Vikan


Vikan - 15.04.1971, Blaðsíða 32

Vikan - 15.04.1971, Blaðsíða 32
Framundan eru vorið og sumarið. Ný tizka ... nýjar hugmyndir ... Ný efni berast daglega í Vogue - alltaf eitthvað sérstakt fyrir hverja konu. Síbreytilegt úrval I litum, mynstrum og efnisáferð vekur sköpunargleði og auðveldar hverri konu að skapa sinn eigin persónulega stíl. Við litum inn i Vogue ... til aó fá nýjar hugmyndir ... til að gera góð kaup ... til að fylgjast með tízkunni. Laugavegi 1í, Háaleitisbraut 58—60, JOHN LENNON Framhald af bls. 15. — Myndir þú ennþá vera svona taugaóstyrkur ef þú kœmir fram fyrir almenning? — Ég hef alltaf verið skít- nervös, en einhvernveginn varð ég að koma út úr greninu. Ég held samt að ég vilji ekki koma fram oftar, það er ekki álagsins virði. Mig langar ekki að koma fram fyrir fólk. — Hvað finnst þér um plötur Georges? (All Things Must Pass). — Ég veit það ekki. Mér finnst það nokkuð gott. Per- sónulega, ég meina heima hjá mér, myndi ég ekki spila þaer. Ég vil ekki særa George, svo ég veit ekki hvað ég á að segja. Mér finnst það betra en þlatan sem Paul sendi frá sér. — Hvernig fannst þér hún? — Bölvað drasl. En ég held að hann geri eitthvað betra ef hann verður píndur til þess. Mér fannst platan hans yfirfull af einhverri drullu... Manstu hvað ég sagði þér þegar hún kom út? „Lítil og létt“, light and easy, svoleiðis drasl. En ég heyri mikið með George 1 út- varpinu og þá finnst mér það helvíti gott. Minn persónulegi smekkur er skrítinn. — Hvernig er þinn persónu- legi smekkur? — Hlutir eins og Wop Bop a Loo Bob“. Ég vil rock & roll, maður. Ég vil helzt ekkert ann- að. —- Hvers vegna? — Það er músíkin sem hafði áhrif á mig til að spila mína músík. Það er ekkert betra til. Engin hljómsveit, hvort það vorum við Bítlarnir, Rolling Stones eða Dylan bættum til dæmis „Whola Lot of Shaking“. En kannski er ég eins og for- eldrar okkar; þetta er mitt tímabil, minn tími, og ég elska það og yfirgef það aldrei. — Hvað finnst þéér um rock & roll í dag? — Ég veit ekki hvað er að ske. Þú verður að nefna mér einhver nöfn. Ég held ekki að það séu... — Finnst þér til dœmis gam- an að lxlusta A top 10? — Nei, ég hlusta aldrei á það. Það er aðeins ef ég ætla að fara að senda eitthvað frá mér sjálf- ur eða svoleiðis að ég hlusta á aðra. Áður en ég fer sjálfur í upptöku fer ég út og' kaupi nokkrar plötur til að fylgjast með hvað fólk er að gera. Sjá hvort einhverjum hefur farið Skólavörðustíg 12, Strandgötu 31 Hafnarfirði.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.