Vikan


Vikan - 15.04.1971, Blaðsíða 40

Vikan - 15.04.1971, Blaðsíða 40
truflunum, og hann fitnaði ekki einu sinni. Líflæknar kon- ungs voru eins og aðrir að springa af forvitni yfir ástæð- unni til þessa, og ekki var Lúðvík fyrr dauður en þeir köstuðu sér yfir skrokkinn og skáru hann upp. Þá leystist gátan: maginn í sólkónginum var tvöfalt stærri en í venju- legu fólki. En að hann skyldi ekki safna holdum getur ekki hafa stafað af öðru en óhemju- legri orkubrúkun. Því að Frakkakonungur þessi elskaði, vann og skemmti sér langt framyfir það venjulega. Allt sem aðrir menn gerðu gerði hann að minnsta kosti tvöfalt. Þetta gerir líf konungs þessa ekki lítið spennandi. Hann var gríðarlega ástríðu- fullur, hégómlegur, valdafík- inn, mikilvirkur, ruddalegur, hverfull og hrokafullur, en alltaf fyrst og fremst karl- mannlegur. Um það vitna frá- sagnir margs fólks, er hafði af einvaldi þessum að segja. Lúðvík fjórtándi varð allra Frakkakonunga voldugastur, bæði fyrr og síðar. Frakkland var útpínt af borgarastyrjöld- um, innrásum og efnahags- kreppum þegar hann reif til sín völdin. En þegar hann dó fimmtíu og fjórum árum síðar, var Frakkland rammgert ríki og fyrirmynd allrar veraldar í menningu og finni lífskúnst. Sólkonungurinn hafði hinn mesta átrúnað á sjálfum sér. Hann hélt Frakklandi saman með þvi að leggja sig allan fram, jafnt líkama sem sál. Þess vegna gat hann með réttu sagt: „Ríkið, það er ég“. Klukkan átta um morguninn byrjaði Lúðvík að ríkja, því að þá reis hann úr rekkju. Þótt undarlegt kunni að virðast, þá brást aldrei að hann væri um það leyti sólarhrings í rekkju eiginkonu sinnar, þótt fáir karlmenn hafi haft með fleiri konum framhjá. Þetta ektavíf hét annars María Þeresia og var dóttir Filippusar fjórða Spánarkonungs. Þau voru jafn- aldrar, bæði fædd 1638. Sólkonungurinn hafði geng- ið að eiga konu þessa tuttugu og þriggja ára að aldri, í þeim fróma tilgangi einum að binda endi á stríð, sem þá hafði í aldarfjórðung staðið milli Frakka og Spánverja. Hann hafði enga elsku á Maríu Þer- esíu, sem var ljóshærð, föl, aulaleg og heilsutæp. Þær konur, sem sólarkóngur kunni bezt við, voru heilsugóðar í þess orðs fyllstu merkingu. alltaf í góðu skapi og sígráð- ugar eins og hann sjálfur. Gráðugar bæði í mat og drykk og þá auðvitað ekki síður hann sjálfan. Og margir fullyrða að slíkar konur séu raunar óska- draumur flestra karlmanna enn í dag. Konur, sem drógu við sig matinn til að grenna sig, skot- féllu í ónáð hjá sólkónginum. Og konur, sem börmuðu sér yfir krankleikum sínum, gat hann alls ekki þolað. Þær, sem reyndu að gera sig að píslar- vottum meðan þær voru ólétt- ar, bannfærði hann að eilífu. Þeim mun meira virti Lúðvík konur þær, er báru óléttustand og annað, sem forlögin færðu þeim, með uppréttu höfði, svo sem drottningu sína og tvær helztu hjákonur. Þeim auð- sýndi hann sína sólkonunglegu náð með því að gera þeim tutt- ugu og eitt barn á árabilinu 1660—1680. Þótt svo að konungur hefði enga holdlega ást á konu sinni, svaf hann alltaf hjá henni tvær nætur í mánuði. Hirðin og þjónaliðið voru í engum vand- ræðum með að fy-lgjast með hvenær það skeði, því að eftir hverja slíka nótt hraðaði sér drottningin, spænsk og guð- hrædd að því skapi, til hof- kapellunnar og gerði Guði þakkir. Hún fæddi níu börn, en aðeins eitt lifði til fullorð- insára. Það var sveinn er hlaut nafnið Lúðvík og var ætlað að erfa ríkið, en hann dó á undan föður sínum. Meðan drottningin lá á bæn í kapellunni, vann konungur fyrsta embættisverk dagsins. Hann klæddist. Að minnsta kosti tvær tylftir tignustu aðalsmanna Frakklands skip- uðu sér þá umhverfis rúm hans. Þeir þurftu að leggja sig alla fram svo vikum skipti til að öðlast slíka náð, og var í þeirri viðleitni brúkaður mik- ill klíkuskapur og baktjalda- makk. Meiri æru en að fá að rétta sólkónginum nærskyrtu eða silkisokk gat enginn fransk- ur höfðingi hugsað sér. Siálfum þótti sólkónginum líka gaman að þessu, því að honum þótti ekki einungis vænt um hraustlega líkami faeurra kvenna, heldur og sinn eigin myndarlega skrokk. Hann var hávaxinn og vöðvastæltur. Fætur þjóðhöfð- ingjans þóttu konum sérstak- lega fallegir. Konungurinn herti þá með daglegri reið á veiðum. heræfingum sem hann sparaði sig hvergi til og dansi. Fram til þrjátíu og tveggja ára aldurs var hann stjarnan í óteljandi balletuppfærslum hjá hirðinni. Á hverjum morgni lét sól- kóngurinn nudda sig allan upp úr spíritus, og um nærföt skipti hann þrisvar á dag. Og hann var alltaf að sulla í baði. í Ver- sölum lét hann gera tyrknesk- rómverskt bað með marmara- laug, er heitt vatn streymdi í, og kom baðveizlum í tízku hjá aðalsmönnum sínum, sem ann-' ars voru lítið gefnir fyrir vatns- þvotta. Til að kenna hinum ættgöfugu sóðum þennan nýja sið byrjaði hann á því að hafa móttöku í lauginni ásamt hjá- konu sinni, Athenais de Mon- tespan. Með hjálp göfugustu manna ríkis síns klæddist Lúðvík fjórtándi morgun hvern, eins og hann kallaði það, „einföld- um“ klæðum. Hann fór í silki- skyrtu með pífum, silkisokka útsaumaða og skreytta gull- hnöppum, silkivesti með þétt- um útsaumi, sem nú til dags hefði verið sex hundruð þús- und króna virði minnst Lúðvík fjórtándi hafðr dökkt hár, mikið og fagurt, sem hann ekki lét raka af sér eins og aðrir fínir herrar á þeim dög- um til að koma fyrir hárkoll- unni, sem þá var í tízku. Lúð- vík bar sjaldan hárkollu. Hins vegar lét hann skrýfa hár sitt margvíslega og var nýr móður fundinn upp hverju sinni fyr- ir hann, er hann fór í hár- greiðslu. í veizlum og við móttökur var sólkonungurinn auðvitað miklu glæsilegar búinn en hversdagslega. Hann átti firn- in öll af dansbúningum úr gull- og silfurbrókaði, og hver há- tíðaskrúði var settur gimstein- um. 1675 tók hann á móti er- lendri sendinefnd í treyju, sem ásamt öllum áfestum gimstein- um var virt á jafnvirði nærri átta milljóna króna. Birgðir konungs af þess háttar dýrind- um voru óþrjótandi, þar eð hann keypti á hverju ári eð- alsteina fyrir rúman milljarð króna — á hverju ári í fimm- tíu og fjögur ár. Fullklæddur tók konungur tafarlaust til starfa og vann sex stundir daglega — síðar á ævinni jafnvel tíu stundir eða þar yfir. f herbergi neðan við svefnherbergi hans biðu ráð- herrar hans á hverjum morgni. Þeir skulfu fyrir einvaldi sín- um, sem gat afkastað ótrúlega miklu og hafði enn ótrúlegri hæfileika til að einbeita sér að hverju verki. Lúðvík fjórtándi kom til rík- is 1643, þá fimm ára að aldri, en þegnarnir tuttugu milljón- ir. Á bernskuárunum var hann lengstaf á hrakningi fyrir upp- reisnargjömum höfðingjum og átti ógóða daga. Á þessum ár- um aflaði hann sér hagnýtrar mannþekkingar og var eftir það sérstaklega glöggskyggn á að þekkja úr raunverulega og hugsanlega drottinsvikara. Hann var stöðugt á verði og slakaði aldrei á gæzlunni. Eftir dauða hins volduga kardínála Mazarins reif Lúð- vík fjórtándi til sín völdin, þá tuttugu og þriggja ára, árið 1661. Þaðan í frá hafði hann nánar gætur á þeim, sem um- gengust hann. Ekkert í lífi þeirra fór framhjá honum, jafn- vel ekki smávægilegustu ást- arævintýri. Enginn í öllu Frakklandi var málum þar svo vel kunnugur sem konungur- inn sjálfur. Fyrirrennarar hans höfðu látið ráðgjafa sína hafa sig að leiksoppi. Lúðvík fjórt- ándi hafði hlutverkaskipti við þá í .. leik, stjórnnaálanna. Að stjórna var honum beinlínis likamleg ánægja, líkt og að éta og gamna sér við kvenfólk. Og hann stjórnaði af hroka og hikleysi; allan fyrrihluta dags- ins gaf hann stöðugt skipanir í stuttum, gagnyrtum setning- um. Klukkan hálfeitt var vinnu- timanum lokið. Þá gekk Lúð- vík að hlýða messu með nán- asta skylduliði sínu. Til þess taldi hann drottninguna, uppá- haldshjákonurnar og börn þeirra allra. Allur þessi skari varð að mæta í hirðkapellunni á þessum tíma, hvort sem hon- um líkaði betur eða ver. Lúð- vík settist sjálfur í hjörðina miðja og konurnar og krakk- arnir skulfu af angist fyrir honum. Það sem óttann vakti voru meðal annars köld, hroka- full augun og bogið, ógnandi nefið. Sömuleiðis sú yfirdrottn- andi hátign, sem lýsti sér í hverri hreyfingu, hverju svip- brigði þessa manns. Sagt er að á sinni fimmtíu og fjögurra ára stjórnartíð hafi Lúðvík fjórtándi aðeins þrisv- ar misst stjórn á sér af reiði. Þá grýtti hann borðbúnaði. Dagsdaglega var framkoma hans hins vegar mótuð af furðumikilli ró og glaðværð. Eitt sinn sagði hann þó, þeg- ar eitthvað bar út af: „Nú hefði ég reiðzt, væri ég ekki kon- ungur.“ 40 VIKAN 15. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.