ég hugsaði um listann okk-
ar Bills. Við höfðum ekki sett
frú Sales á hann, af því að við
48 VIKAN 15.TBL.