Vikan


Vikan - 15.04.1971, Blaðsíða 44

Vikan - 15.04.1971, Blaðsíða 44
væri. Hann var óskaplega hræddur við að lenda í helvíti, enda erfitt að sjá að hann ætti betur heima í öðrum vistarver- um. Þennan ótta kunni Mada- me de Maintenon að nota sér, og ól á honum sýknt og heil- agt, jafnframt því sem hún þóttist hughreysta hann og gerði sér upp viðkvæmni og umhyggjusemi. Hún klæddist sjálf eins konar sorgarbúningi og safnaði prestum og guð- hræddum heimspekingum að kónginum sínum. Viðbrigðin í hinum ofurglæstu Versölum voru mikil; áður höfðu menn lifað þar hvern dag í dýrleg- um fagnaði, en nú ætlaði allt þar að kafna í guðsfrukti og trúarhræsni. Og Madame de Maintenon var sú, sem leikn- um stjórnaði. Auðvitað var þetta ekkert annað en hræsni og yfirskyn hjá kerlingunni, því að það sem hún vildi var ekkert ann- að en það sama og eljur henn- ar. Það sýndu nærföt þessarar kristilegu frúar bezt, en þau voru einhver þau skrautleg- ustu og glannalegustu á þeirri tíð. En það mátti hún eiga að hún hélt sér undravel, því að hátt á sjötugsaldri var hún enn aðlaðandi fyrir karlpen- inginn. Þegar hún var sextíu og sjö ára, kvartaði hún í einkabréfi yfir ástarþörf kon- ungs, sem lítið dró úr með aldr- inum: „Að minnsta kosti tvisv- ar á hverri nóttu, ég held þetta ekki út.“ Francoise de Maintenon gerði einnig mikið að því að iðka yfirborðskennt gáfnahjal, þeg- ar hún ræddi við konung, og taldi honum þannig trú um að hún væri gáfuð og hefði vit á menningu. Aumingja Lúðvík hélt að nú loksins eftir langa mæðu hefði hann fundið konu, sem lifði fyrir eitthvað annað en litla hlutinn. Hann ræddi langtímum við hana um lista- safn sitt, sem var ekki síður stórkostlegt en annað hjá hon- um, Versalahöll, sem var uppá- haldsmannvirki hans og þörf sína fyrir fegurð, sem var óneitanlega mikil. En hann fór villur vegar. Madame de Maintenon hafði ekki hundsvit á listum, bók- menntum eða neinu fallegu yf- irleitt. Eins og eljur hennar hafði hún aðeins eitt í huga: að baða sig í ljómanum frá þessum konungi allra konunga, karlmanni allra karlmanna. Þrátt fyrir allan hirðglans- inn og dýrðina var Lúðvík fjórtándi því alltaf í rauninni einmana. Hann naut aldrei hliðstæðrar gæfu og eftirmað- ur hans og sonarsonur Lúðvík fimmtándi: að eignast skyn- sama og nærgætna ástkonu sem Madame Pompadour var. Ekki hindraði einsemdartil- finningin einvaldann þó í að halda kvennafarinu áfram, miklu fremur má ætla að hún hafi kynt undir girndir hans. Allt fram til sjötugs leið ekki svo dagur að hann gamnaði sér ekki við einhverja af fegurstu konum hirðarinnar, og valdi nú til þess tímann milli átta og tíu að kvöldi. Þar sem hann varð meiri vinnumaður með aldrinum, tók hann venjulega með sér skjöl og plögg í rúm- ið til skyndikvennanna og sat við skriftir á sænginni á und- an og eftir. Síðan gekk hann til kvöld- verðar, sem hófst hálfellefu. Enn sem fyrr stóðu menn hundruðum saman og störðu í forundran á allt það gífurlega magn matvæla, sem hvarf of- an í drottin þeirra. Það var mikilvægur liður í pólitík Lúðvíks fjórtánda að gera sig að sýnisgrip við öll möguleg tækifæri. Ekki aðeins aðallinn, heldur og almennir borgarar höfðu alltaf aðgang að görðum og sölum Versala. Versalir, sem konungur lét byggja, varð stærsta höll í heimi. Tíu þúsund manneskj- ur bjuggu þar að staðaldri. Kauphöndlarar og peningalán- arar voru þar stöðugt á vakki. Og höllin var tröllaukin sam- kvæmismiðstöð: alltaf var dans- leikur í einhverri álmunni, eða þá miðdegisveizla eða leiksýn- ing. Lúðvík fjórtándi gerði Ver- sali að sýningarglugga fyrir Frakkland. Hann hafði beztu listamenn samtímans í vinnu hjá sér og gerði framúrstefnu að pólitísku herbragði. Hann hélt veizlur fyrir þúsundir manna í senn, og gaf gjafir fyrir hundruð milljóna á einu kvöldi. f Versölum lifðu menn í dýrlegri fagnaði en þekkzt hefur í Evrópu fyrr eða síðar. f aðeins eina herbergjaálmu í Versölum keypti Lúðvík hús- gögn fyrir tíu milljónir Livres; umreiknað í íslenzkar við- reisnarkrónur yrði það sex milljarðar. Ekki lá þó hégómadýrð sól- kóngsins hér fyrst og fremst að baki, heldur varð þetta að- ferð hans til að „temja dýra- hjörðina“, eins og hann kall- aði frönsku þjóðina. Hver Frakki sem vildi teljast mað- ur með mönnum varð að taka þátt í öllum veizlum og opin- berum athöfnum í Versölum. Þetta tók aðalsmennina svo mikinn tíma að þeir höfðu varla tíma til að líta við í höll- um sínum úti á landi. Þar með dvínuðu áhrif þeirra heima í héraði, sem áður höfðu verið mikil og konungsvaldinu stund- um háskaleg, og svallið í Ver- sölum gleypti auðæfi þeirra von bráðar. Peningar þeirra hurfu í fjárhættuspil, í ný og skrautleg föt. Til þess að verða sér ekki til skammar í Versöl- um þurfti föt, og alltaf ný og skrautleg föt. Og konungurinn réð klæðatízkunni. Á tuttugu ára tímabili breytti hann henni ellefu sinnum. Engin aðalskona gat verið þekkt fyrir að láta sjá sig við hirðina í kjól, sem kostaði undir hundrað sjötíu og fimm þúsund krónum. Þetta var hinn pólitíski til- gangur með því að byggja Ver- sali: aðallinn gerði sig að engu fjárhagslega og varð þar með upp á konung kominn. Þetta tryggði Lúðvík fjórtánda frið innanlands og Frakklandi sterka miðstjórn. En auðvitað hafði gamanið, sem öllu þessu fylgdi, líka mikið að segja fyrir sólkóng- inn. Hann dansaði stundum og daðraði næturnar út. Hann hélt gandólaveizlur á síkjunum í görðunum. Hann hélt uppi stórri hljómsveit, sem hið fræga tónskáld Lulli samdi tónverk fyrir. Leikritaskáldið Moliére þurfti ekki heldur að kvarta. Honum borgaði kon- ungur á fjórtán árum nærri fjörutíu milljónir króna fyrir kómidíur hans. Og 1680 stofn- aði Lúðvík fjórtándi Comédie francaise, sem til þessa dags er frægasta leikhús Frakklands. Hverja nótt klukkan tvö gekk sólkóngur til hvílú. Ekki þó af því að hann væri þá þreyttur. Heldur beið hans þá í bólinu hverju sinni kvenmað- ur, oftast ljóshærð, bláeygð og þrifleg. Einkahíbýli hans, þar sem þetta gaman hans í ell- inni átti sér stað, voru rúm- góð, há undir loft og veggir settir speglum. En á dauðastundu Lúðvíks skorti bæði ljóma og Ijós. Nær- stöddum lá við köfnun af svælu af reykelsi, sem Mada- me de Maintenon brenndi, og varla heyrðist mannsins mál fyrir söngli og rauli í óteljandi grúa af prestum, sem hin óop- inbera eiginkona konungs hafði til kallað. Lúðvík fjórtándi hvarf á vit eilífðarinnar fyrsta september 1715, eftir mikil veikindi í viku. Hann var þá sjötíu og sjö ára, og líkami hans upp- gefinn af gegndarlausu svalli mestan hluta þess tímaskeiðs. Þegar andlátið bar að höndum var hann allur orðinn svart- flekkóttur. Sagt er að Lúðvík hafi liðið gífurlegar þjáningar síðustu dagana áður en hann tók and- vörpin. En hann bar sig karl- mannlega til hins síðasta. Of- urmannleg sjálfsstjórnin, sem hann hafði tamið sér, brást honum ekki heldur þá. Hann bar allar pínslirnar með ró og sló jafnvel um sig með gam- anyrðum. Þegar Madame de Maintenon kreisti upp úr sér nokkur tár eitt sinn, þegar sól- kóngurinn hennar átti skammt eftir, sagði hann hæðnislega: „Af hverju grátið þér, Mada- me? Þér hafið þó ekki haldið að ég væri ódauðlegur?" Svo hló Lúðvík fjórtándi. Þremur dögum síðar var hann dauður. ☆ EF Þ0 HEFÐIR GETAÐ BEÐIÐ Framháld af bls. 16. ir hans hafði alltaf leyst heims- vandamálin með einræðum á löngum gönguferðum um skóg- inn, og hann tók aldrei eftir pollanum, sem gekk við hlið hans og hermdi eftir honum hreyfingar og látbragð. Spegilmyndin var ennþá að yfirvega spurninguna um drykkinn. Simon var hávaxinn og breiðaxla maður og skarp- legir andlitsdrættir hans sem báru vott um lífsreynslu sýndu honum hugsandi mann. Milda skinið frá vegglömpunum gerði þykka, brúna hárið, sem svolít- ið var farið að grána í vöngun- um, miklu ljósara en það var og sólbrunann dekkri ... — Það er bezt þú látir það vera. Sim- on og spegilmyndin komust að sömu niðurstöðu samtímis.... — Þú ættir að muna hvað kom fyrir síðast, þegar þú fékkst þér of mikið. Jú, sannarlega, víst mundi hann eftir því hryllilega kvöldi þegar hann hafði haft ofan af fyrir sér með viskýi, meðan hann var reiður yfir því hve hún var alltaf sein í tíðinni og það gerði það að verkum að hann fór að hugsa. Um Penny. Penny litla var svo ung að hún hefði getað verið dóttir 44 VIKAN 15.TBL

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.